T.G.I.Friday ...

LatteSá að klukkan var alveg að verða 6.41 þegar ég byrjaði að búa mér til latte í götumáli í morgun. Veðjaði við sjálfa mig, eins og svo oft, að ég myndi ná þessu og samt ekki missa af strætó. Sé mest eftir því að hafa ekki lagt eitthvað undir þar sem ég gjörsigraði sjálfa mig og hljóp í loftinu út á stoppistöð með latte í annarri og Tár, bros og takkaskó í hinni. Heimir sat undir stýri og kom okkur örugglega á áfangastað, þessi elska. Sagði mér að hann hefði verið í heyskap alla síðustu helgi hjá foreldrum sínum. 

Gott að lesa í strætóSamferðafólk mitt sendi mér undarlegt augnaráð þegar það sá hvaða bók ég var að lesa en ég lét það ekki á mig fá, er endanlega frjáls úr viðjum smáborgaralegra lífsreglna og hámaði í mig þessa svokölluðu unglingabók ... fyrir stráka! Ef rithöfundar, tískumógúlar og ýmsir bisnissmenn vissu bara hvað þeir gera mikla skyssu með því að setja aldurstakmörk eða kynjabinda hlutina. Það ætti að sjálfsögðu að auglýsa þessa bók sem frábæra fyrir t.d. krakka, kerlingar og ketti ... eða ekki. Man hvað ég var sár út í SkjáEinn þegar reynt var að höfða til UNGA FÓLKSINS með dagskránni og ég barðist við erfiðar hugsanir ... er ég svona barnaleg að hafa gaman af þessu, er þetta einhver klikkun hjá mér að geta horft á þetta? O.s.frv. Held reyndar að Skjárinn sé hættur þessu bulli. Hef reyndar ekki sérlega gaman af því sem á að höfða til míns aldurshóps, eins og t.d. Jay Leno. FótboltiMætti ég þá biðja um Conan O´Brien, plís eða hinn þarna, Jon Stewart (?)! Skjárinn féll reyndar ofan í þá viðurstyggilegu, mannfjandsamlegu gryfju að vera með svokallað kvenvænt sjónvarpsefni á þeim tíma sem Heimsmeistarakeppnin í fótbolta stóð yfir í fyrrasumar. Djöfull var ég móðguð út í þá en vissulega missti ég alltaf af þessum viðbjóði þar sem ég horfði á fótboltann. Þeir settu hundleiðinlega "stelpuþætti" á dagskrá. Þetta er svo skoðnanamyndandi fyrir ungar stelpur sem halda að þær eigi að fyrirlíta fótbolta og horfa á kvenlegan hrylling Ég er enn öskureið vegna allra þeirra ára sem ég horfði ekki á fótbolta og jafnvel píndi mig til að horfa á sannsögulegar sjónvarpsmyndir.  (Fliss)

Þetta verður langur, annasamur en örugglega guðdómlegur dagur í dag. Megi hann samt verða enn betri, dásamlegri og skemmtilegri hjá ykkur (þetta eru ekki væmnar, sætar óskir til ykkar, heldur árangursríkur galdur sem byrjar að virka NÚNA!) Mikið er ég samt þakklát fyrir að það skuli vera föstudagur og helgin að koma! Vá, hvað ég skal sofa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvort hann virkar þessi galdur Gurrí...akkúrat þegar þú skrifaðir þetta vaknaði ég við það að fá eitthvað gott í hausinn og hef ekki getað hamið hamingju né lífsgleði síðan. Vissi bara ekki hvað hafði gerst fyrr en ég las bloggið yðar. Thank you very many for this spell.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 08:56

2 Smámynd: krossgata

Já, þvílíkt frelsi þegar viðjar smáborgaralega hugsunarháttsins hafa ekki áhrif lengur og maður getur gert eitthvað allt annað á kvenvænum sjónvarpsdögum en að horfa á sjónvarp.  Þetta hlýtur að vera dásamlegt þegar svo ofan á bætist hin stóíska ró og einstakt jafnaðargeð sem yfir mann færist þegar maður hefur orðið 49 ára í fyrsta sinn.   Ég hef ekki reynt þann kafla enn en bíð spennt.

krossgata, 17.8.2007 kl. 09:33

3 Smámynd: krossgata

Smellti of fljótt á Senda.... ætlaði að segja líka:  Eigðu góðan dag.

krossgata, 17.8.2007 kl. 09:34

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Njóttu dagsins Gurrí mín. Það ætla ég að gera

Jóna Á. Gísladóttir, 17.8.2007 kl. 09:53

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég var að lesa Tár, bros og takkaskór núna um daginn og skemmti mér vel. Hún er hreint ágætlega skrifuð og alls ekki bara fyrir stráka.

Fjóla Æ., 17.8.2007 kl. 09:59

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvað er þetta eiginlega með "Tár, bros og Takkaskó" Þú ert að lesa hana, Fjóla nýbúin og svo sá ég einhverja klausu í einu dagblaðanna í dag með heiti bókarinnar í fyrirsögn og mynd af höfundi, er eitthvað rosa come back í gangi?

ps. frábær lesningin af Tomma og mormónunum.

sama

Edda Agnarsdóttir, 17.8.2007 kl. 10:07

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það var verið að endurútgefa hana loksins í kilju en hún kom fyrst út 1990! Það er fréttnæmt ... Fékk hana senda og mun fjalla um hana í næstu Viku! 

Guðríður Haraldsdóttir, 17.8.2007 kl. 10:42

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eigðu góða helgi. Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.8.2007 kl. 11:03

9 Smámynd: Fjóla Æ.

Þetta með bókina er kannski ekki svo skrítið. Hún er skemmtilega skrifuð og gefur ekkert svo ósanna mynd af raunveruleika unglingsins. Ég datt í að lesa hana því hún var allt í einu á eldhúsborðinu hjá mér.

Fjóla Æ., 17.8.2007 kl. 11:19

10 Smámynd: Rebbý

lúxus að hafa atvinnu af því að lesa bækur
fékk nett áfall þegar ég byrjaði að lesa unglingabækurnar hennar Isabel Allende  en sá að maður vex aldrei upp úr krakkanum í sjálfum sér (sem betur fer)

Rebbý, 17.8.2007 kl. 11:22

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu dagsins og bókarinnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 11:54

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eigðu ljufan dag og vonandi hvílistu vel um helgina. Hér eru svipuð plön í gangi og veðrið er ljúft, ætla út í göngu þegar kisa skríður ofan af bumbunni á mér, hún elskar mig, trúirðu því?? 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 12:02

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Upgrade your email with 1000's of cool animations  Góðar stundir í dag og alla daga, amen.
Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.8.2007 kl. 12:05

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Spennandi með bókina, ég verð að fara ná mér í eintak.

Edda Agnarsdóttir, 17.8.2007 kl. 13:17

15 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Eigðu frábæran dag nafna

Brynja Hjaltadóttir, 17.8.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 25
  • Sl. sólarhring: 570
  • Sl. viku: 2473
  • Frá upphafi: 1457342

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 2059
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband