Nördaskapur og sjúklegheit

Veður og sjólagÉg held að ég elski Siglingastofnun Íslands! Mér finnst svo gott að geta kíkt á síðuna þeirra af og til og sjá allt um tímasetningar flóðs og fjöru á Skaganum: http://vs.sigling.is/pages/84  Þessar upplýsingar hafa ekki verið aðgengilegar um tíma en ég sá á síðunni að hægt var að senda þeim bréf. Gerði það og fékk mjög kurteislegt og yndislegt bréf til baka þar sem mér var sagt að þetta yrði lagfært, bilun hefði verið í tölvukerfi og unnið í málinu ... og nú er allt komið í lag! Það þarf ekki að gera meira fyrir mig til að vekja ást og aðdáun!
Held stundum að ég sé nörd. Mér finnst nauðsynlegt að kíkja af og til á Kötluvaktina á ruv.is, fylgjast með veðurfréttum og vonast svo alltaf eftir góðu brimi við Langasandinn.

Jæja, nú dugar þessi leti ekki lengur. Best að setja allt á fullt. Nú er sterkur latte kominn inn í blóðrásina og dugnaðargenin blása ákaft til sóknar. Mestu áhyggjur mínar þessa stundina eru þær að sumir hafi skipt um gemsanúmer síðan í fyrra og fái því ekki afmælisboð frá mér. Þótt ég segi við fólk í hverju afmæli: „Sjáumst að ári!“ þarf samt að ýta á eftir og minna á.

Elskan hann Baldvin Jónsson á sextugsafmæli á sunnudaginn. Hann hringdi í mig í gær og bauð mér að koma í bröns á Hótel Sögu og fagna með sér. Við unnum lengi saman á Aðalstöðinni sem hann átti og rak. Þar sem við vitum bæði að besta fólkið á afmæli 12. ágúst urðum við perluvinir. Leitt að komast ekki en ég myndi sannarlega kíkja ef ég ætti þyrlu og hvetja hann við lambakjötssöluna.

Hér koma smá sjúklegheit sem ég hló að sl. nótt þegar ég átti að vera sofandi:
http://www.youtube.com/watch?v=g01Oa31onxw&mode=related&search=
http://www.youtube.com/watch?v=JOaL8_ztmpM&NR=1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert sum sé ein af þeim sem hlægja að óförum annarra.  Ekki hélt ég að þið Maddonna væruð sollis. Muha

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 14:24

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Í rauninni hlæ ég yfirleitt aldrei að óförum annarra, hlýt að hafa verið yfirmátasyfjuð eða eitthvað rugluð í nótt! Hehehhe

Guðríður Haraldsdóttir, 10.8.2007 kl. 14:50

3 identicon

elsku fraenka

til lukku med daginn 12 agust.

sólarkvedjur fra spáni og sjaumst vonandi fljott aftur

kvedja Svana

Svana (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 15:06

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ætlaði heldur tæplega að trúaþví að þú hlægjir annarra óförum, þú sem ert svo góðhjörtuð að leggja það á þig á horfa á B&B til að uppfræða okkur svo á eftir :)

ekki það, ég skellihló að þessu, hef óhemju gaman af svona videóklippum 

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.8.2007 kl. 17:00

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Bestu afmælisóskir að norðan

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.8.2007 kl. 17:02

6 identicon

Til að svara kommentinu á minni síðu þannig að þú sjáir það sem fyrst:

við kakan mætum hressar ;) fjúff, ætla að vona að hún takist! 

Dagbjört (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 17:47

7 Smámynd: krossgata

Svo er alltaf gaman að skoða jarðskjálftakortin í heiminum líka.

krossgata, 10.8.2007 kl. 18:21

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ein dóttir mín á afmæli á morgun, systur mínar báðar 22.ágúst og barnabarn 26.ág. Góður mánuður hann ágúst.  Falleg myndin í færslunni er þetta í Himnaríki??

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 18:24

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jú, Ásdís, þetta er úr himnaríki ... Siggi stormur í sjónvarpinu að spá mér meira brimi, ekki skrýtið þótt ég elski hann!

Guðríður Haraldsdóttir, 10.8.2007 kl. 19:10

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Símsvarakveðjan hjá yngri syni mínum er "þú hefur náð sambandi við himnaríki, vinsamlega leggið inn pöntun þegar þið heyrið hljópmerkið"

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 35
  • Sl. sólarhring: 179
  • Sl. viku: 1351
  • Frá upphafi: 1460250

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1067
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fótapláss ekkert
  • Facebookvinátta
  • Fótapláss ekkert

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband