Skaga-Heimir, blogg-Heimir og Heimríður

straeto„Lentir þú í tjóni þegar rafmagnið fór af í fyrradag?“ spurði Heimir bílstjóri.
„Ja, bara tilfinningalegu,“ svaraði ég sannleikanum samkvæmt, enda háð rafmagni.
„Það kviknaði í á sveitabænum hjá foreldrum mínum. Þau voru að fara út úr dyrunum til Reykjavíkur þegar þau fundu reykjarlykt, það mátti ekki miklu muna að illa færi. Svo eyðilagðist heilinn í fjósamjaltadæminu (man ekki hvað Heimir kallaði tækið)“.

Skaga-Heimir henti mér út úr leið 27 í Mosó og ég fór beint upp í leið 15 hjá öðrum Heimi, bloggara og strætóbílstjóra, Fjeldsted. Var heilmikið að pæla í því að spyrja bílstjórann á leið 18 hvort hann héti Heimir líka en hann reyndist vera kona. Kannski heitir hún Heimríður.

Afmæli í himnaríkiÞað var gaman að kíkja í vinnuna, ég var m.a. að ýta á eftir samstarfsfólkinu að kíkja í afmælið á sunnudaginn. Inga vinkona var í einhverju akstursstuði, kom og sótti mig og skutlaði mér svo alla leið á Skagann. Hún vildi ekki einu sinni koma upp í himnaríki, heldur dreif sig í bæinn aftur og heim, eflaust komin undir sæng, enda er veðrið til þess.
Ég er búin að ljúga að tilvonandi afmælisgestum að auðvitað verði afmælið stranglega bannað börnum, eins og venjulega, en svo gef ég undanþágur hægri og vinstri. Æ, afmælið er á sunnudegi, fjölskyldudegi, og á meðan börnin verða stillt inni á baðherbergi geta foreldrarnir notið sín og spjallað við annað fullorðið fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heldurðu ekki að hún heiti frekar Heimreið?

Silja (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 17:57

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég mæti, vona að ég megi koma með Önnu, ætla að skilja eiginmanninn og börnin eftir heima.  Hann varð voða feginn, örugglega einhver fótboltaleikur sem hann þarf að horfa á.  Búinn að fá sér Sky sport og allt saman........

Sigríður Jósefsdóttir, 9.8.2007 kl. 18:13

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Tjón ' já my ass. Það er nú ein ástæðan fyrir strangri vinnuhelgi hjá mér. Heilinn í stærstu þvottavélinni minni, 2000 kg flykki, (sparkaði í hana og tognaði á fæti) dó við rafmagnsklúðrið og þessar elskur þarna á Ítalíu, sem eiga alltaf að eiga nýja heila þegar aðrir bila, eru bara í sumarfríi, og allt lokað.

Er að spá í að gaman væri að geta sagt svona annað slagið "Það var gaman að kíkja í vinnuna" hmmm kannski kemur einhvern tíman að því

Þröstur Unnar, 9.8.2007 kl. 18:24

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það væri líka gaman að kíkja í afmæli, Þröstur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.8.2007 kl. 19:04

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

já það verður sannarlega gaman að kíkja í afmæli :)   takk fyrir heimboð, mæti sko örugglega ;)

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.8.2007 kl. 19:12

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvað gerðirðu af þér í strætó í dag til að verðskulda að vera hent út úr honum?

Heiða B. Heiðars, 9.8.2007 kl. 20:01

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....örugglega hefur þetta verið mjaltarobot..... Það urðu einhverjir fyrir tjóni með þá.....

jamm - svona hluti veit ég!!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.8.2007 kl. 20:01

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heiða, mig langar alltaf svo til að lifa hættulegra lífi og læt fleygja mér út úr strætó, verst að bílstjórarnir eru miklir heiglar og taka allt of mjúklega á mér, sérstaklega Heimríður, ja, eða Heimreið, sem er enn betra nafn! Mjaltaróbót var það, Hrönn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.8.2007 kl. 20:16

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Spurning um að gefa aðeins í.... fengir smá sveiflu út á það :)

Heiða B. Heiðars, 9.8.2007 kl. 20:38

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Skil ekki hvað þið þurfið að vera að riðlast á nafni aumingja strætóstjórans. Auðvitað heitir hún bara Heima.

Sigurður Hreiðar, 9.8.2007 kl. 23:19

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kveðja.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.8.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 667
  • Frá upphafi: 1505958

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 537
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband