Fokið í bæinn

Úti á stoppistöð í morgunÞað var ansi hvasst á leiðinni í bæinn. Þegar við ókum niður Kollafjörðinn kom mikil hviða, það hvein í öllu og bíllinn hristist til. Ég gerði mig stífa að vanda til að hjálpa bílstjóranum að halda strætó á veginum. Konur veinuðu og karlar kveinuðu ... eða hefðu gert ef þetta væru ekki Skagamenn, hörkutól komin af Jóni Hreggviðssyni og einnig Hallgrími (vonda) sýslumanni sem sýndi aumingja Kristrúnu litla miskunn (en það er önnur saga). Konan við hliðina á mér glennti upp augun og andaði aðeins hraðar þegar við lá að við fykjum út í sjó, það var allt og sumt. Á nokkrum sekúndubrotum var ég komin á kaf í björgunarstörf og var m.a. að skamma útlensku konuna fyrir að hafa ekki sett bílbelti á litlu dóttur sína þar sem þær sitja fremst.

Núna tvo daga í röð hef ég búið mér til latte heima til að taka með mér í strætó svo að nú er þetta orðið að vana! Eins gott að ég lærði á frussufroðudæmið og er ekki lengur hrædd við það. Kann núna að hita mjólk án þess að hún breytist í froðu en margir halda að það eigi að vera froða í latte! Mikill misskilningur. Ég skalf á stoppistöðinni en karlarnir tóku sig saman og hlýjuðu mér með faðmlögum og kossum ... eða hefðu gert væru þetta almennilegir karlmenn. Held að strákarnir mínir á sætukarlastoppistöðinni hefðu ekki látið þetta tækifæri sér úr greipum ganga.

Er eitthvað svo ofboðslega spræk núna ... held að það sé vegna þess að ég sofnaði eldsnemma í gærkvöldi, líklega fyrir tíu, sem er hálfgert heimsmet í himnaríki. Missti af Shield, uppáhaldsþættinum mínum ... nema hann sé ekki lengur á dagskrá, minnir að sl. þriðjudag hafi hann ekki verið. Svo halda þessir sem ríða rækjum hjá sjónvarpsstöðvunum, sérstaklega Stöð 2 að alvörukonur vilji eitthvað væl til að horfa á, neibbs, það eru hörkulögguþættir sem virka á okkur stelpurnar. Hafið endilega ljúfa þætti inn á milli fyrir mjúku mennina ... en hættið að kalla þá daga Stelpustöð! Hnuss!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jújú, Shield var á dagskrá í gærkvöldi. Sat einmitt og bölvaði öllum þessum lögguþáttum í sand og ösku í höfuðverkjapirringnum.

Maja Solla (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 08:51

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er að drepast úr forvitni. Hver var Hallgrímur vondi sýslumaður og Kristrún sem hlaut litla miskunn frá hans hendi?

Steingerður Steinarsdóttir, 15.8.2007 kl. 09:18

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Mikið er ég innilega sammála þér með að kalla suma daga "Stelpustöð" á stöð 2. Ég hreinlega þoli ekki Ophru og aðra svona væli væl þætti og vel frekar löggu og bófa þættina. "Konu"myndir eiga heldur ekki mikið upp á pallborðið hjá mér, má ég heldur biðja um hasar og stuð eins og til dæmis Hostel, Kill Bill og þess háttar.

Mikið var nú gott að þú faukst ekki út í sjó, hann er eitthvað svo kaldur og blautur.

Fjóla Æ., 15.8.2007 kl. 09:26

4 Smámynd: Gúrúinn

Það er nýrri Síld fáanleg á Skýn sjónvarpsstöðinni.

(Er þetta ekki orðað nógu  leyndó til að 365-löggan setji ekki lögbann á mig?)

Gúrúinn, 15.8.2007 kl. 09:32

5 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég sem áskrifandi Stöðvar2 - næstum því frá byrjun - sagði upp áskriftinni um daginn.  Það fauk í ljúfmennið - eftir enn eina endursýninguna á einhverri illa leikinni, ömurlegri "konumynd"........  Það eina sem ég á eftir að sakna eru Stelpurnar - en ég verð þá alltaf óvart í heimsókn hjá þér Gurrí - þegar þær eru á dagskrá!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 15.8.2007 kl. 09:51

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, jú, Gúrú!

Fjóla, eins og talað út úr mínu hjarta!!! Elska Kill Bill líka!

Gat nú verið að frú Steingerður vaknaði við bókmenntatilvísun ... hehehehe. Þorsteinn frá Hamri skrifaði svo ansi skemmtilega bók um Hallgrím og Kristrúnu ... Hallgrímur góði var smali en hinn sýslumaður. Ég tók þessa bók fyrir á Aðalstöðinni og hringdi í einn afkomandann ... Hallgrím í bókabúðinni á Akranesi. Rétt mundi eftir að spyrja hann að því hvort hann væri kominn af góða Hallgrími eða vonda Hallgrími. Það var víst sá síðarnefndi. Kristrún var fátæk ekkja með börn ... og Hallgrímur vondi var henni vondur ... Kannski á ég þessa bók einshvers staðar, hún er vel þess virði að lesa hana.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.8.2007 kl. 09:54

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ingibjörg, þú mætir og horfir með mér á Stelpurnar! Þær eru æði!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.8.2007 kl. 10:23

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heyrðu Gúrú, síðan þín er LÆST!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.8.2007 kl. 10:24

9 Smámynd: krossgata

Að vera að skemma kaffi með mjólk!!!!  *svakalegur-vandlætingarkall*

krossgata, 15.8.2007 kl. 11:24

10 identicon

Sjálfur er ég eiturhress að vanda, þó svo að sumir sem hafi sofið við hlið mér í nótt hafi ekki sofið mikið fyrir hrotum... yikes! - Ég skrifaði annars staðar um þetta, að kannski ætti ég að fara í kirtlatöku, eða ætti maður að prófa eitthvað fyrst?

Þú ert mitt morgunkaffi, en það er að nálgast hádegið ... best að rölta í vinnuna.

Knús knús!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 11:38

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú í góðum gír að vanda skottið mitt. Frábært að taka með sér kaffi og mér finnst það ekkert skemmast með mjólk, misjafn smekkur manna. Ég er búin að henda st-2 út nenni þeim ekki og er búin að komast að því að það er fátt að sakna, en stelpurnar eru góðar, koma örugglega út á DVD á næstu árum. Sólarkveðja á Skagann.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 12:10

12 identicon

Ég er greinilega ekki komin af Jóni Hreggviðssyni því að ég er tryllingslega hrædd í svona veðri  Þú ert hetja og ég er latte skv. skilgreiningunni en ekki miðað við kaffivenjurnar, ég vil froðu takk - muna það þegar ég kem í heimsókn!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 12:20

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég horfði á Shield mjög spennandi.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.8.2007 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 38
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 676
  • Frá upphafi: 1505967

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 545
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband