Þroski og sálarró

Frænkurnar Freyja og MargrétÞað tilheyrir hreinlega að sofa til hádegis eftir afmælisdaginn sinn. Myndirnar eru komnar inn í myndaalbúmið á bloggsíðunni.
Mig langar enn og aftur að þakka fyrir fallegar kveðjur ... ég veit að maður verður ekki 49 ára á hverjum degi ... en samt! Hehehe!

Munaði víst minnstu að ég fengi litla frænku í afmælisgjöf í gær ... en hríðarverkirnir duttu niður. Þá hefðu foreldrarnir ekki getað annað en látið skíra hana Guðríði. Þau segja reyndar að eldri dóttirin heitií raun Gurrí þótt hún sé alltaf kölluð Freyja.

Stóran, ógnvekjandi skugga bar á skrifborðið nú í þessum skrifuðum orðum og ég leit til hægri til að sjá hvað það væri sem skyggði á sólina. Það var geitungur sem stefndi beint inn um gluggann. Með leifturhraða stóð ég upp, samt full æðruleysis og rósemi, lokaði glugganum og horfði kuldalega á fluguna, grútspælda yfir því að geta ekki terroriserað himnaríki. Ég hef fundið fyrir einstakri sálarró síðan ég varð 49 ára, þetta er ekki fyrsta tilfellið. Kannski fer ég að taka terlínbuxur í sátt en þær voru ímynd hins illa í mínum huga á eiginlega-of-seint-hippaárunum mínum á áttunda áratugnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Snillingur að skella svona á andlitið á helv. geitungnum.  Það held ég að honum hafi brugðið.  En þú - liðug sem kettirnir á heimilinu - sást algjörlega við honum.  Tja.... ekki er ellismellum fyrir að fara í þínum líkama!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 13.8.2007 kl. 15:14

2 Smámynd: krossgata

Ég fór í berjamó í gær og var einu skrefi frá því að stíga á geitungabú!!!  En það var sem betur fer kóræfing hjá þeim svo ég heyrði sönginn rétt áður en ég steig næsta skref.  Þrátt fyrir að vera ekki alveg orðin 49 tókst mér að bregðast við af einstöku æðruleysi og sneri mér hægt við og gekk rólega í burtu að berjaþúfu lengra frá sem ég hafði haft augastað á og tekið eftir rétt í því að ég truflaði geitungakóræfinguna.  Eitt kvikindið elti mig, en hvarf svo á braut.  Svakalegt ævintýri!!

krossgata, 13.8.2007 kl. 15:54

3 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Heyrðu ég bý líka yfir svona sálarró þótt ég sé bara 29.  En hvernig fannst þér greinin?

Guðrún Vala Elísdóttir, 13.8.2007 kl. 16:10

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, vá, vá! Þarna munaði litlu, Krossgata. En þú að þora að fara í berjamó!!! 

Ingibjörg, á þessu heimili eru allir kattliðugir, sérstaklega sumir sem fara nú í sjúkraþjálfun vikulega ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.8.2007 kl. 16:10

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðrún Vala, ég er ekki enn farin niður til að sækja Moggann. Ætlaði að vera svo sniðug að taka allt ruslið með mér ... svo þurfti ég að skreppa í bað. Hleyp niður eftir smá!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.8.2007 kl. 16:15

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Takk fyrir síðast :)

GEITUNGAR  ooohhhh  ég fæ nú bara hrylling um mig, er svo dauðhædd við þá að það nær ekki nokkurri átt, hefði örugglega lamast að skelfingu í þinum sporum Gurrí "kattliðuga"  og að lenda á geitungakóræfingu í berjamó, segir mér bara það sem ég hef alltaf fundið innra með mér; ég á ekki nokkurt erindi í berjamó hehehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.8.2007 kl. 16:28

7 Smámynd: Jens Guð

  Til hamingju með fjölmiðlafárið í kringum afmælið.  Þetta er frábært.  Afmælið fær meiri umfjöllun í fjölmiðlum en þegar forsetahjónin giftu sig.  Ég fletti Séð & heyrt.  Þar blasti umfjöllun við.  Ég fletti Mogganum.  Sama sagan.  Þá hætti ég að fletta fleiri blöðum fannst fréttatök frekar einhæf.  Þetta er sprenghlægilegt.  Ég er sannfærður um að 49 ára afmælisdagur hefur ekki í fyrri tíð vakið jafn mikla athygli.  Hehehe! 

  Fimmtugsafmælið að ári verður klárlega forsíðufrétt dagblaða og tímarita og fyrsta frétt sjónvarps- og útvarpsstöðva.  Það er skemmtilegt að eiga svona fræga bloggvinkonu!

Jens Guð, 13.8.2007 kl. 21:55

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ji minn hvað ég er að missa af miklu. Ég er ekki áskrifandi af mogganum. (get ég sagt þetta hér? Mér verður kannski hent út af moggabloggi). Æðislega gaman að skoða myndirnar Gurrí. Takk fyrir það. Ég sé að við höfum verslað okkur lampastand og skerm á svipuðum tíma í IKEA. hahahaha.

Kíktu á Þröst:

http://motta.blog.is/blog/motta/

Jóna Á. Gísladóttir, 13.8.2007 kl. 22:28

9 Smámynd: Rebbý

vá missti ég af öllu við að fara út - verð að reyna að skreppa í búðina og ná gömlum mogga og kíkja í séð og heyrt-ið
mun allavega sjá myndir hérna inni þó til að róa mig

Rebbý, 14.8.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 49
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 687
  • Frá upphafi: 1505978

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 554
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband