Leynivinavika

Hér í sumarbúðunum er leynivinavika hjá starfsfólkinu. Ég fríkaði út í Heilsuhúsinu á Selfossi í gær á meðan ég beið eftir því að verða sótt og keypti dýrindisgjafir handa leynivinkonu minni. Hef sjálf fengið minnisbók, afþurrkunarklút og gló-stiku! Klúturinn er víst algjör dásemd, þrífur af sjálfu sér, skilst mér. Litla sæta minnisbókin er flott í strætó, gló-stikan ef ég týnist uppi á fjalli og þarf að láta björgunarsveitina finna mig og klúturinn, jamm, kemur sér alltaf vel að eiga svona örtrefjaklút.
Við Hilda leggjum í hann héðan upp úr tvö og stefnan er að fara heim á Skaga með Ingu og keyra Hvalfjörðinn svona einu sinni, annars bara strætó. Hef þó ekki náð í Ingu, hún er kannski búin að gleyma þessu og er á rassgatinu úti í Eyjum, það væri nú eftir öllu. Það er nóg að gera hér, þori ei að blogga meira, þrælahaldarinn hefur hvesst á mig augum. Klaga síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Það hlýtur að vera gott að sofna á kvöldin, eftir svona gefandi vinnu.

Þröstur Unnar, 5.8.2007 kl. 15:20

2 Smámynd: Elín Arnar

þú mátt nú ekki þræla þér út í fríinu Gurrí mín :) treysti á að þú komir úthvíld til baka ;)

Elín Arnar, 5.8.2007 kl. 15:59

3 identicon

Bíð spennt eftir klaginu  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 16:08

4 Smámynd: www.zordis.com

Engu líkara en þú sért komin í þrælabúðir!  Það er nottl. nauðsynlegt að eiga góðan afþurrkunarklút, þegar þörfin hellist yfir konu.  Verslunnarmannahelgarkremjjjj!

www.zordis.com, 5.8.2007 kl. 16:12

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst nú leynivinurinn frekar ódýr á því sonna () þegar sumir setja sig á höfuð í Heilsubúðinni.  Hm.. gott að þú ert ánægð með glóstikuna.  Nauðsynlegt verkfæri á fjöllum og við malbikunarframkvæmdir.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 18:09

6 Smámynd: Ólöf Anna

spurning um að setja glóstikuna ekki í gluggan  í himnaríki gætir vilt um fyrir skipunum. Ja nema þig langi í heila áhöfn heim í stofu

Það var einu sinni svona leynivinaleikur í vinnunni minni (gömlu) þá beið mín gjöf og falleg skilaboð á hverjum degi. Það var góð vika.

Ólöf Anna , 5.8.2007 kl. 18:17

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eru þetta fangabúðir sem þú hefur villst í Gurrí?

Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 18:42

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heyrðu ég reiknaði þig út svona 1+2+0+8+1+9+5+7 = 33= 6  viltu fá minn lestur á þesssari tölu, get emlað það.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 18:57

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, Ásdís, við Madonna erum fæddar 1958!!! Líka Michael Jackson, öll í ágúst!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.8.2007 kl. 19:05

10 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Passaðu þig nú á þrælahaldaranum, og passaðu þig nú á að fá kannski smá frí í fríinu... Gleðilega Verslunarmannahelgi, kossar og knús til þín

Bertha Sigmundsdóttir, 5.8.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 685
  • Frá upphafi: 1505976

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 552
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband