Tertuáletrun, horfinn leisígörlstóll og eldrauður ástareldur

Terta SigurjónuFáránlega mikil umferð á leiðinni frá Hellu í dag, hélt að morgundagurinn ætti að vera martröðin mikla á vegunum. Kom við í Eden og keypti Ástareld, minn guli er orðinn frekar druslulegur, og vinunum hefur fækkað í takt við það. Nú ákvað ég að breyta til og fá mér eldrauðan Ástareld þótt hættulegt sé upp á piparmeydóminn.

Held að Katrín Snæhólm hafi haft rétt fyrir sér í sambandi við leisígörl ... enginn nýr stóll er kominn í stað þess gallaða, það er mjög dularfullt. Nú situr einhver lesandi bloggsins ofsaglaður og svolítið skakkur í stólnum mínum, alveg eins og Katrín spáði.

HvalfjörðurVið Inga ókum Hvalfjörðinn á leið á Skagann og það var skemmtileg tilbreyting, myndi samt ekki nenna að gera það á hverjum degi. Tíkin Fjara sat vælandi aftur í. Henni finnst sveitin æði og dýr svo spennandi, af og til sá hún nefnilega hesta og kindur. Hún vælir líka svona þegar hún sér konur með töskur. Hún kom upp í himnaríki í smástund og Tommi finnur á sér hvað hún er meinlaus og óttast hana ekki en Kubbur sat titrandi uppi á fataskáp í herberginu mínu.

Get nú svo sem ekki klagað Hildu fyrir mikið þrælahald ... ég hjálpaði til seinnipartinn í gær og í allt gærkvöld og þess á milli tróð Sigurjóna, matráðskona og gömul skólasystir úr Austurbæjarskóla, í mig klikkaðislega góðum mat. Hún kallaði meira að segja þegar við Hilda vorum að fara í dag: „Viljið þið ekki tertusneið áður en þið leggið af stað?“ Ekki séns að neita svo góðu boði.

Þarf að panta marsipantertuna fyrir afmælið á morgun. Vantar góða áletrun á hana, hefur einhver hugmynd? Búin að nota t.d.:

  DOFRI HVANNBERG – 10. ÁGÚST
TIL HAMINGJU MEÐ FYRSTA FALLHLÍFARSTÖKKIÐ

Man að ég fékk hana mjög ódýrt í bakaríinu ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég er greinilega ekki alveg með á nótunum. ertu að meina að þú þurfir að panta tertu fyrir afmæli sem er á morgun eða þarftu að panta tertu á morgun fyrir afmælið þitt?

Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

úfff sorry stelpa, klikkaði á þessu þá ertu bara 7 flott tala. Geggjuð terta, er í aðhaldi svo ég má bara horfa. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 19:51

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Afmælið er eftir viku og bakarar vilja fá góðan fyrirvara, auðvitað get ég ekki pantað fyrr en á þriðjudaginn, fattaði ekki hvaða dagur er í dag ... Það verður fullt af megrandi tertum í afmælinu ... bý svo hátt uppi að kaloríurnar flysjast af fólki þegar það hoppar upp og niður stigana! Sver það. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.8.2007 kl. 19:53

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er tóm, algjörlega hugmyndasnauð og gáfum mínum og frjósemi hugans við brugðið.  Þar sem ég hef bloggað um fitu eða skort á henni, þú um kaloríur og tertur þá dettur mér helst í hug að á tertuskömminni mætti standa; "eruð þið að segja að ég sé feit, svínin ykkar?"  Nefndin.

Smjúts og velkomin heim.  Vona að stóllinn skili sér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 20:09

5 Smámynd: Helgi Már Barðason

Ég uppgötvaði ekki almennilega hvað Hvalfjörðurinn er fallegur fyrr en göngin komu og umferðin hvarf. Fer hann alltof sjaldan, því miður.

Helgi Már Barðason, 5.8.2007 kl. 20:10

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Hmmm,,,, þar sem undirritaður er nú með prófskírteini uppá að vera Brauða og Kökugerðarmaður, þá er freistingin um kökuskriftina mikil, en getur ekki hugsað sér að Reykvíkingar gúffi í sig kökunni að honum fjarverandi, og segir ekki boffs um kökuskriftir.

Súmí......stolið.

Þröstur Unnar, 5.8.2007 kl. 20:15

7 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég keyrði Hvalfjörðinn um daginn og þvílík dýrð. Ég var líka á leiðinni á Hvolsvöll í dag og skíthrædd í allri brjáluðu umferðinni. Hvað er að gerast með fólkið á skerinu? Allir úti að aka...í einu?

Brynja Hjaltadóttir, 5.8.2007 kl. 22:48

8 Smámynd: Ólöf Anna

haha þú ert æði. En hvað með mynd af bloggsíðunni þinni eða feik (eða ekki) forsíða af vikunni. Er dáldið flott að láta prenta myndir á marsipan.

Ólöf Anna , 6.8.2007 kl. 00:00

9 identicon

"Sígaretturnar vega upp á móti rjómanum"

"Ég hefði notað kerti en Slökkvilið Akraness kom í veg fyrir það"

"Bara nokkur ár í viðbót og ég fæ frítt í strætó"

"Borðið sparlega, þarf að lifa af restunum"

"Ódýrara bakkelsi frá Salmon & Ellu"

"Þrautagangan styttist óðum"

"Aldagömul uppskrift, ekki mikið ynra afmælisbarn"

"Elsku Geiri, til hamingju með endurnýjunina á leyfinu"

"Sýnishorn, ekki hæft til átu"

Dóli Flændi (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 02:06

10 Smámynd: Ólöf Anna

Vinsamlegast snertið ekki

Ólöf Anna , 6.8.2007 kl. 02:35

11 Smámynd: Rebbý

uppastunga 11 er flott :o) oruggt mal ad eiga nog afgang fyrir thig daginn eftir

kv fra Austurbaejarskaeling

Rebbý, 6.8.2007 kl. 08:46

12 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Hvernig væri að nota annað tungumál t.d.: "Ti amo. Tutte giorni e notte."  Ég sá þetta graffiti á Ítalíu um daginn og fannst voða sætt. :-)

Soldið væmið en sætt að gera svona graffiti á fjölförnum þjóðvegi.....

Guðrún Eggertsdóttir, 6.8.2007 kl. 12:39

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

flott að umferðin var í gær, ég rúllaði þetta heim í kvöld á 80-90, nó prob.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.8.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 674
  • Frá upphafi: 1505965

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 543
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband