Flottur leynivinur

Inga LáraKomst að því í dag að ástkær leynivinur minn í sumarbúðunum var engin önnur en Inga Lára snillingur. Mig grunaði það vegna sætu, sniðugu bréfanna sem fylgdu gjöfunum ... en lymskan í starfsfólkinu þarna var svo mikil að Inga Lára gat alveg eins hafa verið fengin til að skrifa bréfin og blekkja mig þannig. Gluggarnir í himnaríki verða þrifnir með góða, umhverfisvæna trefjaklútnum og allar snilldarhugmyndir skrifaðar í litlu, sætu vasabókina svo að þær gleymist ekki. Ég er löngu búin að smjatta á namminu sem hún gaf mér líka og fiðrildasólgleraugun koma sér vel ef lífið verður flókið. Snilldargjafir. Held að Þóra starfsmannastjóri hafi bara verið ánægð með sínar gjafir sem ég laumaði til hennar með hjálp Hildu. Fótanuddkrem, blómadropar sem auka orku kennaraháskólanema, kerti og servíettur, sérlega hollt en gott súkkulaði, lítil ilmsprittkerti og eitthvað fleira. Ég missi mig alltaf gjörsamlega í svona leynivinaleikjum þótt fólk sé beðið um að hemja sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Sko! Ef ég væri ekki fallin fyrir þér nú þegar þá myndi ég falla fyrir þér við það að lesa þessi orð þín núna. Vilt þú vera leynivinkona mín?

Fjóla Æ., 8.8.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Fjóla Æ.

uhhhh vá hvað ég hljóma perraleg.

Fjóla Æ., 8.8.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahhaha, þetta er ekki perralegt, bara voða sætt. Já, ég skal giftast þér, hvenær sem er!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.8.2007 kl. 00:03

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Til hamingju með bókina þína, eða ert þetta ekki örugglega þú!?
http://mannlif.is/ordromur/nr/822

Bros og kveðja :)

Hólmgeir Karlsson, 9.8.2007 kl. 00:30

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Nú er bara að fara að skrifa eitthvað frá eigin brjósti og verða metsöluhöfundur ... Ég er ánægð með móttökurnar sem lífsreynslubókin með sögunum okkar Steingerðar hefur fengið. Nú spýtum við Steinka bara í lófana og látum gefa út skáldsögur eftir okkur, bloggið verður þá fullt af frábærum rithöfundum, eins og Jónu, Ólöfu og okkur Steingerði ... hehehehehe! 

Guðríður Haraldsdóttir, 9.8.2007 kl. 00:38

6 Smámynd: Fjóla Æ.

Veit reyndar ekki hvernig Mumminn minn myndi taka því ef ég myndi játast þér. En ég er svo mikið til að vera vinkona þín og ég er viss um að Mumminn minn væri til í það líka enda ertu bara frábær.

Fjóla Æ., 9.8.2007 kl. 00:40

7 identicon

Hæ blómið mitt

Nú byrja ég alla morgna á að lesa bloggið þitt, getur einhvern vegin gert stólasamsetningu spennandi og skemmtilega?  Bíð spennt eftir bókinni.

Ég er án pössunar á sunnudag en okkur langar öllum að kíkja bara í smá stund og myndum bíða fyrir utan þar til húsið opnaði og fara áður en barnahatararnir koma. 

 Heyri í þér í dag

Knús,   þín Litla Ljót.

Helga Arnfríður (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 07:44

8 Smámynd: Agný

Kveðja frá kongens Köben í 25 stiga hita og sól.....

Agný, 9.8.2007 kl. 10:43

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Engum börnum verður úthýst, elsku Helga mín, þau fá kökur og mjólk eða gos og verða svo geymd inni á baði (DJÓK!!!) Hættu að kalla þig Litlu Ljót eða ég birti mynd af þér á blogginu mínu, vandræðalega mynd ... múahahhahaha! 

Kær kveðja í hitann í Köben, Agný! Hér er ekki svo slæmt veður heldur!  

Fjóla, ég verð þá bara að berjast við Mumma ... nei, nei, er alveg vitlaus í stráka!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.8.2007 kl. 11:22

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 9.8.2007 kl. 11:31

11 identicon

Elsku Gurrí, ég eeeeeelskaði að vera leynivinur þinn. Svooo gaman =) Ég var að prófa fídusa á myndavélinni minni, góð útkoma þarna að ofan. Bleik og falleg.

Bið að heilsa þér elsku besta =)

Þín,
Inga kLára

Inga Lára (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 12:24

12 identicon

Hey!  Þú byrjaðir,  þú sagðir alltaf;  "og þetta er Litla Ljót systir mín".

Krakkarnir verða sáttir á baðinu, aðalatriðið að ég hafi það gott.

Helga Arnfríður (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 13:04

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það var af öfund, Helga, og hreinni afbrýðisemi af því að þú ert bæði yngst og fegurst! Þess vegna trylltist fólk alltaf úr hlátri þegar ég kallaði þig Litlu Ljót! Múahahahahah 

Guðríður Haraldsdóttir, 9.8.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 91
  • Sl. sólarhring: 424
  • Sl. viku: 1115
  • Frá upphafi: 1459623

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 892
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DollyParton
  • Jason-Statham
  • 12. ágúst sko

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband