19.8.2007 | 13:03
Held að ég viti ástæðuna ...
Á miðnætti í kvöld verður sýndur á RÚV þáttur um morðið á Gunnari leigubílstjóra, í röðinni Sönn íslensk sakamál. Hef reyndar aldrei verið svo fræg að sjá þessa þætti og stefni að því að verða sofnuð á þessum tíma vegna ókristlegs fótaferðartíma upp úr sex.
Við Mía systir vorum í leynifélaginu Frinton Rods. Pabbi hjálpaði okkur að finna sérstök leyninúmer sem voru reyndar fyrrihluti kennitölu okkar, ég var alla vega númer 120858. Við fórum í langar gönguferðir um Akranes og reyndum að upplýsa dularfull mál ef þau ræki á fjörur okkar. Minnir að við höfum elt grunsamlegan mann alla leið niður á hótel þar sem hann hvarf inn í teríuna. Mjög líklega framdi hann myrkraverk þar en við gátum ekkert sannað, kannski var hann látinn hverfa en við sáum hann aldrei aftur. Þegar morðið á Gunnari leigubílstjóra kom í blöðunum og þjóðfélagið lék á reiðiskjálfi vegna þess ákváðum við að nú væri komið að því að leysa okkar fyrsta mál. Enid Blyton sagði a.m.k. í Dularfullu bókunum að krakkar væru svo klárir og léku sér að því að gera lögregluna að fífli, nema góða lögreglustjórann. Þetta strandaði bara á einu, hvernig áttum við að komast til Reykjavíkur? Vissulega gekk Akraborgin á milli ... en hvernig áttum við að smygla okkur með henni og plata mömmu þannig að hún fattaði ekki að við værum horfnar. Fullorðið fólk hafði þá, líkt og í dag, engan skilning á háleitum fyrirætlunum barna, um það mátti líka lesa í Dularfullu bókunum. Svo var annað vandamál, höfuðborgin var svo risastór og við kunnum ekki á strætó. Mitt í öllum þessum pælingum varð Mía unglingur, hætti að hjóla og fór að ganga í síðri kápu og sagði sig úr leynifélaginu.
Ég fer ekki ofan af því að átthagafjötrar og gelgja hafi verið ástæða þess að málið upplýstist aldrei.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 219
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 1505932
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 516
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Voru kennitölur þegar þú varst ung? Voru það ekki nafnnúmer?
Annars er leitt að þið upplýstuð ekki glæpinn. Það er ekki oft sem hormónar hafa komið í veg fyrir glæpi, yfirleitt er það í hina áttina. Ég sá annars ekki þáttinn, fannst morðinginn einhvern tímann?
Gúrúinn, 19.8.2007 kl. 13:24
hahahaha flott að lesa þetta í morgunsárið ... glaðvöknuð núna
vesen að Mía varð unglingur svona snemma
Rebbý, 19.8.2007 kl. 13:26
Morðinginn fannst aldrei, skilst mér!
Mig minnir að það hafi verið þessi drög að kennitölu á nafnskírteininu og síðustu fjórir stafirnir (í kennitölunni) voru svokallað fæðingarnúmer og 9 aftast. Ég fattaði þetta allt sko þegar ég bjó í torfkofanum og hitaði kaffi fyrir mömmu á hlóðunum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2007 kl. 13:28
Mikið er ég fegin að hafa ekki átt stóra systir!! Greinilega ekkert hægt að stóla á þær...vona að mínar 4 yngri systur hafi ekki svona slæma reynslu af mér...
SigrúnSveitó, 19.8.2007 kl. 14:25
Ævintýrabækurnar voru sko frábærar, ég vildi að hefði tölu á öllum þeim bókum sem ég las frá 5 ára aldri til 18 það er sko safn á heilt skip til Laos. Kær kveðja á Skagann. Njóttu dagsins.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2007 kl. 15:01
Skv. pabba vissu allir hver morðinginn var, bara tókst ekki að sanna glæpinn á hann.... Þetta var audda fyrir daga CSI og töfraprentarans þeirra sem gubbar út úr sér greiningu á dna og hverju sem er á nokkrum mínútum. En það er ekki of seint að pússa rykið af spæjarahæfileikunum, nú ratar þú um bæinn og þarft ekki að laumast neitt. Væri fínt að crack a cold case Btw, var virkilega til bók sem hét Ævintýrastíflan ??? Man ekki eftir að hafa lesið hana og ég hélt virkilega að ég hefði lesið hverja einustu Enid Blyton bók sem gefin hefur verið út
Svava S. Steinars, 19.8.2007 kl. 16:47
Baggalútur gaf út Ævintýrastífluna, innihaldið tengist eitthvað Kárahnjúkavirkjun. Svo allir vissu hver morðinginn var, þær fréttir komu aldrei á Skagann ... fáum Cold Case liðið í málið! Hringi beint í Míu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2007 kl. 17:33
Leiðindi að þú skulir ekki hafa þekkt mig þegar þið ætluðuð að leysa Gunnarsmálið. Ég hefði kennt þér hvernig má svindla sér í Akraborgina með góðum árangri.
Af hverju í ósköpunum hét félagið: Frinton Rods??
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 17:34
Þið Svava eruð efni í leynilögreglumenn, kunnið að spyrja réttu spurninganna! Í einni Dularfullu bókinni fundust tveir bréfmiðar á glæpavettvangi, á öðrum stóð Frinton og á hinum Rods. Í ljós kom að mjólkurpósturinn hafði óhreint mjöl í pokahorninu en miðarnir voru raktir til hans.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2007 kl. 17:44
Svava, Gurrí og Jenný, bara skiptast á við Stebba yfirlöggu, og standa miðbæjarvaktir. Þið næðuð örugglega fullt af þrjótum.
Þröstur Unnar, 19.8.2007 kl. 17:49
Þetta er nú meira Ævintýrið.
Kristín Katla Árnadóttir, 19.8.2007 kl. 18:07
Ferlega hefði nú verið spennandi ef þið hefðuð leyst gátuna.....
Hrönn Sigurðardóttir, 19.8.2007 kl. 19:36
Ég ætla að horfa á þáttinn.
Halla Rut , 19.8.2007 kl. 19:59
ARRRRGGGHHHH .... þegar ég bjó í torfkofanum og hitaði kaffi fyrir mömmu á hlóðunum.....
ég skynja smá frústreringu í þessu hjá þér. Ég er í kasti
Jóna Á. Gísladóttir, 19.8.2007 kl. 22:37
Hehehhe, þetta var svona spurning: Voru til bílar þegar þú varst lítil? Katrín sagði líka að ég væri nörd af því að ég væri að verða fimmtug og ég sem er enn með leifar af 49 ára veislunni inni í ísskáp, skjúsmí bara, má maður vera fjörutíuogeitthvað í friði!!! Skyldi Madonna fá svona spurningar oft á dag?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2007 kl. 22:45
Það voru nafnnúmer þegar ég var að hita kaffi fyrir mömmu á kolaeldavélinni í bárujárnshjallinum... (er nefnilega ekki alveg orðin 49 og aðeins orðið þróun í heimilistækjum og íslenskum byggingariðnaði). Það voru tvær fjögurra stafa tölur með bandstriki á milli og ég man mitt nafnnúmer. Það gerist með aldrinum líka, maður man allt gamalt en ekkert nýtt tollir í minninu stundinni lengur.
krossgata, 19.8.2007 kl. 22:45
Ég ætlaði bara að segja það ! Ævintýrastíflan og ég hefði aldrei lesið hana...döh hvað maður er einfaldur..
Brynja Hjaltadóttir, 19.8.2007 kl. 23:37
Madonna borgar sínum aðdáendum morð fjár fyrir að þegja yfir svona upplýsingum og spurningum. Viltu reikningsnúmerið mitt????????? Við erum ekki að tala um mánaðarlaun á Vikunni sko.....meira svona söluverð á Alvöru Himnaríki.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 00:50
Ég er talsvert undir fertugu enn og man bara eftir nafnnúmerunum. Var örugglega komin (eða fannst ég vera komin) á fullorðinsár þegar kennitöludótið kom.
Var einu sinni haldin Ævintýrastíflunni. Hún afar heiftarleg ritstífla og varði í nokkur ár. Þvílík ævintýrin sem ég kom mér í á meðan. Gott að vera farin að skrifa aftur. Sparar mér mikinn höfuðverk.
Laufey Ólafsdóttir, 20.8.2007 kl. 01:20
Ég hef ekki séð þessa þætti Sönn íslensk sakamál. Er ekki með sjónvarp. En mér skildist á sínum tíma að lögreglan hafi verið nokkuð viss um morðingja leigubílstjórans en vantað herslumun upp á sönnun.
Jens Guð, 20.8.2007 kl. 01:26
Anna panna, lesa kommentin, sjá komment númer 8 þar sem í ljós kemur að Ævintýrastíflan fjallar um Kárahnjúkavirkjun og var samin af Baggalútunum knáu á baggalutur.is, ég stal bókarkápunni miskunnarlaust af google.is.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.