49 ára í fyrsta sinn

Alveg að verða 49 áraMikið er gaman að vera bara 48 ára. Ætla að njóta þess í tætlur í allt kvöld og til kl. 19.54 annað kvöld. Eftir morgundaginn trúir mér enginn þegar ég segist vera 49 ára. „Úúúú,“ segir fólk, „sumsé 53 ára!“ Þetta er gallinn við að skrökva til aldurs á karlaveiðum eins og sumar konur gera og karlmenn trúa orðið engu, sérstaklega ekki ef kona segist vera 49 ára.
Þetta er 20. árið sem ég held upp á afmælið með pomp og pragt. Á 29 ára afmælistertunni stóð: 29 ára í fyrsta sinn. Ég sá eftir því og næsta ár horfðist ég í augu við raunveruleikann og lét setja Þrítug en þokkafull. Síðan kom 30 og eins og tvítug ... o.s.frv.  

Himnaríki fer alveg að standa undir nafni. Bókaherbergið er tilbúið. Þar verða flottir öskubakkar sem gleypa stubbana. Stofan er eiginlega alveg tilbúin, baðherbergið í smámessi en það tekur svona korter að gera það fínt. Eldhúsið er í lagi en verður í brauðtertumessi eftir smástund. Næstum allt er ryksugað. Ég skúra bara á morgun. Held svo að heitt bað og íbúfen undir svefninn muni gera kraftaverk.

TvíburaturnarnirLeiðrétting: Ég uppfærði myndlykilinn minn aftur áðan, ég gat ekki trúað þessum svínshætti upp á 365 og þá datt SkjárEinn inn! Ég hlýt að hafa uppfært þegar verið var að fikta í kerfinu vegna Sýnar 2 eða eitthvað í stað þess að gera það bara í gærkvöldi eins og aðrir Íslendingar. Þetta leiðréttist hér með og ef ég segi Sýn 1 upp mun ég líklega fá mér fjölvarpið ... eða Sýn 2.

Ætlaði að nota peninginn sem sparaðist til að heimsækja Katrínu í okt/nóv en var svo heppin að tveir flugmiðar með Iceland Express komu upp í hendurnar á mér ... þannig að ég get réttlætt kaup á Sýn 2 eða fjölvarpinu fyrir sjálfri mér ...

Sakna reyndar Sky-frétta alveg ógurlega. Já, ég er óheppna manneskjan sem sagði fjölvarpinu upp 1. september 2001.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Ef þér finnst ógnvænlegt að vera fimmtíu og þriggja geturðu bara sagt að þú sért fjörutíu og þrettán

Þóra Sigurðardóttir, 11.8.2007 kl. 22:55

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góð hugmynd!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.8.2007 kl. 23:04

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

  GÓÓÓÐAR !

Guðrún Jóhannesdóttir, 11.8.2007 kl. 23:05

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þú getur bara sagt að þú sért 17885 daga gömul. Menn verða svo bara að reikna sjálfir ef þeir vilja fá þetta í árum.

Björg K. Sigurðardóttir, 11.8.2007 kl. 23:34

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju elskan með afmælið.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.8.2007 kl. 23:38

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég segist bara enn vera 50, gleymdi að bæta einu við í apríl, segi bara 50 þangað til fólk neitar að trúa mér lengur, þetta er svo vel rúnnuð og þægileg tala.  Innilega til hamingju með morgundaginn og þínum sporum mundi ég skúra eftir veisluna, vera hagsýn kona, sleppa því sem enginn tekur eftir, bara ryksuga og bleyta svo tissjú til að belttaheinsa, svínvirkar.     syngjandiafmæliskall

Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2007 kl. 23:44

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

53ja! Kjaftæði!! Þú getur ekki verið 53ja!! Gleymdu því ekki góða að ég er búin að hitta þig.. platar mig ekki!!

Til hamingju með daginn mín kæra!!!

Heiða B. Heiðars, 12.8.2007 kl. 00:30

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Upgrade your email with 1000's of cool animations 23ja, 33ja, 43ja, - þú ert þó alltaf ljón og það getur sko enginn tekið frá þér. Ljón verða alltaf skemmtilegri, fallegri og gáfaðri með aldrinum.
Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.8.2007 kl. 00:43

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kannski ég taki þig bara á orðinu, Ásdís ...

Heiða, ætla að biðja þig að segja þetta við mig eftir nokkur ár, þegar ég verð 53! Í alvöru ... þá verð ég 49 kl. 19.54!

Já, ljónin eru kúl, GAA ... hehehe, flottar myndir.

Er núna að setja á brauðterturnar! Endar alltaf svona ár eftir ár eftir ár! Alltaf fram á nótt! Sama hvað ég ætla að vera sniðug og vera búin að öllu fyrir kvöldmat.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.8.2007 kl. 00:57

10 identicon

Miðað við það sem Guðný segir um ljónin þá passar þessi við þig: „þegar ég var 43ja var ég eitthvað svo ung og falleg, nú er ég bara falleg!“

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 01:29

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Veistu hvað!?

12. ágúst er ónefndur bloggari nr. 12 á vinsældalista blog.is!

Tilviljun eða talnaspeki!?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.8.2007 kl. 01:30

12 Smámynd: krossgata

Til hamingju með daginn.  Tengdapabbi á líka afmæli í dag, hann er fimmtíu og fimmtán. 

Ég steinhætti að muna hvað ég er gömul 22 ára nema á tugum og fimmum og hef undarlega tilhneigingu til að segja mig eldri en ég er.  Skil þetta ekki, verð alltaf jafn hissa þegar ég drattast til að reikna út hvað ég er gömul og kemst að því að ég er yngri en ég hélt.

krossgata, 12.8.2007 kl. 02:37

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

10 brauðtertur komnar inn í ísskáp, bíða eftir að verða borðaðar af svöngum afmælisgestum ... og tvær GEGGGGJAÐAR tertur! Nú er ég farin að sofa í hausinn á mér. Vona að mamma hringi kl. 11 í fyrramálið, eins og hún talaði um! Sofið rótt, vona að ég sjái ykkur sem flest eftir kl. 15 á morgun. Held að það komi bara þrjú börn, ekki vera hrædd við að koma þrátt fyrir það! Þau verða geymd inni á baði, eins og ég lofaði! Múahahahahhaha! (Veislan á baðinu). Já, og takk fyrir kveðjurnar. Reyni að vera dugleg að setja inn myndir og fréttir á morgun, svona fyrir þá sem komust ekki. 

Örlög, Magnús, örlög! Heheheh! Til hamingju með þetta! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.8.2007 kl. 02:49

14 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með afmælið ( góð tugga aldrei of sjaldan kveðin )  Njóttu þín og héðan kemur pjúra hrein öfund og slef yfir 10 brauðtertum, glæsitertum ....   En ég samgleðst og þerra gleðitárin og fæ mér þína kampavínsskál klukkan 1500 að íslenskum tíma.  Njóttu þín! 

www.zordis.com, 12.8.2007 kl. 05:56

15 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Aldur er svo afstaedur,til hamingju.

María Anna P Kristjánsdóttir, 12.8.2007 kl. 07:16

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega til hamingju með daginn mín kæra bloggvinkona.  Nú á ég ekki heimangengt (svo hátíðleg) en við Jóna munum koma bráðlega í afganga þannig að vonandi verður ekki allt klárað í látunum.  Mikið skelfing fáið þið Maddonna fallegan afmælisdag.  Sólin glennir sig um allt.  Settu inn myndir af fjörinu. 

Ástarkveðjur til þín í himnaríki

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 09:14

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með daginn Gurrý - Skagamenn láta ekki sitt eftir liggja og standa saman hvort semþað er á vellinum eða í himnaríki! Seyou

Edda Agnarsdóttir, 12.8.2007 kl. 09:19

18 Smámynd: Gúrúinn

Afmælis frá mér. Vertu fegin að vera sem elst því þú verður bara flottari með aldrinum!

Gúrúinn, 12.8.2007 kl. 09:27

19 identicon

Hjartanlega til hamingju með afmælið - og takk fyrir bloggið sem ég skemmti mér vel yfir.

Jóhanna Hafliðadóttir (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 09:38

20 Smámynd: mongoqueen

Afmaeliskvedjur til tin fra Lanzarote Njottu dagsins.

mongoqueen, 12.8.2007 kl. 10:15

21 Smámynd: Þröstur Unnar

Já rétt hjá MAP Kristjánsdóttur, aldur er afstæður þegar komið er yfir fertugt, þangað til eldist maður bara.

Innilega til hamingju með daginn Gurrí mín, og takk fyrir að vera bloggvinkona mín. Vona að enginn fari sér að voða í brauðtertunum.

Þröstur Unnar, 12.8.2007 kl. 10:42

22 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Innilega til hamingju með daginn Gurrí mín           (afmælissöngurinn flautaður)

Gunna 

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.8.2007 kl. 10:57

23 identicon

Elsku  Gurrí

Hjartanlega til hamingju með afmælið. Vona að þú eigir góðan dag í þessu blíðskaparveðri. Takk fyrir skemmtilegt blogg, sem ég fylgist reglulega með.

Imba

Imba (systir Áslaugar) (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 11:06

24 identicon

Innilegar hamingju óskir með daginn kæra bloggvinkona.

Eigðu frábærann dag i dag .. Knús og kremjur.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 11:26

25 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Isss maður eldist bara útvortis   það er innihaldið sem skiptir máli að viðhalda sem best Til hamingju með afmælið og njóttu dagsins.

Marta B Helgadóttir, 12.8.2007 kl. 11:54

26 identicon

til lukku með daginn ;) sé á öllu að það verður heljarveisla... mig langar mest til að koma ...

Berglind Elva (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 11:57

27 Smámynd: Gunna-Polly

lega til hamingju með daginn

Gunna-Polly, 12.8.2007 kl. 11:59

28 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí afmælisgyðja..góða veðrið sem nú prýðir afmælisdaginn þinn er gjöf frá Landi Elísabetar drottningar sem nú liggur undir regnskýji og bleytu...okkur fannst ekkert of mikið að gefa þér blíðu í afmælisgjöf. Njóttu vel og megir þú eiga unaðslegan dag með góðu fólki og brauðtertum. Við erum að hugsa um að fara í súpermarkaðinn og kaupa í eins og eina rækjubrauðtertu og drekka afmæliskaffi þér til samlætis.

Here in around

we celabrate your day of birth

and we wish you joy

and long life on earth

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 12:07

29 Smámynd: Ragnheiður

Innilega til hamingju með afmælið kæra bloggvinkona.

Ragnheiður , 12.8.2007 kl. 12:21

30 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Til hamingju með daginn, elsku Gurrí mín.

Sé til með hvort ég orka uppeftir í kvöld, losna örugglega ekki fyrr en eftir 7 þarna af námskeiðinu. Bið annars að heilsa liðinu :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.8.2007 kl. 12:44

31 Smámynd: Fjóla Æ.

Til hamingju með afmælið.

Þar sem kemst ekki í afmælið þá sendi ég þér köku.

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Fjóla Æ., 12.8.2007 kl. 12:49

32 identicon

Elsku vinkona, innilegar hamingjuóskir með daginn! Við bakarinn verðum fjarri góðu gamni, en hugsum til þín og gestanna með söknuði. Vonandi hittumst við í menningartilstandi á Akureyri á haustmánuðum, húsrúmið ætti að vera nóg

Hún amma mín hefði orðið 100 ára í dag, tólfti ágúst skilar góðu fólki....

knús og kremjur að vestan,

Védís (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 218
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband