Góðvild, svik, kvíði og sögur úr stigaganginum ...

Elsku strætó beið í nokkrar mínútur eftir mér í Mosó á meðan ég flaug þangað í loftinu á leigubíl. Hafði hringt í stjórnstöð Strætó og sagst kannski verða pínkuoggu sein en bjóst samt ekki við því. Leigubíllinn lenti víst á rauðu á öllum umferðarljósunum á leiðinni úr Breiðholti til mín. Bílstýran mín ók á löglegum hraða en kom mér samt á mettíma á staðinn. Óvenjulítil umferð undir fimm á föstudegi um verslunarmannahelgi.

simpsons_familyÞað hefur verið einhver ónotatilfinning í mér í allan dag. Held hreinlega að ég hafi fundið á mér að peran í loftljósinu inni á baði myndi springa áðan. Þetta gæti líka hafa verið fyrir því að mistök hjá Stöð 2 urðu þegar átti að endursýna 400. Simpsons-þáttinn og nú með ensku tali. Það var svikið. Þetta sjónvarpsefni hreinlega deyr á íslensku, finnst mér. Ekki heldur gaman að staðfæra þessa þætti, frekar en þegar þýðendur bóka troða einhverju úr íslensku samfélagi inn í erlendar skáldsögur. Oftar en ekki úreldist það á örfáum árum. Svona eins og að endurlesa þýdda spennubók eftir John Grisham þar sem söguhetjan væri að horfa á 70 mínútur með Simma og Jóa. Mögulega fann ég líka á mér að Stöð 2 endursýndi í milljónasta skipti Friends á præmtæm á föstudegi. Já, það er greinilega svona að vera næmur.

Sögur úr stigaganginum: Stefanía gerði sér grein fyrir því að líklega væri hún stærsti eigandi Forrester-tískuhússins og það hlakkar í kerlu. Nú hefur hún mögulega vald til að reka óvin sinn, Brooke framkvæmdastjóra FT, sem er nýgift Eric, fyrrum manni hennar, til að reyna að gleyma Nick, tengdasyni sínum, sem hefur gert Bridget, dóttur hennar, ófríska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

HaHa Gurri já þetta er að verða svolítið spennó sambandi við boldið

Kristín Katla Árnadóttir, 3.8.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Nennriðu ekki að blogga Simpson líka?

Þröstur Unnar, 3.8.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bloggaður Harry Potter, segi svona.  Rosalega ertu næm kona,á ekki að fara að spá?

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 21:39

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ef þessir hæfileikar fara vaxandi ætti ég að geta sagt fyrir um ýmislegt ... eldgos í Vatnajökli, alla vega jarðhræringar þarna í Typpingsfjöllum eða hvað þetta heitir ... uuuu, afmælispartí eftir 9 daga ... uuuuu ... ekki koma mér af stað, krakkar mínir.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 21:48

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ætlaði einmitt að fara að spyrja frétta af Bold-inu..Giftist Brooke í alvörunni Eric aftur? HVURSLAGS ER ÞETTA?? HVER SKRIFAR ÞESSA ÞÆTTI?

Brynja Hjaltadóttir, 3.8.2007 kl. 22:59

6 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Æ bara hér til að kvitta fyrir lestur :) ... Ótrúlegt hvað þú getur alltaf framleitt mikið af skemmtilegu bloggi, þetta er bara eins og vera áskrifandi af öllum landsins tímaritum að rekast hér inn  ...

Hólmgeir Karlsson, 4.8.2007 kl. 00:20

7 Smámynd: Gúrúinn

Vér fjölmiðlarnir verðum vör við andlát hinna minnstu ljósa, sérstaklega ef þau eru okkur nálæg. Annars var umferðin til Reykjavíkur með mesta móti uppúr kl 16 og hver annar föstudagur eftir kl 17. Ég er kannski á öðru vikubelti...

Gúrúinn, 4.8.2007 kl. 01:02

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehehhe, gúrú, andlát hinna minnstu ljósa, góður!!! Það var ekki brjáluð umferð á Vesturlandsveginum frá Rvík upp úr hálffimm í gær, kom mér mjög á óvart, nema fólk sé að læra að halda sig hægra megin ef það ekur hægar en aðrir. 

Guðríður Haraldsdóttir, 4.8.2007 kl. 08:04

9 Smámynd: Gunna-Polly

og engin Amber?

Gunna-Polly, 4.8.2007 kl. 09:13

10 Smámynd: Birna Dís

Þessi Bold blogg eru alveg að bjarga mér -er búin að vera alveg týnd í hálft ár þar sem ég hef ekkert getað horft. Nú fær maður að minnsta kosti fréttir af Forrester-fjölskyldunni. Fer að komast í andlegt jafnvægi aftur

Birna Dís , 4.8.2007 kl. 13:56

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gott, gott. Ég mun halda áfram þessarri sjálfskipuðu fórn fyrir framan sjónva ..., nei, ég meina fylgjast með njósnamyndavélunum úr næsta stigagangi, ekki málið!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 4.8.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 191
  • Sl. sólarhring: 369
  • Sl. viku: 1907
  • Frá upphafi: 1454487

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 1604
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 162

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband