Fyrir þá sem ekki vissu ... og afmælismyndband 2006

Stefanía við Eric: „Á meðan þú lést þessa tík sölsa undir sig fjölskyldu mína og fyrirtæki ...“
Svo bætti hún við nokkru seinna: „Þú ert drekinn!“
„Taktu mig,“ sagði Brooke við Nick. „Ég get það ekki,“ vældi grenjuskjóðan Nick sem þó hefur grátbeðið Brooke um að taka upp samband við hann. Þau faðmast vináttulega, tjaldið fellur.  Framhald á morgun.

 

LÖNGU TÍMABÆRAR ÚTSKÝRINGAR Á FÓLKINU SEM BÝR Í NÆSTA STIGAGANGI:

StefaníaStefanía: Ættmóðirin, lengst af gift Eric. Hún er mamma Ridge, Thorne og Kristínar (sem er lítið áberandi í þáttunum núna). Ridge er reyndar sonur Massimo, kom í ljós fyrir nokkru. Steffí hatar Brooke sem giftist nýlega Eric í annað sinn. Áður hefur hún verið gift bæði Thorne (einu sinni) og Ridge (3-4 sinnum).

 --------------            -------------------                 ---------------------

 

EricEric: Ættfaðirinn. Hélt alltaf mest upp á Ridge, eldri soninn, sem hann á þó ekkert í en það vissi hann ekki í rúm 40 ár ... Hann kvæntist Brooke í annað sinn mjög nýlega. Hann veit samt að hún er spennt fyrir Nick, tengdasyni sínum og hefur ekki enn treyst sér til að sofa hjá Eric.  

 

 -----------------            --------------------              ---------------------

 

BrookeBrooke: Hún á börnin Rick og Bridget með Eric af fyrra hjónabandi þeirra, dótturina Hope á hún með Deacon, fyrrum tengdasyni sínum, og litlabarnið með Ridge eftir nýjasta hjónaband sitt með honum. Hef ekki séð Rick lengi í þáttunum, ekki heldur fyrrum barnfóstru hans og síðar eiginkonu, Amber.

 -------------------           -------------          -------------------

 

TaylorTaylor: Lögleg eiginkona Ridge, móðir Tómasar og tvíburanna. Hún dó en í rauninni hafði henni verið byrlað fornt eitur. Hún var í kvennabúri Omars soldáns þar til Dante listmálari bjargaði henni. Tómas kvæntist ástinni sinni þar sem leit út fyrir að henni yrði vísað úr landi. Það pirrar Taylor ósegjanlega, enda vildi hún eitthvað annað og betra fyrir soninn. Varir Taylor eru mjög bólgnar, maður hennar í raunheimum er lýtalæknir og notar varir hennar eflaust til að klára úr bótox-sprautunum. Hún þykir vera mjög klár geðlæknir í þáttunum.  

 ---------------          -------------------              ---------------

 

RidgeRidge: Faðir Tómasar og tvíburanna Steffí og Fíbí. Hann á þau með geðþekka geðlækninum Taylor. Á einnig litlabarn með Brooke. Hann hefur gengið á milli Brooke og Taylor og gifst þeim til skiptis. Um tíma var hann skotinn í Bridget, fyrrum systur sinni og stundum stjúpdóttur (þegar hann var kvæntur Brooke), þegar í ljós kom að þau væru ekki blóðskyld. Þegar hann hélt að Taylor væri dáin gekk hann að eiga Brooke og lenti í vandræðum þegar Taylor lifnaði við. Hann á enn í konuvandræðum og glímir við mikinn tilvistarvanda að auki. Nick er að taka við af honum sem aðalhönk þáttarins.

 

 ----------------         ---------------------           -------------------------

 

NickNick: Sonur Massimo og Jackie, er barnsfaðir Bridget en ástfanginn af tengdamóður sinni, Brooke, sem nýlega giftist Eric, pabba Bridget, til að bjarga sambandi sínu við dótturina. Er hálfbróðir Ridge. Jackie, mamma hans, deitaði Eric nýlega þar til hann sveik hana fyrir Brooke, the 40+ lambakjöt. Nick á eftir að rúlla kerlingunum upp, ég sá aðeins fram í tímann og veit að bæði Brooke og Taylor eiga eftir að bítast um hann, kannski giftast honum til skiptis.

 

 -----------------------         ----------------           ----------------------

 

BridgetBridget: Dóttir Erics og Brooke. Ólétt eftir Nick sem hún giftist nauðugum þar sem hann elskar móður hennar. Er í læknisfræði núna. Eflaust útskrifast hún um svipað leyti og barnið fæðist miðað við tímahraða BB. Hún var ástfangin af Deacon og giftist honum en mamma hennar stakk undan henni. Deacon var áður trylltur á eftir Amber hinni horfnu. Dante, bjargvættur Taylor, er mikill aðdáandi hennar. Hann deitaði samt mömmu hennar um tíma en þá var allt í lagi á milli Bridget og Nicks.

 

Ef bendillinn er settur yfir mynd kemur nafn viðkomandi nágranna míns. 

 

P.s. Myndband úr afmælinu mínu 2006:
http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=fr&code=57051a684f455ebbb4aa7f4aaa814684


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Ég skrökva engu þegar ég segi að það rýkur úr eyrunum á mér.  Það þarf meira en meðal-íslending í ættfræði til að ná utan um þetta!!!

krossgata, 9.8.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Halla Rut

Ha, Hvað er þetta eiginlega.!!!!!

Halla Rut , 9.8.2007 kl. 22:06

3 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ó mæ god !
Ég er afi minn  ...... Þvílík vitleysa !

Anna Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 22:30

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er Bold and the Beautiful, geðveik sápa! Einmitt, ég er afi minn! Heheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.8.2007 kl. 22:55

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ef þú kemur mér ekki til að hæja, er ég dauð. Ég er sprell-lifandi.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.8.2007 kl. 23:02

6 Smámynd: Ragnheiður

Æj nú fékk ég hausverk, hann byrjaði á Heiðu síðu. Þar eru pælingar um fjölda bólafélaga ala desp.housewifes

Ragnheiður , 9.8.2007 kl. 23:07

7 Smámynd: www.zordis.com

Afmæliskortið  þitt fer í póst á morgun föstudag (kross my fingers hope to die)  ...... *roðn* og geðveikar kveðjur í himnaríki þangað til ....

www.zordis.com, 9.8.2007 kl. 23:21

8 identicon

Þú verður nú að koma með video hingað eftir næstu veislu, til að leyfa okkur að öfundast aðeins útí allar kræsingarnar.

Maja Solla (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 23:49

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

urr, ég er föst þar til vel eftir 6 á sun, sé til hvað maður orkar eftir það. Kannski dett ég inn, lofa engu... :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.8.2007 kl. 00:02

10 Smámynd: Birna Dís

Hvar værum við ef við hefðum þig ekki til að halda okkur up to date í Boldinu..

Birna Dís , 10.8.2007 kl. 09:44

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Já hvar værum við við án Gurríar og hennar upplýsinga úr B&B  :)  maður þarf ekki að þola langdrega þættina heldur fær allt hérna beint í æð

Takk Gurrí :) 

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.8.2007 kl. 13:14

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAAHA.

Mér sýnist að það hafi líka verið blásið í brjóstin á Taylor

Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2007 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband