31.7.2007 | 00:02
Óætur húsfélagsfundur og þrælfyndinn Monk
Hússtjórnarfundur var haldinn í kvöld og ómissandi ritarinn úr himnaríki var boðaður með hálftíma fyrirvara. Þar sem húsfélagsformaðurinn er kokkur hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að fá eitthvað gott að borða, hafði ekki enn snætt kvöldverð. Hann Níels eiturbrasari (í kvöld) bauð BARA upp á Prins Póló með kaffinu og það var ekki hægt að drekka kaffið hans af því að hann átti bara FJÖRMJÓLK út í það. Ég reyndi að segja honum á síðasta fundi að það væri plebbalegt að nota annað en nýmjólk, G-mjólk eða kaffirjóma út í kaffi en húsfélagsformaðurinn er í heilsuátaki og því voru móttökurnar svona meinlætalegar. Mig grunar líka að þetta hafi verið gulur Bragi ... Ég man nú eftir þeim húsfundum þegar kokkurinn hrærði í rækjusalat og skellti í bakarístertu. Kannski hefur Lýðheilsustöð þessi áhrif ... alla vega hefur karlinn ekkert minnkað reykingarnar síðan 1. júní, frekar en aðrir landsmenn sem reykja ... sem mér finnst stórundarlegt. Ætlunin var víst með reykingabanninu á veitingastöðum að gera reykingamönnum svo erfitt fyrir að þeir hættu. (Fliss)
Mjög fyndið atriði var í Monk-þætti í kvöld á Sirkus plús. Verkfall sorphreinsunarmanna stendur yfir og Monk er hjá sálfræðingnum sínum, alveg að fríka út yfir lyktinni í borginni og öllu sorpinu sem hefur safnast upp. Sálfræðingurinn spyr pirraður: Adrian, have you been sending me your trash?
Risíbúðin í hinum stigaganginum hefur verið seld og ég fæ pólsk hjón sem nágranna. Þarna fékk ég loksins útskýringuna á örvæntingafulla útlendingnum sem hringdi bjöllunni hjá mér fyrir nokkrum vikum og fór næstum að skæla þegar ég sagði honum að himnaríki væri ekki til sölu. Hann fór bara stigagangavillt, þessi elska. Ég hélt að hann hefði farið húsavillt því að seljandinn hafði, eins og bloggvinir mínir muna, heimsótt mig ÓVÆNT korter í Evróvisjón (í alvöru) og fengið að skoða sig um vegna fyrirhugaðra breytinga á sinni íbúð. Svona breytast nú hlutirnir hratt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Þvílíkur dónaskapur að bjóða bara upp á prins póló!! OG LÍTIÐ Í ÞOKKABÓT!!
Hvernig er það átt þú ekki að vera farin að sofa?
Elín Arnar, 31.7.2007 kl. 00:10
Jú, þótt fyrr hefði verið ... er sko orðin grútsyfjuð.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.7.2007 kl. 00:12
Það er ekki rólegheitamóment þarna hjá þér. Sofa í haus! Gn og mundu að taka með þér nesti að ári.
Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 00:16
Að ári? Iss, þessir fundir eru næstum mánaðarlega. Svo var ritstjórinn minn að reka mig í rúmið, eins og þú sérð á kommenti númer eitt, og ég þori ekki annað en að hlýða. Kíktu, Jenný, á fyrri hluta framhaldssögunnar á síðunni hennar, það er nú ljótt að gera bloggvinum sínum þetta, ertu ekki sammála?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.7.2007 kl. 00:23
Ég HATA fjörmjólk og undanrennu í kaffi. hverjum dettur svona fjarstæða í hug.
Jóna Á. Gísladóttir, 31.7.2007 kl. 01:16
Fjörmjólk í kaffi, yuk ! Hún breytir því í gráan viðbjóð sem enginn vill drekka! En Prins Póló stendur alltaf fyrir sínu !
Svava S. Steinars, 31.7.2007 kl. 01:42
sakna eiginlega Monks félaga - en ekki ertu öfundsverð af fjölda húsfundanna hjá þér. ég er óvart í stjórn 2ja húsfélaga (fylgja bæði íbúðinni minni) og hef ekki verið boðuð nema á einn fund í hvoru á rúmu hálfu ári ...... geri aðrir betur
Rebbý, 31.7.2007 kl. 06:24
Endurkoma Monk er stórkostlegur sólargeisli í skammvinnri rigningartíð. Gurrí, það er rosalega gott að geta drukkið tvenns konar kaffi, sem eiga ekkert sameiginlegt annað en kaffi. Annars vegar ódrekkandi óþverra og hins vegar eðalkaffi. Ég veit að þú munt aldrei komast á það stig að geta drukkið hið fyrrnefnda, en mikið rosalega er það þægilegur eiginleiki, og nauðsynlegur þeim sem hafa lent í pólitík.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.7.2007 kl. 08:59
Ohh ég vildi að ég væri með stöð 2, er svo hrifin af Monk .
HAKMO, 31.7.2007 kl. 09:02
er gulur Bragi ennþá TIL???
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.7.2007 kl. 10:49
Ég drekk bara svart kaffi.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2007 kl. 11:12
Ég á eftir að sakna Monk. Ég bjó í blokk í 15 ár og var með húsfélagið þar af í 9, það gekk allt best þegar ég stjórnaði, trúið þið því.??
Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 13:46
Það er einmitt svona sorphirðuverkfall hjá okkur núna og ég hef velt því fyrir mér að fara að ráði Monks. Hvað kaffi varðar á náttúrulega að drekka það svart því þá þarf maður aldrei að hafa áhyggjur af því hvers konar mjólkurvörur fólk býður uppá.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.7.2007 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.