Lúmska, freudíska þvottaprófið ...

Persónuleikapróf eru yfirleitt lítt marktæk og svarmöguleikarnir innihalda jafnvel ekki það svar sem þú myndir krossa við. Þetta freudíska þvottapróf er eitthvað það skýrasta og nákvæmasta sem ég hef rekist á. Endilega látið mig vita ef þið hafið krossað oftast við einhvern sérstakan bókstaf ... Ég valdi oftast B-in. Þegar þú ert búin/n að taka þetta próf skaltu bíða eftir næstu færslu frá mér, þá koma svörin. Múahhahahaha!

ÞvottadagurFREUDÍSKA ÞVOTTAPRÓFIÐ
Sigmund Freud sagði margt athyglisvert um viðhorf fólks til þvottarins síns. Eftirfarandi örstutt próf segir hvernig þú kemur út.


1. Þegar fötin þín eru í þurrkaranum, hvað sérðu?
A Gallabuxur
B Skyrtur
C Sokka
D Kynlíf

 

2. Hvað óttastu mest þegar þú ferð niður í þvottahús sem þú deilir með öðrum?
A Að týna öðrum uppáhaldssokknum þínum
B Að setja mislitan þvott með hvítum
C Kóngulær
D Kynlíf

3. Hvaða heitir þvottaefnistegundin þín?
A Íva
B Ariel
C Milda
D Bio-Sex

4. Hvað gerirðu á meðan þú bíður eftir að þvottavélin ljúki þvotti?
A Ferð frá vélinni og gerir eitthvað gagnlegt
B Stendur og horfir á vélina klára
C Situr og horfir á vélina klára
D Leggst og gerir eitthvað annað

5. Þú sérð kaffiblett á einni skyrtunni þinni. Á hvað minnir hann þig?
A Einhvern sem þú þekkir
B Kaffi
C Fiðrildi
D Kynlíf

StóllinnÞetta hefur nú verið meiri slökunardagurinn. Heill dagur án þess að þurfa að gera nokkuð. Mér datt fyrst í hug að setja af stað keppni um kynþokkafyllsta bloggarann en steinsofnaði út frá þeim hugsunum í skakka leisígörlstólnum mínum.

Hringdi í Rúmfatalagerinn í gær og kvartaði yfir stólnum. Var sagt að ég FENGI MANN í heimsókn fljótlega sem myndi kíkja á stólinn. Góð þjónusta. Stóllinn er grindarskakkur og ekki hægt að hækka eða lækka stóllappirnar ... Ellý sveiflaði honum á hvolf með einu handtaki og þá kom þetta í ljós.  

P.s. Ef verndarar okkar, þessir sem sjá um loftvarnir Íslands, koma bara fjórum sinnum á ári í eftirlit hvernig getum við þá stýrt óvinum okkar þannig að þeir geri innrás á Ísland akkúrat á þeim tíma sem verndararnir eru staddir hér? Bara pæling. Sjá fréttir í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skv. prófi er ég kyndauð.  Sko steindauð.  Hahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 19:50

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sérðu ekki bara kóngulær í þvottahúsinu? Múahahhahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.7.2007 kl. 19:55

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha. OMG. Þvílíkt rugl. Jú, ég sé einmitt kynlíf í kaffiblettnum.

Stóllinn er með grindargliðnun, enda lazy girl

Jóna Á. Gísladóttir, 28.7.2007 kl. 19:57

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, prófið er greinilega bæði Freudískt og lúmskt...!  Og greystóllinn með grindargliðnun, - hugsaði nákvæmlega það sama og Jóna. Ætli við deilum þeirri lífsreynslu báðar með stólnum?  RL búðin er góð búð með góðri þjónustu, þó hlutirnir þeirra endist ekki í 100 ár. Who cares? Við skiptum þessu öllu út hvort sem er reglulega, nema gömlum kaffibaukum, kökuboxum og þvottarullum. Ekki satt?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.7.2007 kl. 21:08

5 Smámynd: Rebbý

ég lendi á fyrstu bókstöfunum til skiptis þarna í prófinu verst að lenda aldrei á kynlífinu

Rebbý, 28.7.2007 kl. 21:32

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Þorissu ekki. tekur svo mikið pláss.

Þröstur Unnar, 28.7.2007 kl. 23:15

7 Smámynd: halkatla

verum bara vinir allra og þá þurfum við ekki neina verndara

annars snilldarlegt próf, ég er góður freudisti og valdi alltaf d

halkatla, 29.7.2007 kl. 00:11

8 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

A-B-C-A-B er mitt svar, en ég væri alveg til í að deila þvottahúsi með Önnu Karen  ...

Hólmgeir Karlsson, 29.7.2007 kl. 00:54

9 Smámynd: www.zordis.com

Ég þvæ ekki svo mín niðurstaða yrði ekki marktæk .....  Dásamlegur stóll sem þú keyptir þér!  Hvað er svona aðallega ekki að virka i honum og HEILL MAÐUR sem kemur spes upp á Skaga að skoða ykkur, góður díll sem þú gerðir .....

www.zordis.com, 29.7.2007 kl. 10:10

10 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Þetta minnir á brandara sem ég vona að fólk mógist ekki yfir.
Maður var hjá geðlækni í Rochas blettu myndaprófinu.
Og læknirinn setur blettu mynd á borðið og spyr hann hvað hann sjái - og maðurinn svarar " par að stunda kynlíf "
Læknirinn setur aðra mynd og spyr aftur hvað hann sjái - og maðurinn svarar " tvær konur að stunda kynlíf"
Og enn ein myndin og sama spurning og maðurinn svarar " tvær konur og karl að stunda kynlíf "
Og læknirinn segir þá við manninn " ég sé að þú ert með kynlíf á heilanum "
Þá svarar maðurinn " kjaftæði,þú ert að sýna mér allar þessar klámmyndir "

Halldór Sigurðsson, 29.7.2007 kl. 11:42

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehheeh, hér móðgast enginn ... held ég! Vona ég!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.7.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 182
  • Sl. sólarhring: 348
  • Sl. viku: 874
  • Frá upphafi: 1505881

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 711
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband