Liðlegur kaupmannssonur og afmælisgestapælingar

Í EinarsbúðLeisígörl er komin í lag og umbúðirnar utan af henni, sem breiddu úr sér um hálft himnaríki, eru horfnar. Það eina sem ég gerði var að panta vörur úr elsku Einarsbúð. M.a. pappadiska, kókosbollur og svona áríðandi afmælisveisludót. Guðni kaupmannssonur kom þeysandi upp stigana með kassann, sá eini sem hleypur léttilega með þungar vörur, og ég bað hann um að kíkja á stólinn. Með því að nota greind okkar beggja og krafta hans tókst þetta! Svo horfði hann á pappann og spurði hvort ég vildi ekki losna við hann. Ég hugsaði mig lengi um ... not!
Bræðurnir í Kjötborg á Ásvallagötu dekruðu við mig í 18 ár og Einarsbúð tók svo við í fyrra.

 

BoðskortSendi út nokkur frekar hallærisleg afmælisboðskort í dag, eða SMS-skilaboð. Svo þarf ég að hringja í nokkra og senda líka tölvupóst. Tíminn flýgur svo hratt og ég gaf mér aldrei tíma til að skrifa eitthvað, ljósrita og senda út, eins og ég hef yfirleitt alltaf gert. Bloggvinir ættu ekkert að hika við að mæta, það er hægt að senda mér tölvupóst á gurri@mi.is til að fá nánari leiðarlýsingu. Það er líka gott þannig að sirka út hversu margir koma. Talan er yfirleitt 50-90 manns. Þegar færri koma treð ég alltaf afgöngum á síðustu gestina en banna fólki að borða of mikið þegar margir koma ... hehehe!

 

Kalli og Kamilla, alþýðleg í afmælinu í fyrraAfmælin hafa verið stranglega bönnuð börnum en enginn má samt hætta við að koma þótt hann/hún fái ekki pössun. Auður Haralds er búin að afboða sig, Laufey er á Spáni, Áslaug Dóra á Ítalíu, Katrín Snæhólm í Englandi, Anna og Erling upptekin, Margrét frænka að fara að eiga barn (spái því að það fæðist á morgun, 9. ágúst) en Karl Bretaprins býst við að koma, það veltur samt á Kamillu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Takk fyrir að bjóða mér í afmælið þitt en því miður sé ég ekki fram á að komast í það. Verð bara að reyna síðar þegar betur stendur á. Er reyndar smeik við flensuna þína því hún er ekki velkomin á mitt heimili.

Var að hugsa um að kaupa bókina þína en er ekki búin að því enn, er hrædd um að lifa mig um of inn í hana  Á samt örugglega eftir að kaupa hana og lesa upp til agna.

Ég dáist að færni þinni í að snúa karlkyninu um fingur þér þetta er hæfileiki sem ekki öllum er gefið.

Fjóla Æ., 8.8.2007 kl. 19:47

2 Smámynd: Elín Arnar

Ég kem ef Kalli kemur

Elín Arnar, 8.8.2007 kl. 20:05

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, þeir gera sko allt fyrir mig, þessar elskur, og ég slepp samt við að giftast þeim ... Heilsan er reyndar orðin mjög góð og verður fullkomin á afmælinu skv. bíórythmanum mínum ... hmmmm. Mig minnir nú að flestar sögurnar endi afskaplega vel í lífsreynslusögunum okkar Steingerðar. Dónt vorrí! Knús til ykkar allra og vonandi verður heilsufarið gott á heimilinu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2007 kl. 20:07

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kalli kemur, Elín, alveg pottþétt, var að fá sms frá honum. Hann skilur kerluna eftir heima, hún er að fara á villidýraveiðar í breskum skógi.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2007 kl. 20:08

5 identicon

Þó að jenfo sé búin að segja mér að ég eigi að droppa öllu öðru og mæta í ammælið þá er ég ennþá á því að taka barnið mitt fram yfir gurrihar (var þetta ekki fallega sagt?)  Viðurkenni samt að þegar ég las um kóksbollurnar varð ég dáldið spæld út í Júlla að þurfa endilega að hafa fiskidaginn mikla á sama degi og afmælisveisluna. Mér finnst kókosbollur betri en fiskur

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 20:19

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvenær er næsta flug, eitthvað?

Þröstur Unnar, 8.8.2007 kl. 20:29

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ef þú ert að reyna að móðga mig, Þröstur, þá heppnast það ekki! Þú þarft ekki að borða kókosbollutertuna frekar en þú vilt. Ætlaðir þú ekki að fara til Danmerkur yfir afmælið mitt?

Þú verður bara hjá mér í huganum, anno mín! Vona að fiskisúpan bragðist vel ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2007 kl. 20:39

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Aldrei að eilífu amen, Gurrí, að móðga þig. Kókosbollutertur rokka feitt. Var bara að hugsa á lyklaborðið, fer ekki til DK og er rosalega fúll yfir því. Þarf að vinna alla helgina.

Þröstur Unnar, 8.8.2007 kl. 21:07

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Væri þá ekki notalegt að koma dauðþreyttur úr vinnunni á sunnudagskvöldinu og úða í þig brauðtertum og öðru gúmmulaði fyrir svefninn? Þú mátt meira að segja sitja í leisígörl. Þér er alla vega boðið, þetta er opið hús og leyfilegt að koma fram eftir öllu kvöldi! Ég má meira að segja mæta í vinnuna á hádegi daginn eftir!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2007 kl. 21:15

10 Smámynd: Rebbý

verð að muna að vera á landinu að ári ... heyrist þetta vera rosalegar afmælisveislur

Rebbý, 8.8.2007 kl. 21:23

11 Smámynd: Þröstur Unnar

Jú Gurrí, það væri hrikalega gott, og þúsund þakkir fyrir það. Sé mig alveg fyrir mér, steinsofandi í leisígörl með brauðtertuna á bumbunni og frægafólkið bíðandi eftir að fá að prufa L-görl.

En samt ekki reikna með mér, in the flesh.

Þröstur Unnar, 8.8.2007 kl. 21:27

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hvorki Rebbý né Þröstur né Anno né FjólaÆ ... hehehe, þið komið bara að ári, elskurnar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2007 kl. 21:37

13 Smámynd: Andrés.si

:)  Er ekki bara besta mál að maður leiga rútu?  Annars kem ég á eigin vegum. .  :)

Andrés.si, 8.8.2007 kl. 23:14

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kannski ég leigi bara rútu næsta ár á stórafmælinu, hver veit :) Hlakka til að sjá þig aftur, Andrés!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2007 kl. 23:25

15 Smámynd: Andrés.si

Takk fyrir boð. Ég held að það fer ekki framhjá mér.  Eftyr ár þarf að útvega þyrlu. Þú veist, hvað á ég við. Mengun og alt það.

Andrés.si, 8.8.2007 kl. 23:30

16 Smámynd: Andrés.si

Nú skil ég það. Samkvæmt 9 star ki ertu 683. Hm. Það eru þær með fyrsta tölu 6 sem ég hef kynnst í árinu.  

858 

Andrés.si, 8.8.2007 kl. 23:36

17 identicon

Takk fyrir að bjóða mér og þeim af mínum sem náð hafa aldri í afmælið. Skoða stundum bloggið þitt og sakna nábýlis við þig þó ég sakni svo sem ekki stigagangsins á Hringbraut 78. Ég verð því miður í útlöndum á meðan verið er að borða tertur þér til heiðurs. Ég hef hugsað mér að heimsækja þig í september með öllu mínu fylgiliði og úthugsaðri afmælisgjöf til að fá að sjá himnaríkið í litla bænum sem lítur út eins og stórborg frá Gróttu!

Til hamingju með afmælið mín kæra!

Sjáumst í september.

Hrönn

Hrönn Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 00:20

18 identicon

Til hamingju með daginn mín kæra :) Er vakandi á ókristinlegum tímum þessa dagana og ábyggilega ekki sú eina ;) "en betra er seint en aldrei"

Hlakka til að byrja lesturinn á bókinni, svona loksins þegar ég má fara að lesa eitthvað annað en skólabækur :)

Elva (frænka) (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 01:23

19 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Hvenær er mæting á þitt fallega heimili - þ.e. hvenær verður rauði dregillinn kominn á sinn stað?

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 9.8.2007 kl. 11:13

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Húsið opnar kl. 3 ... rauði dregillinn verður þá kominn, a.m.k. sá blái í stigaganginum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.8.2007 kl. 11:25

21 identicon

Hæhæ! Við komum bókað mál. Takk fyrir gott boð

Þeir eru orðnir sprækir sem lækir drengirnir og pabbinn ekki að vinna.

Fá englar ekki örugglega undanþágu annars í afmælisveislu í himnaríki?

Sjáumst!

Kv. 

Heiðdís, Úlfur Númi og Ísak Arnar (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband