Fótboltafórnir og óður safnaðarformaður

Eins og venjulega þegar ÍA-leikur er í gangi þá fórna ég mér og horfi ekki. Það tryggir liðinu alltaf sigur en himnaríki, sem staðsett er við hlið íþróttavallarins á Akranesi, verður einhvern veginn verðminna, einnig áskrift mín að Sýn 1, eins og nú í kvöld þar sem leikurinn var ekki innanbæjar. Þegar mátti lesa á mbl.is hvernig leikurinn fór setti ég á Sýn 1 plús og reyndi að láta glæstan sigur ÍA koma mér gleðilega á óvart. Það tókst svona líka vel!

Slæmt sjónvarpsefniNú er verulega vond mynd í gangi á Stöð 2 plús um forstöðumann kristilegs safnaðar sem sprengir syndum spillta staði. Kúl löggur með tyggjó lenda í æsilegum bílakappakstri reglulega í þeirri von að ná honum og bjarga Tracy. Safnaðarformaðurinn elskar Tracy sem nú er orðin spillt söngkona, hún sem ætlaði að giftast honum í byrjun myndarinnar. Hún áttaði sig á því að hann væri geðveikur þegar hann benti henni á skemmtiferðaskip í höfninni og sagði það vera brúðkaupsgjöf til hennar. Ó, mig hefur alltaf langað í siglingu, sagði hún hamingjusöm en jafnframt ofurlítið óttaslegin til augnanna. Skömmu síður sprakk skemmtiferðaskipið og Tracy hljóp og flúði formanninn sem ætlar að ná henni aftur. Þetta er svo ómerkileg mynd að ég fann ekki einu sinni ljósmynd úr henni á google.is. Þá er nú langt gengið! 

Held ég fari nú í rúmið og haldi áfram með Harry Potter, ég get loksins sagt að ég sé rúmlega hálfnuð með bókina eftir dugnaðinn í gærkvöldi fram á nótt.

Hér koma tvö notaleg lög fyrir nátthrafnana, engin væmni hér á ferð, bara snilld:    

http://www.youtube.com/watch?v=RMmqYwaDg7s  

http://www.youtube.com/watch?v=Ul3kEUPlWy0

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að horfa á leik og vita úrslitin er sama heilkennið og ég þjáist af.  Þ.e. að lesa endirinn fyrst þegar spennubækur eru teknar.  Harry ekki að verða búinn?

Kveðja

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 01:31

2 identicon

Ozzý kallinn góður.Takk fyrir þetta.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 09:35

3 Smámynd: Elín Arnar

Ég er enn þá jafn hissa hvað þú ert mikil boltakona.  Ég veit ekki hvaða ár ég mun hætta að verða hissa á því.

Elín Arnar, 10.8.2007 kl. 09:38

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef nú grun um að þú farir að fá tilboð frá leikmönnum annarra liða um að horfa á leiki sem ÍA þarf að tapa öðrum til frámdráttar, gæti orðið þó nokkur tekjulind.    Eigðu góðan dag ljúfust.  En segðu mér eitt að lokum svindlarðu aldrei á B&B og lest fram í tímann, það geri ég og nenni því yfirleitt aldrei að horfa.  Er eins og Jenný með þetta, nenni ekki að bíða eftir framhaldinu og slow going sjónvarpsþáttum eða endinum á Rauðu bókunum ef ég asnast í eina af og til.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 13:05

5 identicon

Ohh, ég er svo léleg að kommenta en hér er alltaf líf og fjör. Þú ert magnaður bloggari...og skemmtilegar umræður sem skapast í kringum skrifin þín:)

Ég mun einmitt fljótlega hætta að sinna vinnunni ef ég fer ekki að klára þessa Harry Potter bók!

Hrund (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 41
  • Sl. sólarhring: 325
  • Sl. viku: 1834
  • Frá upphafi: 1460817

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1497
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jörgen Klopp
  • Opið hús kl. 17
  • Dýrheimar kaffihús

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband