20.8.2007 | 08:46
Frískandi vinnukaldi - veðurlýsing morgundagsins
Algjört met-fámenni var í strætó í morgun, farþegar voru líklega bara 20 frá Akranesi til Rvíkur, bara þrír komu inn á Kjalarnesi og svo auðvitað Karítas í brekkunni. Tommi skemmti sér yfir þessum lágu mannfjöldatölum og sagði á hverri stoppistöð að nú færi hver að verða síðastur að tryggja sér sæti. Hvað ætli sé í gangi? Þarna vantaði m.a. ritarann á göngudeild þvagfæraskurðlækngina á LSH, indversku vísindakonuna hjá Íslenskri erfðagreiningu, djáknann í Sóltúni, hressu afgreiðslustúlkuna í Rekstrarvörum, kvensmiðinn sem vinnur e-r á milli Kjalarness og Rvíkur, manninn sem vinnur úti á Granda, manninn í gula jakkanum og miklu, MIKLU fleiri. Er flensa að ganga eða er þetta bara tilviljun? Yfirleitt er TROÐFULLT í strætó á morgnana ... yfir vetrartímann þarf meira að segja 25 manna aukabíl til að framfylgja lögum ... svo að allir fái sæti og geti sett á sig belti, þetta er jú þjóðvegur og stranglega bannað að standa í strætó númer 27.
Þótt allir bílstjórarnir okkar séu algjörar perlur ríkir alltaf svo skemmtileg sætaferðastemmning í strætó hjá Tomma, nema við erum auðvitað ekki á rassgatinu virka morgna. Flestir þekkja þennan fyrrum óþekktaranga sem sögur herma að hafi setið inni flestar helgar á sokkabandsárunum fyrir kjaftbrúk við lögreglu. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það. Tommi er þó alla vega mikill strákur í sér og afar hneykslaður ef einhver vogar sér að dissa unglinga eða reyna að leggja stein í götu þeirra. Hann var í miklu stuði í morgun og hló þegar einhver sagði í útvarpinu að það hafi legið við troðningi: "Hnuss, þetta er eins og að segja að einhver hafi fengið snert af bráðkveddu!" Svo misskildi hann mig eitthvað þegar ég sagði að það kæmi ansi mikið rok á morgun og hélt að ég væri kvíðin (hahahhaah) ... sá þekkir mig ekki, ég hugsaði bara full tilhlökkunar um væntanlegar stórar öldur fyrir neðan himnaríki. Hann svaraði því til að svona veður (hávaðarok og heljarinnar-rigning) væri nú kallað frískandi vinnukaldi, það hefði a.m.k. verið gert til sjós, karlarnir dauðfegnir að fá slíkt veður, þeir svitnuðu minna á meðan. Svona geta nú strætóferðirnar verið lærdómsríkar. Hoppaði svo út við Vesturlandsveginn og fékk ungan og frískan mann í samflot upp súkkulaðibrekkuna en hann vinnur hjá Prentmeti, eiginlega við hliðina á vinnunni minni, bara Harðviðarval á milli. Með því að nota bæði kynþokka minn og lymskulegar morðhótanir á leiðinni fékk ég hann til að lofa okkur Sigþóru fari með vinnubílnum, sem er yfirleitt geymdur í Mosó, í vályndum veðrum í vetur. Drjúg eru morgunverkin, segi nú ekki annað!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 11
- Sl. sólarhring: 193
- Sl. viku: 649
- Frá upphafi: 1505940
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 523
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Vó .. klukkan er bara 08:45 og þú búin að skrifa allt þetta um það sem gerðist á leiðinni í vinnuna!
Ester Júlía, 20.8.2007 kl. 08:50
Lendi yfirleitt í bænum kl. 7.30, þannig að þetta er eðlilegt ... gvuð, ég er að breytast í A-MANNESKJU! Argggg
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.8.2007 kl. 08:54
Vona að þú hafir tekið með þér ný-heimabakaða brauðsnúða handa vinnufélögum þínum Guðríður mín...Bakaðir þú þá áður eða eftir að þú fórst í göngu með alla hundana eftir ströndinni sem þú gengur með fyrir morgunlata skagamenn.'
Hvað heitir aftur vítamínið sem þú ert á??? Ég er enn á því að það þurfi heljarkvendi til, að vakna svona snemma og fara út í öll veður og strætóast til borgar hvern morgun..brrrrr!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 09:20
Að deyja úr bráðkveddu er "just about" það fyndnasta sem ég hef lesið lengi. Hahahaha, ég hressist öll við morgunpistlana þína. Njóttu dagsins, frú ritstjóri.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 09:28
Já, njóttu dagsins Gurrí mín og megi himinháar öldur skemmta þér á morgun.
Steingerður Steinarsdóttir, 20.8.2007 kl. 09:43
Þú ert sko hress. ÉG er nú ekki manneskja sem hef hrifist af morgunferðum, allavega ekki fyrir 9, en einhverra hluta vegna er ég farin að vakna snemma (á minn mælikvarða) núna síðustu vikur og mánuði, dont know why. Eigðu góðan vinnudag.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 11:10
Þú kynþokkafulla morðkvendi...
Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 11:11
verst að manninn í gula jakkanum vantaði - hefur hann ekki bara farið í annan lit í morgun?
Rebbý, 20.8.2007 kl. 12:00
Sæl gamla skólasystir.
Tommi vinur minn er hress. Honum líkar rosa vel í akstrinum, og það er rosalegur munur að hafa svona hressa menn á morgnanna hann kann að koma orðum að hlutunum bið að heilsa honum.
Einar Vignir Einarsson, 20.8.2007 kl. 20:09
Ég er steinhissa á að strætó bs. skuli ekki hafa fattað að lykillinn að aukinni notkun gulu bílanna er að ráða frú Guðríði sem markaðsstjóra, kynningarstjóra eða blaðafulltrúa fyrirtækisins. Best væri reyndar ef konan yrði klónuð og höfð í hverjum einasta vagni. Þá fyrst yrði gaman í strætó. Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri.
Björg K. Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 20:29
Björg þú gætir nú alveg verið hugmyndsmiður. Líst vel á þetta hjá þér.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.