Frískandi vinnukaldi - veðurlýsing morgundagsins

Algjört met-fámenni var í strætó í morgun, farþegar voru líklega bara 20 frá Akranesi til Rvíkur, bara þrír komu inn á Kjalarnesi og svo auðvitað Karítas í brekkunni. Tommi skemmti sér yfir þessum lágu mannfjöldatölum og sagði á hverri stoppistöð að nú færi hver að verða síðastur að tryggja sér sæti. Hvað ætli sé í gangi? Þarna vantaði m.a. ritarann á göngudeild þvagfæraskurðlækngina á LSH, indversku vísindakonuna hjá Íslenskri erfðagreiningu, djáknann í Sóltúni, hressu afgreiðslustúlkuna í Rekstrarvörum, kvensmiðinn sem vinnur e-r á milli Kjalarness og Rvíkur, manninn sem vinnur úti á Granda, manninn í gula jakkanum og miklu, MIKLU fleiri. Er flensa að ganga eða er þetta bara tilviljun? Yfirleitt er TROÐFULLT í strætó á morgnana ... yfir vetrartímann þarf meira að segja 25 manna aukabíl til að framfylgja lögum ... svo að allir fái sæti og geti sett á sig belti, þetta er jú þjóðvegur og stranglega bannað að standa í strætó númer 27.

Eilífðarunglingurinn TommiÞótt allir bílstjórarnir okkar séu algjörar perlur ríkir alltaf svo skemmtileg sætaferðastemmning í strætó hjá Tomma, nema við erum auðvitað ekki á rassgatinu virka morgna. Flestir þekkja þennan fyrrum óþekktaranga sem sögur herma að hafi setið inni flestar helgar á sokkabandsárunum fyrir kjaftbrúk við lögreglu. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það. Tommi er þó alla vega mikill strákur í sér og afar hneykslaður ef einhver vogar sér að dissa unglinga eða reyna að leggja stein í götu þeirra. Hann var í miklu stuði í morgun og hló þegar einhver sagði í útvarpinu að það hafi legið við troðningi: "Hnuss, þetta er eins og að segja að einhver hafi fengið snert af bráðkveddu!" Svo misskildi hann mig eitthvað þegar ég sagði að það kæmi ansi mikið rok á morgun og hélt að ég væri kvíðin (hahahhaah) ... sá þekkir mig ekki, ég hugsaði bara full tilhlökkunar um væntanlegar stórar öldur fyrir neðan himnaríki. Hann svaraði því til að svona veður (hávaðarok og heljarinnar-rigning) væri nú kallað frískandi vinnukaldi, það hefði a.m.k. verið gert til sjós, karlarnir dauðfegnir að fá slíkt veður, þeir svitnuðu minna á meðan. Svona geta nú strætóferðirnar verið lærdómsríkar. Hoppaði svo út við Vesturlandsveginn og fékk ungan og frískan mann í samflot upp súkkulaðibrekkuna en hann vinnur hjá Prentmeti, eiginlega við hliðina á vinnunni minni, bara Harðviðarval á milli. Með því að nota bæði kynþokka minn og lymskulegar morðhótanir á leiðinni fékk ég hann til að lofa okkur Sigþóru fari með vinnubílnum, sem er yfirleitt geymdur í Mosó, í vályndum veðrum í vetur.  Drjúg eru morgunverkin, segi nú ekki annað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Vó .. klukkan er bara 08:45 og þú búin að skrifa allt þetta um það sem gerðist á leiðinni í vinnuna!   

Ester Júlía, 20.8.2007 kl. 08:50

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Lendi yfirleitt í bænum kl. 7.30, þannig að þetta er eðlilegt ... gvuð, ég er að breytast í A-MANNESKJU! Argggg

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.8.2007 kl. 08:54

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vona að þú hafir tekið með þér ný-heimabakaða brauðsnúða handa vinnufélögum þínum Guðríður mín...Bakaðir þú þá áður eða eftir að þú fórst í göngu með alla hundana eftir ströndinni sem þú gengur með fyrir morgunlata skagamenn.'

Hvað heitir aftur vítamínið sem þú ert á??? Ég er enn á því að það þurfi heljarkvendi til, að vakna svona snemma og fara út í öll veður og strætóast til borgar hvern morgun..brrrrr!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 09:20

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að deyja úr bráðkveddu er "just about" það fyndnasta sem ég hef lesið lengi.  Hahahaha, ég hressist öll við morgunpistlana þína.  Njóttu dagsins, frú ritstjóri.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 09:28

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, njóttu dagsins Gurrí mín og megi himinháar öldur skemmta þér á morgun.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.8.2007 kl. 09:43

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert sko hress. ÉG er nú ekki manneskja sem hef hrifist af morgunferðum, allavega ekki fyrir 9, en einhverra hluta vegna er ég farin að vakna snemma (á minn mælikvarða) núna síðustu vikur og mánuði, dont know why.  Eigðu góðan vinnudag.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 11:10

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú kynþokkafulla morðkvendi...

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 11:11

8 Smámynd: Rebbý

verst að manninn í gula jakkanum vantaði - hefur hann ekki bara farið í annan lit í morgun?   

Rebbý, 20.8.2007 kl. 12:00

9 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæl gamla skólasystir.

Tommi vinur minn er hress.  Honum líkar rosa vel í akstrinum, og það er rosalegur munur að hafa svona hressa menn á morgnanna hann kann að koma orðum að hlutunum bið að heilsa honum.

Einar Vignir Einarsson, 20.8.2007 kl. 20:09

10 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ég er steinhissa á að strætó bs. skuli ekki hafa fattað að lykillinn að aukinni notkun gulu bílanna er að ráða frú Guðríði sem markaðsstjóra, kynningarstjóra eða blaðafulltrúa fyrirtækisins. Best væri reyndar ef konan yrði klónuð og höfð í hverjum einasta vagni. Þá fyrst yrði gaman í strætó. Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri.

Björg K. Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 20:29

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Björg þú gætir nú alveg verið hugmyndsmiður. Líst vel á þetta hjá þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 649
  • Frá upphafi: 1505940

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband