Matarblogg með meiru

ÞorskurinnRabarbarapæ með ísNú er komið að langþráðu matarbloggi ... Hulda, gömul vinkona af Skaganum, hringdi í mig með kortersfyrirvara og bauð mér í mat, afar góðan þorskrétt. Ég rauk af stað og á móts við Einarsbúð mættumst við en hún hafði þá ákveðið að fara á bílnum á móti mér, enda maturinn tilbúinn.

Minnir að Hulda hafi sagst hafa sett soðin hrísgrjón (einn poka) neðst í eldfast mót, saltað vel, raðað þorskflökum ofan á, kryddað með aromat og hvítlaukssalti. Hún skar niður sveppi og 2-3 litlar paprikur og stráði yfir. Bræddi saman einn sveppaost og hálfan piparost í rjóma og hellti yfir. Bakaði svo í ofni. Hljómar vel en bragðaðist enn betur. Ferskt salat og hvítlauksbrauð með. Í eftirmat var síðan þetta líka góða rabarbarapæ með ís.

Gamla húsið mittTók myndir af matnum og líka út um eldhúsgluggann hjá henni en gamla, ástkæra húsið mitt sést vel þaðan, húsið sem ég bjó í þegar ég sat inni saklaus ... í hjónabandi, 1978-1982. Gamla græna Grundin mín er orðin blá ... og appelsínugul, sýndist mér.  Mér finnst að þetta hús eigi að vera rautt!

Tveimur árum eftir að ég flutti frá Skaganum í annað sinn gerði vitlaust veður. Suðvestanátt og stórstreymt ... ávísun á stórslys, spyrjið bara BYKO-fólk í Vesturbænum! Nú, öldurnar gengu á land og yfir gamla húsið mitt og kjallarinn fylltist af sjó! Þá voru settir varnargarðar úr stórgrýti. Það kom mikið grjót og þari upp á lóð til Huldu líka ... hrikalega spennandi!!! Hulda lofaði að hringja í mig og bjóða mér í heimsókn næst þegar svona nokkuð gerist! Þá er að tíma að fara frá sjónum fyrir neðan hjá mér. Hulda býr norðanmegin á Skaganum og hefur Snæfellsjökul fyrir augunum á meðan ég sé "bara" höfuðborgarsvæðið, Suðurnesin, Leifsstöð og stundum Ameríku í góðu skyggni ...

Sigþóra með TommaHulda kíkti í smáheimsókn í himnaríki á eftir og Sigþóra kom nokkrum mínútum seinna. Ég hafði keypt götumál (pappamál undir kaffi) sem hún var að færa mér en hún vinnur hjá Rekstrarvörum þar sem þessi glös fást.

Nú get ég tekið latte með mér í strætó á morgnana! Tommi réðst á Sigþóru í miklum knúshug og tældi hana til að klappa sér.  Sá verður kelinn í afmælinu, búið ykkur bara undir það, þið sem gerið mér þann heiður að mæta á sunnudaginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Arnar

Namm þetta lítur vel út :)

Elín Arnar, 6.8.2007 kl. 22:17

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rabbarbarapæ? Hljómar hrikalega gott...... Áttu uppskrift af því?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég skal bara redda því, darling!!! Það bragðaðist einstaklega vel!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 22:36

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fyrsta sem mér datt í hug líka.  Uppskrift af pæjinu frá þér lazygörl.  Flott hús, verst að þú átt það ekki lengur, fjör og svona þegar náttúruhamfarirnar geysa.  Það er fallegt á Skipaskaga (heillaðurafnáttúrufegurðkall)

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 22:45

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég er svangur. Meilime pie please.

Þröstur Unnar, 6.8.2007 kl. 22:55

6 Smámynd: Hugarfluga

Alltaf notalegt og heimilislegt að sækja bloggið þitt heim, Gurrí. Elska matarblogg ... mí lækí lækí.

Hugarfluga, 6.8.2007 kl. 23:01

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Þú ert bara svo frábær. Hef ekkert meir um það að segja en það væri girnilegt að fá uppskrift af þessu pæi, finn alveg lyktina af því í gegnum hátalarann .

Fjóla Æ., 6.8.2007 kl. 23:27

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fiskiréttur með þorsk, það freistar mín sko, held bara að ég prófi þetta.  Fallegir litlu gullmolarnir hérna í blogginu á undan. Kær kveðja á Skagann og farðu varlega í strætó.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 23:46

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér finnst þorskur núorðið betri en ýsa. Hendi svo inn rabarbarapæinu á morgun.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 23:50

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þessi fiskréttur verður sko eldaður í vikunni á þessu heimili

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 23:53

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ahh, sunnudaginn, ég er með lyklavöld á fyrsta degi á Suzukinámskeiði í Habbnarfirði, en ég held það sé búið klukkan 5 þannig að ég get mætt um kvöldið, nema ef annað kemur í ljós. Stebbni á það... :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 7.8.2007 kl. 00:35

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2007 kl. 00:56

13 identicon

Mikið rosalega eru þetta áhrifaríkar myndir - ég slefa yfir þeim!! (sko, matarmyndunum!! - slefa ekki yfir hinum, en þær eru flottar líka! )

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 02:30

14 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Bíddu, notarðu pappamál undir kaffið í strætó. Áttu ekki svona almennilega kaffikrús með loki eins og allir eiga hér vestra? Ég á eina úr plasti og eina úr ryðfríu stáli. Þetta er alveg bráðnauðsynlegur andskoti.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.8.2007 kl. 06:25

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta lítur vel út.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.8.2007 kl. 09:54

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Veit, Kristín, hitt er umhverfisvænna. Hef lent í að gleyma götumálinu í vinnunni og það súrnar og verður ógeð ... eyðilagði það svo með því að setja það í uppþvottavélina ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2007 kl. 11:27

17 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hreint æðislega freistandi matur. Fáum við ekki örugglega svona rababarapæ í afmælinu þínu?

Steingerður Steinarsdóttir, 7.8.2007 kl. 15:39

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góð hugmynd ... ég þarf að hringja í Huldu á eftir til að fá uppskriftina, hún á rabarbara, kannski ég plati hana til að koma með tvær, hún á nokkrar inni í frysti, múahahhahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2007 kl. 15:44

19 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Gurrý, hvar stendur þetta líka ljómandi falga hús á Skaganum; þó ekki við Presthúsabrautina; þeirri merkilegu götu sem á fá sína líka.

Forvitna blaðakonan, 10.8.2007 kl. 00:07

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Við Vesturgötuna, svona c.a. fyrir miðju ... ekkert rosalega langt frá Presthúsabraut.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.8.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 675
  • Frá upphafi: 1505966

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 544
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband