Tommablogg

MormónarTommi bílstjóri ók nokkrum kurteisum, ljúfum og snyrtilega klæddum mormónum frá Akranesi í dag og auðvitað spurði ég ásatrúarmanninn sjálfan hvort hann hefði ekki reynt að snúa þeim. „Fórna þeim, meinar þú?“ spurði hann kvikindislega. Svo hélt hann áfram með mormónana: „Einu sinni keyrði ég nokkra mormóna frá Keflavík og þeir fóru nötrandi út við Grindavíkurafleggjarann, ég lýsti fyrir þeim mannfórnum og þeir trúðu mér. Svo vann ég með manni sem ætlaði að gerast mormóni til að geta átt nokkrar eiginkonur. Ég benti honum á að hann myndi eignast jafnmargar tengdamæður og þá hætti hann við. Svo datt honum í hug að verða múslimi til að geta bannað konu sinni að aka bíl, hann var orðinn svo þreyttur á því að fá aldrei bílinn.“ Tommi dæsti. Ekki skrýtið, afar undarlegur fyrrum samstarfsmaður.

Tengdamömmur„Verðbréfamiðlararnir hrynja niður eins og flugur núna, bókstaflega,“ hélt Tommi áfram. „Þeir eru skrapaðir upp úr gangstéttunum eftir hrunið á verðbréfamörkuðunum. Það er öðruvísi í Brasilíu, þar fjúka sjónvörp og tengdamæður út um gluggana ef fótboltaleikur tapast.“ Ég sá þetta alveg fyrir mér, enda kann Tommi að segja myndrænt frá hlutunum. TengdóÉg áttaði mig líka á því hvers vegna hann á ekki konu. Hann er svo hræddur við tengdamæður!

Rétt áður en við komum að Hvalfjarðargöngunum mættum við hinum strætó, en allir vita að Skagamenn þurfa tvo vagna á milli. Tommi horfði sorgmæddur á hinn bílinn og sagði: „Þetta er bíllinn minn!“ Skagabílstjórarnir elska flestir „bílinn hans Tomma“ sem er nýrri árgerð og ögn kraftmeiri en þessi sem við vorum á. „Ég fer í hungurverkfall ef ég fer ekki að fá hann,“ muldraði hann. Útlenska konan settist fyrir aftan mig í Mosó með dóttur sína og mér fannst alveg frábært þegar ég heyrði smellina í bílbeltunum þeirra. Stelpan skrafaði, alsæl með tilveruna. Mikið skemmti ég mér betur yfir henni núna seinnipartinn þegar ég var ekki að leka niður af syfju. Held að ég fari snemma að sofa í kvöld til að geta tekið lagið með henni í fyrramálið og kennt henni að telja upp á 100 ... og svo aftur á bak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætli einhver tengdur konunni hafi lesið bloggið þitt?  Ég meina hún er ekki vön að spenna beltin er það?  Ég er voða hrædd við Tomma.  Hann gæti fórnað mér nema kannski ég sleppi af því húsbandið er einn af fyrstu meðlimum Ásatrúarhópsins.

Kveðjr,

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 18:54

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Það er almennur misskilningur hjá mönnum að gerist þeir mormónar þá megi þeir eiga margar konur. Slíkt var aflagt í mormónatrú átjánhundruðáttatíuogsex ef ég man rétt. Allavega ekki mikil skekkja þar...Svo þeir verða að taka aðra trú vilji þeir eiga margar tengdamæður...

Brynja Hjaltadóttir, 16.8.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: krossgata

Kannski konan með barnið haldi að það þurfi ekki belti nema aftar í vagninum.  *hugsi-kall*

krossgata, 16.8.2007 kl. 21:58

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég furða mig endalaust á því hvað þú gerir strætóferðir áhugaverðar!!

Heiða B. Heiðars, 16.8.2007 kl. 22:29

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég hef aðeins eitt að segja..... rabbarbarapie?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 22:37

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hvað gerir Tommi við fólk sem spennir ekki beltin? Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Rabbabarapie, já takk! Upgrade your email with 1000's of emoticon icons


Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.8.2007 kl. 23:06

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, hringi í Huldu á morgun og fæ uppskriftina. Sagði henni að beiðnir hefðu komið um það á blogginu! Góða nótt alle mine knuselige blogvenner!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.8.2007 kl. 23:32

8 Smámynd: Svava S. Steinars

Hæ hó og hamingju með afmælið þó seint sé !!!  Ég var netlaus frá 4. ágúst og var með í kollinum þá vitleysu að afmælið væri næstu helgi.  Snöft snöft, ég missti því af því, ég sem var í sumarbústað við Hreðavatn, réttu megin við göngin og allt !  Verð að kíkja síðar þegar ég er búin að ná hausnum upp úr flutningskössunum.  Knús frá mér !

Svava S. Steinars, 16.8.2007 kl. 23:38

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mormónar, hormónar skil aldrei hvað þeir eru að gera hér á landi. Það eru tveir spariklæddir drengir sem hafa spásserað hér um bæinn síðustu ár, veit samt ekki um neina mormóna hér. Kannski er þetta ágætis leið til að komast frá heimalandi sínu.  Veit ekki, en vill virkilega einhver eiga meira en eina konu?? Skemmtu þér vel í strætó á morgun.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 23:44

10 Smámynd: krossgata

Ég veit ekki með mormóna, en hormónar munu vera í öllum löndum og alveg bráðnauðsynlegir þó ekki sé nema til að stuðla að fjölgun mannkyns. 

krossgata, 16.8.2007 kl. 23:56

11 Smámynd: Rebbý

já merkilegt hvað strætóferðirnar eru að verða ljóslifandi í hugum okkar

Rebbý, 17.8.2007 kl. 00:44

12 Smámynd: www.zordis.com

Lífið í Lit ... Strætóferðir fá aðra merkingu með Gurrí! 

www.zordis.com, 17.8.2007 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 213
  • Sl. sólarhring: 326
  • Sl. viku: 905
  • Frá upphafi: 1505912

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 738
  • Gestir í dag: 165
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband