Ekki prest, heldur lækni eða skipstjóra ...

Við skipstjórinnMorgunninn var afar annasamur. Mæting á skattstofu klukkan níu en þar er ekki opnað fyrr en hálftíma síðar. Ákvað að taka rúnt með innanbæjarstrætó, hoppa út hjá Skrúðgarðinum og kaupa latte. Mætt 9.31. Eftir þessa skattstofuheimsókn veit ég að ekki er mjög gáfulegt að ná sér í prest miðað við t.d. skipstjóra og lækna. Ansi margir forríkir eru fæddir snemma í júní, vona að Tvíburar séu æðislegir eiginmenn. Er hundleið á berklaveikum ljóðskáldum.

Fjölskyldufundur hjá Forresterunum í gær. Þar upplýsir Stefanía um fyrirhugaðan flutning sinn til Flórída þrátt fyrir mótmæli fjölskyldunnar. Bridget er byrjuð í læknisfræði ... og Thorne og Darla eiga barn sem ég vissi ekki. Stefanía sagði Eric að hún elskaði hann og kyssti hann bless. Fjölskyldan hefur miklar áhyggjur af giftingu Erics og Brooke.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Arnar

Mikið rosalega er ég fegin að þú skulir fylgjast svona vel með boldinu fyrir mig.

Elín Arnar, 31.7.2007 kl. 15:10

2 Smámynd: Ólöf Anna

Ólöf Anna , 31.7.2007 kl. 16:10

3 Smámynd: SigrúnSveitó

????brúðkaup Erics og Brooke???? Ég hélt hún vildi tengdason sinn???  Ég er lost.  Og Darla? Hvenær keyrir Doc yfir hana í fylleríi og drepur hana?? 

SigrúnSveitó, 31.7.2007 kl. 16:56

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvernig stendur á því að tíminn stendur í stað hjá Brooke, Ritz-kexinu, Thorne og Taylor en börnin þeirra þjóta upp eins og ofvaxnar gorkúlur og hlaða svo niður barnabörnum, botox liðinu til dýrðar? Gamla liðið eldist bara ekki neitt.

Jóna Á. Gísladóttir, 31.7.2007 kl. 19:40

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvurslag þreifandi

Þröstur Unnar, 31.7.2007 kl. 20:39

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Orð 1 vantar s í endinn.

Þröstur Unnar, 31.7.2007 kl. 20:40

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Brooke er farin hringinn aftur. Næst verður það líklega Thorne, það er svo langt síðan hún giftist honum. Að auki giftist hún Ridge líklega tvisvar eða þrisvar eftir að hún var gift pabba hans. Ég lagðist í smá heimildavinnu. Brooke fórnaði sér fyrir dóttur sína og ákvað að giftast ekki Nick þar sem Bridget, dóttir hennar, er ólétt eftir hann. Stefanía sá nú til þess að Bridget skildi við Nick og sagði henni allt um ástir móður hennar og Nicks. Jamm, þetta er nú meira liðið. Missti af þættinum í dag en það gerir örugglega ekkert til! 

Guðríður Haraldsdóttir, 31.7.2007 kl. 20:40

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Eru þau örugglega skilin? þhvað með Nick,fórnaði hann sér ekki líka?

Þröstur Unnar, 31.7.2007 kl. 20:43

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Veit ekki hvort þau eru skilin, Bridget er alla vega byrjuð í læknisfræði ... enginn klásus þar ... Nick vildi gefa sönnu ástinni (Brooke) séns en Brooke hafði áður stolið manni af dóttur sinni og þorði það ekki aftur! Hope litla er dóttir Deacons, fyrrv. manns Bridgetar, og Brooke. Ísland missti blessunarlega af þeim þáttum öllum þegar hoppað var fram um tvö ár eða svo. Tek það fram að ég byrjaði að skrifa um boldið vegna hvatningar illgjarnra bloggvina. Nú skipulegg ég líf mitt eftir þessum þáttum. Takk innilega fyrir. 

Guðríður Haraldsdóttir, 31.7.2007 kl. 20:51

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi þú ert krútt, og mátt alveg Bolda. Hef bara ekki minnstu glóru um hvað þið eruð að fjalladrapa.

Þröstur Unnar, 31.7.2007 kl. 21:03

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí þó!!!! Ekki varstu mætt til að njósna um hvað pólksi nágranni þinn hefur í tekjur??? Eðs skurðgröfuleynigæinn á sandinum? Þú skalt bara byrja með sparibauknum sem syngur...Í kolli mínum geymi ég gullið...tra la la

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 21:11

12 Smámynd: Gerða Kristjáns

Alltaf gott að fá Bold fix hjá þér

Gerða Kristjáns, 31.7.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 2313
  • Frá upphafi: 1461845

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1957
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Garðyrkja og útivera
  • Veðrið á miðvikudaginn
  • Há og grönn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband