7.8.2007 | 19:16
Leisígörl-taka 2 og vandræðalegt Neyðarlínusímtal
Leisígörl, stóll 2, er mættur í hús. Mér tókst með hjálp skæra og fótatramps að ná honum úr kassanum og reyndi síðan árangurslaust að koma bakinu ofan í stólinn. Það heyrðist klikk öðrum megin en ekkert gengur hinum megin. Af hverju þarf Inga að búa í Reykjavík þegar ég þarf á henni að halda? Henni gekk þetta svo vel þrátt fyrir að stóll 1 væri gallaður, ja, það tók svona korter og blóð, svita og tár. Er ekki alveg komin að B,S og T en korterið er líklega komið. Svo verður það þrautin þyngri að losna við pappadraslið utan af stólnum.
Allt svona stórt er ekki mjög velkomið til mín, nema fólk sé eða húsgögn. Einu sinni fékk ég dásamlega afmælisgjöf í risastórum trékassa; litla mynd og lítinn hamar. Það tók mig svo marga mánuði að losna við kassadjöfulinn að ég var að tryllast. Gladdist ógurlega þegar erfðaprinsinn, átta ára, ákvað að byggja trékofa með Vésteini, vini sínum, og rúllaði kassaandskotanum niður í Hólatorg, þar sem Vésteinn bjó en við erfðaprins bjuggum þá á Hávallagötunni. Nú, eitthvað sinnaðist vinunum og erfðaprinsinn rúllaði kassahelvítinu aftur heim áður en trékofinn varð að veruleika. Man ekki hvort ég svaf hjá öskukörlunum eða hvað ég gerði fyrir rest til að losna við kvikindið.
Mamma sagði rétt eftir flutningana í himnaríki, þegar hatur mitt á kössum var í hámarki, að snjallt væri að bleyta þá í baðkerinu og þá yrðu þetta bara þægilegar kúlur sem hægt væri að fleygja. Mjög stutt er í að húsfélagið mitt kaupi græna tunnu, plís, tunna, komdu á morgun!
Gafst upp á því að bíða eftir Stöð 2, enda urðu lögin slakari eftir því sem leið á, beið í rúmt korter í símanum. Horfi nú á fréttirnar í gegnum tölvuna og veit að vélstýran er alsaklaus af rafmagnsleysinu. Enda var ég bara að grínast. Komst líka að því að bilun er í afruglarakerfinu og því sést ekkert sjónvarp.
Verið var að skammast út í Neyðarlínuna í fréttunum fyrir að koma ekki manni til hjálpar. Ég veit til þess að þau hjá 112 neyddust einu sinni til að hlusta á ástaleik pars. Í æsingnum höfðu líklega einhverjar rasskinnar hringt óvart í númerið. Þegar daman spurði með vonbrigðatón: Ertu búinn? þá gerði Neyðarlínufólk ráð fyrir að hér væri engin neyð á ferð. Ég er ekki sammála.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 56
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 694
- Frá upphafi: 1505985
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 558
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég get ekki lesið þessa færslu almennilega... er nefnilega að hlægja mig máttlausa yfir kökuáletrunarútskýringunum hans Dóra
Heiða B. Heiðars, 7.8.2007 kl. 20:10
Ussss, algjört leyndó. Er enn að flissa, held að þetta geri sig flott!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2007 kl. 20:13
Djö....er hann flottur stóllinn. Er ákveðinn í að fá mér einn, ef það er til blár.
Láttu bara öskukallana í friði sem fara Skagabrautina, er að kafna úr rusli, og þeir mega ekki klikka. Þetta með kassana, bara bleyta þá, pressa, rúlla með kökukefli og þá er kominn fínasti pappír til að skrifa á skáldsögu dauðans, eða boðskort í brúðkaupið þitt.
Þröstur Unnar, 7.8.2007 kl. 20:28
Nei Jenný eða Jóna ekki OKKAR.
Þröstur Unnar, 7.8.2007 kl. 20:30
Æi þú ert svo fyndin
Kristín Katla Árnadóttir, 7.8.2007 kl. 20:36
HA? kem hér alsaklaus inn og þá er Þröstur eitthvað að brúka óskiljanlegan munn.
Gurrí ARGHHH manstu ekki hvort þú svafst hjá ruslakallinum. Engin strik í rúmgaflinn eða neitt sem getur rifjað þetta upp fyrir þér. Ég er afar áhugasöm um þetta málefni.
Afhverju í andskotanum pissuðust Rúmfatalagersmenn ekki til að setja saman fyrir þig stólinn. Minna mátti það nú ekki vera eftir að hafa selt þér gallaða vöru.
Er rassahringjarinn sönn saga?
Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 20:39
Skil heldur ekkert hvað Þröstur er að brúka kjaft, hann hefur farið síðuvillt, þessi elska. Tveir unglingar burðuðust upp með stólinn, ég hafði ekki hjarta í mér til að biðja þá um hjálp, held að þetta hafi verið flutningaþjónusta og Rúmfatalagerinn borgað undir stólinn. Það hlýtur einhver klár og sterkur að koma í heimsókn innan tíðar, ekki Inga fyrr en á afmælinu, heyrði í henni í kvöld.
Neyðarlínusagan er dagsönn. Ég fór einu sinni og tók viðtöl við starfsfólkið og komst að ýmsu merkilegu. M.a. því að Kaninn gat ekki munað 112, svo fast er 911 í minni þeirra. Besta símtalið sem einn viðmælandi minn átti var við unglingsstrák sem var að passa bróður sinn og sá litli fékk hitakrampa. Hann þurfti að leiðbeina stórabróður sem brást svo rétt við og gerði allt sem 112-karlinn sagði honum að gera. Svo hringdi hálf þjóðin í Neyðarlínuna 17. júní árið 2000 og vildi fá að vita allt um jarðskjálftann! Neyðarlínufólk vissi að sjálfsögðu jafnlítið og almenningur. Já, og gamla konan sem hringir alltaf á laugardögum til að vita hvaða dagur væri í dag, það ruglaði hana svo mikið að fá Sunnudagsmoggann á laugardögum. Ýmsar sætar sögur fuku þarna, m.a. þessi um elskendurna! Þú þarft greinilega að lesa Vikuna oftar! Þetta var reyndar í blaðinu fyrir mörgum árum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2007 kl. 20:55
Hahaha rasskinnar að hringja í 112..sé það fyrir mér.
Brynja Hjaltadóttir, 7.8.2007 kl. 20:57
Hvernig rassa sérð þú? Þessir sem ég sé fyrir mér eru ekki.... fínir svona myndrænt!
Heiða B. Heiðars, 7.8.2007 kl. 20:59
Áreiðanlega ekkert mál að hringja í 112 með afturendanum ef maður er með bad ass dindil .. a.k.a gyllinæð. Nei, ég segi svona.
Hugarfluga, 7.8.2007 kl. 21:19
Nú ætla ég bara rétt að vona að stóllinn standi sig þegar hann verður kominn í lag, þvílík fyrirhöfn /$&#(=")/=Öskotinn
Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2007 kl. 21:19
Sumir bloggvinir mínir hugsa allt of myndrænt! Segi svona ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2007 kl. 21:24
Jamm, datt það í hug. Bara að tékka.
Hugarfluga, 7.8.2007 kl. 21:34
Ég lenti eitt sinn í því að ungt par, kunningjar mínir, hringdu óvart í mig í miðjum ástarleik. Það hafði hringt í mig skömmu áður. Og í hita leiksins greinilega ýtt aftur á endurhringingu í síðasta númer.
Ég nennti reyndar ekki að bíða eftir að þau kláruðu pakkann. Vildi heldur ekki að þau væru að eyða dýru mínútugjaldi í gsm. Síðar kom í ljós að þau höfðu verið að athafna sig í þröngu bílsæti þannig að farsíminn þvældist með í troðningnum.
Í annað skipti hringdi kunningi minn óvart í mig. Það gerðist þannig að hann var staddur á matsölustað. Var akkurat að hringja í mig þegar sameiginlegur kunningi okkar rakst þar inn. Hinn ætlaði þá að hætta við að hringja í mig en ýtti á vitlausan takka (enda sérlega utan við sig).
Eftir að hafa kallað nokkrum sinnum: "Halló, halló", þá lagði ég við hlustir. Svo spaugilega vildi til að sameiginlegi kunninginn fór fljótlega að spyrja um mig og samtalið næstu mínútur snérust um mig.
Mér til ánægju töluðu þeir um mig í jákvæðum tóni þó að ýmislegt hafi flotið með sem þeir myndu ekki segja beint við mig. Höfðu áhyggjur af að ég væri alki og alltaf að lenda í slagsmálum og svoleiðis. En umhyggja þeirra fyrir mér var þannig að mér hefur þótt vænna um þá síðan en áður.
Jens Guð, 7.8.2007 kl. 23:02
Mér finnst þú fyndin
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2007 kl. 23:51
Hvað ertu að flytja úr sælunni í Reykjavík?, þar er líka hægt að sitja í lazy-whatever og horfa á hinar og þessar stöðvar. En það má kannski segja eins og gamall bóndi í Borgarfirði sagði einu sinni "Það er víðar England en í Kaupmannahöfn".
Þórunn Elíasdóttir, 8.8.2007 kl. 00:02
Af hverju hringdirðu ekki í mig elsku gurrihar??? Til hvers erum við bloggvinkonurnar ef ekki til að skutlast yfir og taka af þér mesta lódið þegar þú sérð ekki fram úr verkunum. Það eru nú ekki nema eitthvað 300 km frá Akureyri á Skagann - písofkeik - manst það næst
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 00:32
jesús hvað þið eruð fyndin. Hugarflugan náttlega næstum því drap mig. Takk fyrir það myndræna sem nú situr fast í hausnum á mér .
Jóna Á. Gísladóttir, 8.8.2007 kl. 09:16
Takk Gurrí fyrir komentið á síðunni minni. Er byrjuð að skrifa
Ólöf Anna , 8.8.2007 kl. 16:16
Ég skil þig svo vel með þitt einlæga hatur á kössum.
Þegar ég keypti mér mitt fyrsta alvöru sjónvarp fyrir mörgum árum í raftækjaversluninni Heimskringlunni í Kringlunni kom það auðvita í stærðarinnar pappakassa. Andúð mín á kössum var ekki komin á mjög hátt stig og ég losaði mig við kassann strax án mikilla geðshræringa.
Þegar ég var búin að eiga sjónvarpið í þrjá daga bilaði það. Það heyrðist í því en það kom engin mynd. Liðið hjá Heimskringlu voru með þvílíka stæla við mig þar sem ég var búin að henda kassanum utan af sjónvarpinu. Ég gerði auðvita ráð fyrir að sjónvarpið myndi virka í meira en þrjá daga. Ég fékk endurgreitt og keypti nýtt sjónvarp annarstaðar. Kassinn af því var úti á svölum hjá mér í marga mánuði, þorði hreinlega ekki að henda honum.
Hef ekki beðið þess bætur enn. Kassar. Arrrrrrrrrrg
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 9.8.2007 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.