Ofsóknir talna

Number 23Einhverra hluta hvarf ónotatilfinningin við góðan svefn ... í stofusófanum yfir myndinni The Number 23. Ég sem er nörd í sambandi við tölur, eiginlega alveg vitlaus í tölur og rústaði bekkjarbræðrum mínum í algebru í landsprófi um árið, eins og ég hef oft montað mig af. Ég geng næstum því svo langt að leggja saman bílnúmer til að fá þversummuna. Þar sem ég á mér líf, sit ekki oft föst í umferð og er líka með lesefni á mér þarf ég yfirleitt ekki að taka til svona ráðstafana til að létta mér lund. Spurning hvort maður nenni að horfa á myndina aftur. Meiri vitleysingurinn að fá eina tölu á heilann, eins og Jim Carrey.

Þegar talan 6 elti mig þá lét ég ekki svona. Það kom 6 út úr símanúmerinu mínu (áður en 55 bættist fyrir framan það), það gerðist bókstaflega ALLT árið 1986, ný vinna, fullt af nýjum vinum, stóra ástin (só far) kom til sögunnar, ég átti líka heima á ýmsum stöðum þar sem talan 6 kom við sögu (þversumman), Rauðalæk 33, Æsufell 6, Asparfell 6, Skeljanes 6, Laugavegi 132, Hringbraut 78 o.fl. Sumir vinnustaðir með húsnúmer í stíl við þetta, Suðurlandsbraut 24, Hávallagata 24 o.fl. Fattaði þetta þegar það kom mér einhvern veginn ekkert á óvart að fá skáp númer 6 á Rás 2. Þá fór ég að kíkja betur á þetta! Bankinn minn er nr. 0303 ... þversumma bankareikningsins er líka 6 ...

ÉArggggggg tók viðtal við spákonu fyrir tveimur árum og hún talaði mikið um tölur. Ég sagði henni að sexan hefði elt mig í mörg ár en það væri eitthvað að breytast, nú kæmi t.d. 5 út úr húsnúmeri mínu á nýja staðnum sem ég færi að flytja inn í (himnaríki). „Sjúkk,“ sagði spákonan, „gott að þú ert að losna við þessa tölu, fimman er betri!“ Svo fór ég að hugsa í morgun, ókei, 41 gefur útkomuna fimm  ... en líka talan 23! The Number 23! NEEEEEIIIIIIIII!

Hmmm, þessi hryllingsgæsahúðarfærsla var í boði Guðríðar sem ætlar í strætó í bæinn kl. 9.41, fara í Kaffitár á Bankastræti í sjúklegan latte og taka síðan rútuna til Selfoss kl. 12.30 frá BSÍ. Hilda sækir mig þangað. Fínasta áætlun. Út úr 9.41 og 12.30 kemur talan 20, styttist í 2. Sjúkk! 

Bið ykkur vel að lifa og fara varlega á meðan ég bregð mér af bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er með þessa mynd hér og hef ekki þorað að horfa á hana ein í einveru minni.  Njóttu daganna í Ævintýralandinu og bloggaðu endilega þaðan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2007 kl. 09:31

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

'Ég fæ bara hroll í mig hafðu það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.8.2007 kl. 09:57

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skemmtileg pæling! Ég geri þetta stundum líka

Hrönn Sigurðardóttir, 4.8.2007 kl. 10:22

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú ert rugluð

Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 10:36

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Furðulegt að þú skildir skrifa um þetta... hef verið að íhuga um það hvort ég ætti að skrifa um tölurnar sem elta mig. 263 eru tölur sem hafa elt mig í mörg ár.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.8.2007 kl. 12:03

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú ert svoddan æði, Gurrí. Góða ferð í sumarbúðirnar. Njóttu alls.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.8.2007 kl. 12:14

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo ertu auðvitað mjög 6-y   

Ágúst H Bjarnason, 4.8.2007 kl. 12:45

8 identicon

Fyndið, ég er líka oft að leggja saman tölurnar í bílnúmerunum, reyni alltaf að fá heila tölu eða tug.

Maja Solla (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 20:22

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Maja Solla, þetta er gáfumerki, held ég! Við hefðum átt að verða kjarneðlisfræðingar!

Helena, ekki láta þig dreyma að sjá þessa mynd ... hehehehehe, sofnaði yfir henni, segir meira um þreytustigið á mér en myndina sjálfa, ætla að gefa henni séns, Davíð frændi segir að hún sé frábær. Er 18 ára strák treystandi í kvikmyndagagnrýni, svona alvörunni.

Ágúst ... nú er ég að verða svo Fimmí ... vinnustaðurinn minn er númer fimm, eins og þversumma heimilisins ... Held að það sé ekki slæmt að vera 5-í ... hehehhe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.8.2007 kl. 20:51

10 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ógeðslega fyndið Gurrí mín, ég var að horfa á myndina í gærkveldi, hef alltaf haft mikinn áhuga á tölum sjálf, trúi því að stærðfræði sé tungumál veraldarinnar, common, sástu Contact með Jodi Foster???

Mér fannst myndin mjög áhugaverð, Tim sofnaði yfir henni, hann reynir alltaf að fá mig til þess að horfa á scary movies, þegar við loksins horfum á þær, þá sofnar hann... Allaveganna, ég trúi þessu alveg, að númer geta tekið yfir fólk, hef að vísu ekki tekið eftir að eitthvað eitt númer hafi elt mig, en mörg heimilisföngin mín byrjuðu á S-i, soldið fyndið...

Gurrí mín, þú ert frábær sem 5-í eða 6-í, skiptir ekki máli, þú ert svo æðisleg...

By the way, kláraði bókina þína á nokkrum klukkutímum, mjög góð, til hamingju með árangurinn

Bertha Sigmundsdóttir, 4.8.2007 kl. 23:36

11 identicon

Ég ætla að kíkja á þessa mynd sem fyrst... Get ég verið ein heima að horfa á hana?

Maja Solla (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 09:07

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er ekki búin að sjá hana alla. H'un varð skerí um svipað leyti og ég sofnaði!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.8.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband