Alvörusumar og styggur RL-maður

Strætó„Loksins komið sumar,“ malaði bílstjórinn á heimleiðinni, en honum þykir þessi rigningarsuddi mun heimilislegri en sólin og blíðan sem ríkt hefur mestan part sumars. Ég gat ekki annað en tekið undir hluta af gleði hans þar sem vestanáttinni hefur fylgt öldugangur og einstaklega gaman er að horfa og hlusta á sjóinn núna. Kannski er ég klikkuð en ég hlakka mikið til vetrarlægðanna þótt ég njóti sumarsins vissulega ... upp að vissu marki.

RL-maðurinn á flóttaMyndarlegi maðurinn úr Rúmfatalagernum mætti á svæðið um tvöleytið, rataði alveg sjálfur í himnaríki og kíkti á leisígörl. Hann fussaði og sveiaði og sagði að R-lagerinn gæti ekki verið þekktur fyrir að selja svona skakka og skælda stóla, hann væri greinilega gallaður og ég fengi sko nýjan, helst á morgun. Hann tók stólinn undir arminn og ... forðaði sér. Þetta var svona hviss, bang, búið heimsókn og ég steingleymdi að bjóða honum kaffi, hvað þá kyrrsetja hann. Held að Flytjanda-menn séu því miður alltaf tveir saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Búin að lesa síðustu blogg, frábær að vanda. Von að stóllinn verði góður, vertu svo bara dugleg að kvarta, endar kannski með lagermanninn í sófanum, hehe.  knús á Skagann.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2007 kl. 18:14

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jiii enhvað ef þetta var bara einhver lúði sem les alltaf bloggið þitt og kom við að ná sér í ókeypis stól og situr núna alsæll heima sjá sér og ruggar sér yfir fréttunum..hehe.

Svo kemur piturinn á morgun frá rúmfatalagernum og enginn stóll hjá frú Guðríði!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 18:39

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Elskan mín ... hann var á merktum bíl, ég tékkaði sko á því, lét hann líka sýna mér RL-skjöldinn sinn og allt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.7.2007 kl. 18:42

4 Smámynd: www.zordis.com

hi hi hi, Þarf nú ekki að vera slæmt að fá þá í kippu !!!! Elsku Katrín er með dulítið glæpó pælingar sem eru skemmtilegar!  Go Gurrí!

www.zordis.com, 30.7.2007 kl. 18:42

5 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ehhh það er rigning hjá mér líka ...... voða sumó, NOT!

Eva Þorsteinsdóttir, 30.7.2007 kl. 18:42

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Grindargliðnunarrúmfatalagerslazygirlstóllinn er sem sagt úr sögunni.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.7.2007 kl. 18:48

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, þessi elska! Svakalega gott að sitja í honum ef ég setti eitthvað undir lappirnar á honum hægra megin. Rosalega er ég ánægð með þjónustuna hjá RL. Nema þetta hafi verið glæpón með falsaðan bíl og skjöld og hafi stolið stólnum ... Kemur í ljós næstu daga ef nýr stóll kemur ekki! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.7.2007 kl. 18:53

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sá næsti mun þá heita leisígörlígörlístóllinn.  Tekur smá tíma að segja og skrifa en er vel þess virði.  Er sammála bílstjóranum.  Ég þekki þetta veður og það hefur róandi áhrif á mig.  Vetrarlægðanna verður beðið með mikilli eftirvæntingu (skömmustukall).

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 19:00

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gluggarnir mínir allir orðnir svo rosalega hreinir, sannarlega ekki hægt að segja að rigning sé slæm!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.7.2007 kl. 19:15

10 Smámynd: Rebbý

heyrðu vinkona, bara bjóða okkur einstæðu konunum að koma og skoða flutningamennina með þér þegar þeir koma tveir að heimsækja þig   samt kannski bara einni í einu, hitt gæti orðið hættulegt

Rebbý, 30.7.2007 kl. 19:54

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, yrði upplit á mínum ....

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.7.2007 kl. 19:56

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

En krúttan mín; þú ert nú tveggja manna maki....í öllum skilningi....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.7.2007 kl. 20:04

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gleymdi að segja, að já, sumarið er verulega og virkilega komið núna; rigningarsuddi en bjart....Og ég nýbyrjuð í sumarfríi. Ójá.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.7.2007 kl. 20:11

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Muhahahahah Katrín!

Þröstur Unnar, 30.7.2007 kl. 20:12

15 identicon

Æi, ég er eiginlega farin að örvænta í þessu "sólarleysi".
En nýi stóllinn þinn upplitast allavega ekki á meðan þetta er svona.

Maja Solla (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 20:59

16 identicon

Kenningin hennar Katrínar er nokkuð sannfærandi. Tíhíhíhí

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 21:01

17 Smámynd: Hugarfluga

LOL Katrín!!!

Hugarfluga, 30.7.2007 kl. 22:06

18 Smámynd: Ingibjörg R Þengilsdóttir

RL er nú annars alveg frábær verslun - ég fór þar í gær og upplifði þvílíka stemmingu - þarna voru eingöngu útlendingar og algerlega í kippum og kölluðust á þvers og krus yfir búðina þannig að mér fannst ég bara vera í útlöndum - alveg óþarfi að fara til útlanda að versla, svo kom rúsínan í pylsuendanum, þegar ég kom á kassann, sagði þessi líka sæti strákur "anything else for you"  and I said "no thank you"  bætti svo við "when did you come to Iceland my friend?" og drengurinn sagði "oh I´m Icelantic"   "ó" sagði ég "ég líka" 

Ég veit þetta er kvikindisskapur - en það svona aðeins fauk í mig "konuna á breytingaskeiðinu" eins og ég nota mér til afsökunar þegar ég verð of hvöss í svörum

kveðja

Ingibjörg Þ 

Ingibjörg R Þengilsdóttir, 31.7.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband