Beiskjufullt launablogg

Misrétti ARGGGGGGGGHeilsuhraust og grunlaus um kvenleg áföll sem biðu hélt ég af stað út á stoppistöð og beið þar í brunagaddi sem yfirleitt er svona snemma á morgnana. Blái trefillinn var æði og kom sér vel. Sigþóra hélt á mér hita alla leiðina og hélt líka á mér upp súkkulaðibrekkuna ... segi svona.

Það var einstaklega gaman að mæta í vinnuna og sjá fullt af nýútkomnum tímaritum bíða mín. M.a. Tekjublað Mannlífs þar sem laun 2.500 Íslendinga eru tíunduð. Ég fylltist viðbjóðslegri forvitni, sem ég hélt að ég ætti ekki til, og kíkti á laun samstarfskarlmanna minna sem mátti finna þarna. Viti menn, ég, stjörnublaðamaðurinn með titil, er ekki hálfdrættingur á við stjörnublaðamanninn án titils, Eirík Jónsson, og fleiri fjölmiðlakarla. Hmmm, ég er fyrirvinna ef það skiptir máli og þar að auki þrælmontin af mér, eins og sannra Þingeyinga er siður. Held að stutt sé í að konur þessa lands biðji um launaviðtöl og láti heyra hressilega í sér. Mjög athyglisvert að sjá laun þeirra sem eru í umönnunarbransanum, algjörlega til skammar!!!

Mér hefur hingað til verið skítsama um hvort hægt sé að skoða skattskrár eða ekki ... en nú finnst mér þetta nauðsynlegt á meðan þetta misrétti viðgengst í launamálum. Það er ekki hægt að kenna konum endalaust um þetta. Ég fór sjálf á "gamalsaldri" og sótti mér meiri menntun og læt ekkert bjóða mér hvað sem er. Það er greinilega ekki nóg. Nú læt ég mér vaxa typpi og skegg. Ég á eftir að sakna ykkar, strákar!

Tekjur nokkurra ofurbloggara eru líka taldar upp, m.a. Sóleyjar Tómasdóttur, Önnu Kristjánsdóttur vélstýru, Dr. Gunna, Jennýjar Önnu, Jóns Vals (nú skilur maður beiskjuna) og fleiri ...

Í nýútkomnu, flottu Vikunni (mont, mont) eru viðtöl við nokkrar nektardansmeyjar, bæði sem eru í fullu starfi við þetta (150 þús á mánuði) og tvær sem eru hættar. Mikill munur er á sögum þeirra. Sjálf tók ég viðtal við konu sem missti foreldra sína, litla frænku, bestu vinkonu og fleiri í snjóflóðunum í Súðavík. Það var stórmerkilegt að heyra hversu handviss mamma hennar var um að hún væri að fara að deyja. Nokkrum vikum fyrir snjóflóðið fór hún að undirbúa dóttur sína með ýmislegt, m.a. að hún yrði að muna eftir spariskírteinunum sem hjónin áttu, að sonurinn ætti að fá ákveðið málverk og margt fleira! Það munaði mjög litlu að synir konunnar sem ég tók viðtal við gistu hjá ömmu og afa örlaganóttina. Þeir voru lagðir af stað þegar veðrið versnaði skyndilega og mamman kallaði í þá að koma heim. Þetta er svona gæsahúðarfrásögn ... og fullt af myndum með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

öhhh var ég nokkuð í blaðinu ?

Ragnheiður , 2.8.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hrossastelpan mín, ég sá þig ekki undir H-inu ... hehehehe

Anna, þú ert með hátt í hálfa milljón á mánuði, flott hjá þér!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2007 kl. 11:06

3 Smámynd: Birna Dís

Úff ég fékk alveg gæsahúð við að lesa um konuna á Súðavík - rosalega merkileg frásögn. Fannst samt mesta snilldin að smákökurnar hefðu verið vondar

Birna Dís , 2.8.2007 kl. 11:12

4 Smámynd: Ragnheiður

hehehe jæja ok, eins gott maður minn

Ragnheiður , 2.8.2007 kl. 11:12

5 Smámynd: Elín Arnar

Allir að kaupa blaðið!!! Svo við Gurrí getum pantað launaviðtal! 

Elín Arnar, 2.8.2007 kl. 11:27

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Birna Dís, ég held að þetta hafi verið einhvers konar amerísk jólakaka sem Hrafnhildur skrifaði niður í bók sem ættaruppskrift, já, mér fannst það snilld að þessi sorgarþrungna erfðaterta skyldi svo vera svona skelfilega vond, enda skellihló viðmælandi minn þegar hún sagði mér frá þessu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2007 kl. 11:29

7 identicon

Prófessor sem hélt fyrirlestur á ráðstefnunni sem ég var á í London um daginn setti fram þá hugmynd að allir sem færu í nám í öllum þessum fræðum sem snúast um peninga og viðskipti yrðu skikkaðir til að gera tvennt:

1) taka námskeið í siðfræði (þau fræði voru kennd hér áður fyrr í þessum fræðum en hefur víða verið fórnað)

2) byrja starfsferilinn eftir viðskiptanámið á því að taka meðfram starfinu þátt í einhvers konar líknar/sjálfboða starfi þar sem þeir kynnast því af eigin raun hvað sumir eru illa settir í samfélaginu og svo starfi stétta eins og kennara, félagsráðgjafa og annarra slíkra. Hann benti á að viðskiptajöfur sem kynnst hefði t.d. starfi kennara af eigin raun væri líklegri til að bera virðingu fyrir starfi þeirra og styðja launakröfur þeirra heldur en sá sem aldrei hefði kynnst öðru en viðskiptaheiminum.

Ég held að það sé mikið til í því að þeir sem stýra viðskiptalífinu séu jafnframt þeir sem geta haft mest áhrif á það hvort tekst að jafna launamun kynjanna og hækka laun þeirra sem vinna verðmæt störf fyrir þjóðfélagið hverra laun eru fáránlega lág. En þeir gera það ekki fyrr en þeir kunna að verðleggja þessi störf og til þess þurfa þeir að reyna á eigin skinni um hvað þau snúast. Mér fannst þetta alveg svakalega sniðug hugmynd hjá prófessornum og sé alveg fyrir mér litlu hvítflibbadrengina hópast í leikskólana og grunnskólana, félagsþjónustugeirann, bara svona til að nefna nokkur dæmi um starfsnámsvettvang handa þeim.

Bara svona smá hápólitísk hugleiðing í tilefni dagsins

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 11:46

8 identicon

Mér fannst athyglisvert að heyra á tal tveggja kvenna um daginn, þar sem þær sammældust um að erfiðast væri að semja um góð laun þar sem konur kæmu að stjórn. Eins og þær gætu ekki hugsað sér að aðrar konur hefðu jafnhá laun, eða hærri, en þær sjálfar. Konur stæðu þannig sjálfar í vegi fyrir framgangi hverrar annarar.

Eru konur kannski konum verstar, hvað þetta varðar?

Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 12:22

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nei, það held ég ekki. Það er oft reynt að sundra hópum á þennan hátt, egna konur upp gegn konum, og þannig er hægt að halda okkur niðri. Þetta er alla vega ein leiðin. Það eru til vondar konur, vondir karlar, góðar konur og góðir karlar. Allt þjóðfélagið þarf að breytast og bæði karlar og konur vinna að jafnrétti, þetta skiptir okkur öll máli!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2007 kl. 12:51

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvern andskotann er ég auminginn að gera í þessu blaði með minn strætópening?  Ha? Ég vil láta innsiglaþessar upplýsingar, strax!  (Slefandi reiðikall).

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 12:55

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna Ólafs, merkilegt sem þú hefur fram að færa.  En það er svo sem ekkert nýtt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 12:56

12 identicon

Hæ elsku Gurrí mín, í beinum tengslum við umræðuna hér... ég var að lesa Blaðið í gær,  sæta frétt um fiskibúð, þar sem eigendurnir  hafa verið rosalega dugleg að gera allt sjálf, hann er nafngreindur nokkrum sinnum en hún er alltaf kölluð "eiginkonan".  Er þetta í alvörunni að gerast enn í dag, og það er kona sem skrifar greinina.  Kannski er þetta af því að "eiginkonan" er asísk? 

En heyrðu Stefán dó, eftir Mosó-ferðina, enda ekki vanur að ferðast svona langt svo ég er komin á nýjan sem H.K. kallar hella flostblál. :-) 

Knús!    Þín Litla Ljót

Helga (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 13:04

13 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Í guðanna bænum ekki láta þér vaxa typpi. Það er nóg af karlrembunum fyrir.

En þú kemur með góða punkta varðandi birtingu launa.

Ólafur Þórðarson, 2.8.2007 kl. 13:04

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jenný mín, þú ert ofurbloggari og því þurfum við að vita launin þín, ég er grútspæld að hafa ekki sett sjálfa mig á þennan lista, hefði getað það.

Helga, þessi fræga ferð í Mosó ... ég sagði þér aldrei frá ´því en ég þurfti að bíða í rúman klukkutíma eftir vagninum! Skil alveg að Stefán bíll hafi látist af samúð með mér ... Herra Frostblár ... æææ, sætt. Knúsaðu börnin, sæta systa!

Nei, veffari, ég er sko hætt við að verða karl til að fá hærri laun, það var bara sagt í hita augnabliksins, ég ætla aftur á móti að láta mér vaxa vöðva. Múahahahahahaha! Svo skal kýlt og barið í borð!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2007 kl. 13:41

15 Smámynd: Þröstur Unnar

Bara einn karl sem tjáir sig hér?

Strákar common, standa saman!

Þröstur Unnar, 2.8.2007 kl. 16:08

16 identicon

Hellú!

Ætlaði bara að skilja eftir kvitt fyrir innlitið.

Ég hef tekið eftir að þú ert sjúk í góða og skemmtilega linka eins og ég...

Ég ætla að gefa þér einn link í tilefni dagsins... Þetta er pjúra snilld og ég er húkkt á þessu, en þú getur hlustað á tónlist eftir hvernig skapi þú ert í og svo er fullt af gæðatónlist þarna!! En jæja, það er erfitt að lýsa þessu, maður verður að sjá og prófa sjálfur

http://www.musicovery.com/

 Ta ta kæra frænka og njóttu þín um helgina!

Hædí frænka (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 16:30

17 Smámynd: Rebbý

mikið er ég farin að hlakka til að lesa Vikuna á leiðinni út, tek ekki með mér Tekjublaðið - allt of mikið af tölum þar, gæti haldið að ég væri í vinnunni

Rebbý, 2.8.2007 kl. 18:34

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vona að þú skemmtir þér vel yfir blaðinu, Rebbý mín, það er þykkt og flott. Góða ferð út! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2007 kl. 18:38

19 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ertu ekki til í að peista þessar tekjuskrár hérna inn fyrir mig? ..... svo ansi langt í að ég geti litið á þetta ;)

Hvað er Jenný með í laun? ...... hehehehehe

Koma svo ......

Eva Þorsteinsdóttir, 2.8.2007 kl. 18:47

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Móðga ég ekki bloggvinina með því? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2007 kl. 18:52

21 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ha? Tala við mig?

Eva Þorsteinsdóttir, 2.8.2007 kl. 19:05

22 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheheh, jú, jú, ég skal skrifa þetta upp, fólk getur hvort eð er séð þetta í næstu sjoppu eða skattstofu. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2007 kl. 19:07

23 Smámynd: Fjóla Æ.

Sonur minn kom með kenningu á launamun karla og kvenna um daginn. Spurningin er hvort að þessi kenning hans sé rétt.  Kenningin er svona:

Núna undanfarið hefur verið umræða í þjóðfélaginu um hinn óútskýrða launamun karla og kvenna. Þessi umræða hefur einnig átt sér stað við kvöldmatarborðið á mínu heimili og hafa karlmenn heimilisins fundið hina einu réttu og sönnu skýringu á þessum launamun. Umræðan byrjaði á því að Guðjón prumpaði frekar hátt og mikið og fylgdi því síðan eftir með háværu ropi. Ég setti eitthvað ofan í við hann og sagði að þetta væri ekki viðeigandi við matarborðið. Hann sagði að þetta hefði alveg verið óvart en hélt síðan áfram búkhljóðum sem mest hann mátti og talaði um að þetta væri alveg ósjálfrátt og væri eitthvað sem karlmenn gerðu. Hann hefur nefnilega talað um að konur hvorki prumpi né ropi og að þær kunni það hreinlega ekki. Ætli þetta sé ekki skýringin á þessum launamun kynjanna sem alltaf er verið að tala um, segir hann síðan allt í einu upp úr eins manns hljóði. Ha, hvað? sögðum við hin við borðið því við vorum að ræða allt aðra hluti sem hann tók ekki þátt í. Sko þetta með að karlar prumpa og ropa en konur ekki, svarar drengurinn ætli það sé ekki þess vegna sem konur fá lægri laun en karlar. Ég held það bara, sagði hann svo að lokum afar spekingslegur á svip afar sáttur við að hafa fundið lausn á þessu vandamáli þjóðfélagsins. Þannig að samkvæmt þessari kenningu drengsins þá ættum við konur að fara að ropa og reka við af öllum kröftum á almannafæri og hrópa "ég vil launahækkun" um leið, í staðinn fyrir að biðjast afsökunar, þá ættum við að standa körlum framar á launasviði von bráðar og málið leyst. 

Fjóla Æ., 3.8.2007 kl. 14:08

24 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hver veit nema eitthvað sé til í þessu hjá stráksa! Góð tilgáta. Best að æfa sig ... fyrir framan kettina.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband