Doktor Hás, ég meina Hanson, og sífiliseraðar sögur ritstjórans

Þrjú grömmEr þessi nýi læknadramaþáttur eitthvað sem House-aðdáendur geta sætt sig við, þessi þarna 3 lbs á SkjáEinum? Hélt fyrst að þetta væri áhugaverður megrunarþáttur (hahaha) en svo er ekki, heldur fjallar hann um bráðsnjallan, hrokafullan heilaskurðlækni, Doktor Hanson, sem lætur sig sjúklingana sjálfa engu skipta, heilinn er það sem mikilvægasta. Sá hluta af fyrsta þættinum ... og umfjöllun um þessa þætti í einhverju blaði þar sem kom fram að þeir hefðu verið slegnir af, ekki nægar milljónir sem horfðu. Við fáum þó átta þætti. Er þetta kannski of mikið House-vonnabí? Hvað segja Hásarar sem hafa séð nýja þáttinn?

Ritstjórinn minn fer á kostum hér á Moggablogginu og skrifar fremur dannaðar sögur af sjálfri sér sem tengjast skrautlegum viðskiptum hennar við hitt kynið. www.elinarnar.blog.is

P.s. Ég átti vissulega erindi á skattstofuna í morgun en það var ekki til að njósna um samborgara mína hér í Akranesborg eða finna mér ríkan karl, alls ekki. Berklaveik ljóðskáld eru alltaf síkúl!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Anna

Sá ekki þáttinn en ég veit að hann er ekki betri en House. Engin er meiri hroki en Dr. House og engin er klárari doksi en hann.

Ólöf Anna , 31.7.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Enginn er betri en Húslæknirinn minn......

....sá ekki þáttinn.... þarf þess ekki..... sumt veit maður

Hrönn Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 23:04

3 Smámynd: Ólöf Anna

Vá hljómaði eins og 12 ára grúpía í fyrra komenti.  Ég  house

#set upp kúlið# Ég meina þetta eru örugglega ágætir þættir þarna 3kg en sko ég persónulega finnst House sko betri

Fúff er farinn að sofa

Ólöf Anna , 31.7.2007 kl. 23:06

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... eða þrjú tonn eða eitthvað ... hahahahahha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.7.2007 kl. 23:20

5 Smámynd: Elín Arnar

Haha já ég hélt líka að þetta væri megrunarþáttur en sá svo að þetta var nákvæm  eftirlýking af House. Það er ekki einu sinni verið að leyna því. En ótrúlegt en satt þá var þátturinn bara nokkuð ágætur. :)  

Elín Arnar, 31.7.2007 kl. 23:22

6 identicon

Enginn toppar House, vil ekki sjá neinar eftirlíkingar.

Maja Solla (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 23:50

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Einmitt Gurrí mín, ég bíð rólegur eftir bónorðinu frá þér, jafnvel þótt sé sé ekki berklaveikt skáld, heldur "HAUSVEIKT" ljóðskald!

Fer að lesa hina "Djúsí" Ellí A!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.8.2007 kl. 00:04

8 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Gef

Brynja Hjaltadóttir, 1.8.2007 kl. 09:24

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Arg...gef ekki 8 þáttum séns og held ekki framhjá House...

Brynja Hjaltadóttir, 1.8.2007 kl. 09:25

10 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Sá hluta af fyrsta þætti. Góður skammtur af karlmannlegum hroka og allt í lagi í Húsleysinu. Allt er hey í harðindum:)

Inga Dagný Eydal, 1.8.2007 kl. 11:08

11 identicon

Ég horfði á þátt á einhverri stöðinni um daginn. Hann var líka lækna-eitthvað en þar var aðallæknirinn sjúskaður spilafíkill sem ekkert mátti vera að því að skera upp fólk. Er það kannski þessi sami þáttur? Ég er alveg hætt að hafa yfirsýn yfir allt þetta læknadrama sem flæðir frá Kananum á þessum síðustu og verstu  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 15:16

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég skil ekki af hverju íslensku sjónvarpsstöðvarnar eru að kaupa þætti sem þegar er hætt að framleiða. Ástæðan fyrir því að þættir hætta í framleiðslu eftir átta þætti er vanalega sú að þeir þykja leiðinlegir. Hvers vegna að kaupa þætti sem voru svo leiðinlegir að enginn horfði á þá. Á fólk ekki betra skilið?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.8.2007 kl. 17:52

13 identicon

Hvurs lags dramadrotting ert þú að vera að eltast við berklaveik ljóðskáld?  Tannlæknar ku hafa fínar tekjur og svo bankastjórar.  Mikið gáfulegra að vera að pæla í svoleiðis mönnum heldur en að ofsækja berklaveik ljóðskáld.

Sigga (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 663
  • Frá upphafi: 1506016

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 537
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband