18.8.2007 | 22:22
Fínasta menning hér á Skaga
Hér í himnaríki hefur allt verið ágætlega menningarlegt í kvöld, nema ég hef ekkert komist í að lesa Potter og kemst eflaust ekki til fyrr en um miðnætti eða svo. Ellý ætlar að kíkja og menningast með mér kl. 23 og horfa á flugeldana hinum megin við hafið. Mikið skemma nú nýju, flottu, stóru svalirnar fyrir mér gleðina (útsýnið) yfir því að njósna um Reykvíkinga með stjörnukíkinum. Ég næ ekki að sjá t.d. 116 Reykjavík, eða Kjalarnesið, en næ þó miðbænum og Seltjarnarnesinu. Veðrið er gjörsamlega guðdómlegt, sjórinn sléttur og útsýnið gott.
Sigga með Ísak, Ellý með Úlf. Mynd úr afmæli 2007.
Heyrði í mömmu áðan en þær Hilda komu úr sumarbústaðavikudvöl í gær. Tvíburarnir knáu, Ísak og Úlfur, gistu eina nótt hjá þeim og mamma á ekki orð yfir hvað þeir voru góðir, þeir dunduðu sér víst tímunum saman. Þeir eru víst alltaf jafnglaðir þegar þeir sjá hvor annan og eru farnir að þróa með sér tvíburamál, heyrðist mér á mömmu sem heldur því fram að þeir séu undrabörn. Tek undir það, enda er ótrúlega gáfað og líka fallegt fólkið í þessari fjölskyldu ... jamm, rétt ályktað, hluti hennar er úr Þingeyjarsýslu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 213
- Sl. sólarhring: 308
- Sl. viku: 905
- Frá upphafi: 1505912
Annað
- Innlit í dag: 172
- Innlit sl. viku: 738
- Gestir í dag: 165
- IP-tölur í dag: 159
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hógværðin alltaf söm við sig. Kveðjur í menninguna á Skaganum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 22:31
Þingeyingar, hmmm...Ég slapp við eldglæringarnar en fann höggin alla leið hingað í sveitina. Þetta verða örugglega hreystimenni hin mestu, þessir piltar.
Þröstur Unnar, 18.8.2007 kl. 23:21
Já, það heyrðust miklar drunur úr bænum. Hér fyrir neðan himnaríki hafði safnast fjöldi manns til að fylgjast með. Við vorum sex gellur úti á svölum hjá mér og einn köttur. Mikið stuð!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.8.2007 kl. 23:34
Þetta var flott sýning, ég sat á besta stað við Sæbrautina og fékk allt dæmið beint í andlitið. Höggin frá sprengingunum skullu á manni og púðurreykurinn fyllti vitin. Magnað ! Btw, hvernig kaupi ég meira myndapláss ? Do tell !
Svava S. Steinars, 19.8.2007 kl. 01:57
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.8.2007 kl. 02:05
sýningin var snilld í ár. Frábært að slökkva á götulýsingu á meðan, man ekki eftir því áður.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.8.2007 kl. 10:45
Kíkti ekkert með stjörnukíkinum. Kl. 23.01 hringdi dyrabjallan og Ellý, ásamt vinkonu og þremur börnum þusti inn. Til að bjarga kíkinum frá börnunum þá lét ég sem hann væri ekki til, enda kannski ögn skemmtilegra að standa flissandi úti á svölum í skemmtilegum félagsskap. Var búin að koma mér vel fyrir með kíkinn inni í bókaherbergi rétt fyrir 11, búa mér til latte og bara beið ... æ, ég er svo mikill nörd, en þá hringdi bjallan.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2007 kl. 11:49
Gurrý mín, kíkirinn kemur brátt í góðar þarfir, því Jenný er að búa sig undir sæti í Breiðholtinu og hrópa yfir! Þá getur þú kíkt á hana hrópandi og kannski lesið varalestur! Hver veit? (Kíktu annars á bloggið hennar)
Edda Agnarsdóttir, 19.8.2007 kl. 12:00
Ég reyndi líka að vinka þér en fékk ekkert svar. Það hlaut að vera skýring á þessu!
Laufey Ólafsdóttir, 19.8.2007 kl. 12:19
Ég er náttúrlega Norðlendingur mikill, þó svo að mestalla ævina hafi ég búið á höfuðborgarsvæðinu, ... en fólk úr þessum sýslum er hraust ... sannarlega!
Knúskossar!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 12:38
Ég fór niður að strönd og vænti þess að sjá flugeldasýninguna eða a.m.k glampana frá henni hingað yfir.Svona menningarviti..hálfviti.... eins og ég verð að vera með í slíkri uppákomu. Segir sig sjálft. Löngu eftir miðnætti gerði ég mér grein fyrir að ég var vitlausu og megin og var að góna yfir til frakklands sem sprengdu enga flugelda í gær.
Gurrí mín þú ert engin nörd..ert bara bráðum að verða fimmtug...knús
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 13:01
Hmmm, síðan hvenær 360 dagar "alveg að verða-eitthvað"? Ég verð sko lengi í viðbót 40 plús ... jafnvel nokkur ár!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2007 kl. 13:06
Tíminn líður sko hraðar og hraðar með aldrinum..á þínum hraðamælingum miðað við aldur erum við kannski að tala um þrjúhundruðogsextíuogeitthvað mínútur!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 13:10
Hnussss, ætla sko að njóta þess í langan tíma að vera fjörutíuogeitthvað, rúmlega fertug, á fimmtugsaldri osfrv. Mun telja í árum, ekki dögum, hvað þá mínútum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2007 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.