Álfar, tröll og blaðamannafundur

ÁlfarKom mér þægilega fyrir í leisígörl til að ráðast í Potter en kíkti aðeins á dagskrá RÚV sem ég hefði ekki átt að gera ... kostaði meiri tafir. Þar kom fram að blaðamannafundur vegna skotárásarinnar yrði haldinn kl. 15.30 og sýndur beint í Sjónvarpinu.

Á undan var ferðamannaþáttur um Ísland þar sem kom fram að 90% landsmanna trúir á álfa, tröll og drauga. Kommon, hvenær linnir þessu ... við erum eins og fávitar í augum alheimsins. Ég þekki MJÖG margt fólk og kannski hugsanlega, mögulega, jafnvel, varla þó, trúir einn, kannski fimm, á eitthvað svona! Hallærisleg landkynning að mínu mati. Að öðru leyti var þetta ágætur þáttur.

Æ, hvað svona blaðamannafundir geta verið vandræðalegir. Margar kjánalegar spurningar bornar upp, kannski lítill tími til undirbúnings, veit það ekki. Mikið reynt að mjólka þrátt fyrir að allar upplýsingar sem hægt var að veita hefðu komið fram. Gott hjá löggunni að halda blaðamannafund þótt hún hafi kannski verið óþarflega kuldaleg gagnvart fréttamönnum. Það tilheyrir líklega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

OH ég hef misst af þessu  þetta hlýtur að koma í fréttum í kvöld.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.7.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: halkatla

löggan stóð sig afar vel  í að svara spurningum fannst mér.

varðandi álfatrúna og það þá segi ég bara eitt stórt SAMMÁLA. Þetta eru dásamlegar sögur og segja mikið um okkar innri ferli, fortíðina og hugarheiminn en fólk er ekki að trúa á þetta sem beinharðan sannleika fyrir því.

halkatla, 29.7.2007 kl. 16:27

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er fegin að hafa sofið af mér þennan blaðamannafund.  Þegar ég sá fréttina áðan á mbl.is stoppaði nærri því í mér hjartað.  Þetta er svo hryllilega sorglegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 16:27

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég sá þetta í Mbl núna rétt áðan þetta er hræðilega sorglegt

Kristín Katla Árnadóttir, 29.7.2007 kl. 16:30

5 Smámynd: Jens Guð

  Flestir sem ég þekki trúa á tilvist álfa og huldufólks.  Enda er ég í Ásatrúarfélaginu.  En kristna fólkið sem ég þekki efast ekki um tilvist álfa og huldufólks heldur.  Í Skagafirðinum þar sem ég ólst upp heyrði ég bara talað um álfa og huldufólk í fullri alvöru.

  Víða um land eru beygjur á vegum til að sneiða framhjá álfabyggð.  Sömuleiðis hafa bændur þvers og kruss um landið hlíft álfa-  og huldufólksbyggðum frá því að vera breytt í ræktarland. 

  Eitthvað er um það að fólk trúi á drauga,  engla og Jesú frá Arabíu.  En ég man ekki eftir neinum sem trúir á tröll.   

Jens Guð, 29.7.2007 kl. 18:05

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég var rétt búin að vista þessa færslu mína þegar allt fór úrskeiðis í himnaríki ... diskur brotnaði, ég missteig mig, kötturinn gubbaði á baðgólfið ... og nú er Oprah í sjónvarpinu. Ég verð víst að taka þetta aftur ... ég var líka búin að gleyma álagasteinum/álfabyggðum ... Þori ekki annað en að trúa líka á tröll til öryggis og er þar með komin með góða afsökun til að fara ekki á fjöll með Fjallgönguklúbbi Önnu. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.7.2007 kl. 18:18

7 Smámynd: Jens Guð

  þetta er bara eins og hjá honum Kalla vini mínum sem sér um þáttinn Föstudagskvöld með Kalla og Ásgeiri á rás 2.  Þegar hann var um fermingaraldur fyrir margt löngu var hann (og er) í Ásatrúarfélaginu.  En trúði mér fyrir því að hann trúði líka á guð.  "Til öryggis,"  sagði hann. 

Jens Guð, 31.7.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband