Í netabolnum og til í allt ...

Hef alltaf jafngaman af því að sjá My Big Fat Greek Wedding sem var á dagskrá í gærkvöldi. Fyndin og ljúf. Seinnipartinn í gær sá ég Next með Nicholas Cage í hlutverki manns sem sá tvær mínútur fram í tímann og er fenginn til að aðstoða yfirvöld við að finna kjarnorkusprengju áður en hún springur. Hin besta mynd.

Morgunbaðið var æði og Tommi settist að sjálfsögðu á baðkersbrúnina og dáðist að tánum á mér eða þeim fádæmahetjuskap mínum að þora að leggjast ofan í svona rennblautt vatn ...

FormúlanNú er Formúlan að hefjast, hef reynt að fylgjast með henni í sumar en finn samt ekki fyrir sama geðveika spenningnum og fyrstu tvö árin eftir að ég fór að horfa. Held að reglubreytingar á tímabili hafi eitthvað með það að gera, t.d. þegar bannað var að skipta um dekk eitt árið.

Svo var líka spælandi þegar Montoya hætti en loksins þegar ég fann „minn mann“ þá hætti hann allt of fljótt. Hamilton gengur mjög vel en ég ákvað strax í vor að halda með honum.

Vona að þetta verði spennandi kappakstur í dag. Er sest í leisígörl, kominn í netabolinn og verð með volgan bjór í annarri og fjarstýringuna í hinni, tilbúin að öskra ... sjúr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að þú eigir hinn ljúfasta dag, bið að heilsa kisum og Jónatan.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 12:11

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég kom svo seint úr R-víkinni í gærkvöldi að ég missti af My big fat... en ég var líka að koma úr bíó og sá SICKO í Regnbogunum sem mér finnst mögnuð - mæli með henni.

Edda Agnarsdóttir, 26.8.2007 kl. 12:21

3 Smámynd: Gunna-Polly

hafðu bjórinn kaldan

Gunna-Polly, 26.8.2007 kl. 12:39

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hef séð báðar myndir.  Fínar.  Formúla og bjór; nó comment

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 12:51

5 Smámynd: www.zordis.com

Fór nú ekki vel fyrir Hamilton blessuðum í þessari keppni!  Hér var kaldur bjór í karlmannshöndinni, ýmsilegt nart og frúin fékk sér brakandi kampavín!  Ath. kampavínið hefur ekki neitt að gera með Formula 1  ..... þarf að fá mér lasygirl, for sjor!

www.zordis.com, 26.8.2007 kl. 13:56

6 identicon

Guðríður mín, ég er búin að tapa netfanginu þínu. Viltu senda mér það við tækifæri, langar að lauma að þér ekki einni heldur TVEIMUR "fréttatilkynningum" :) Hafðu það gott á þessum fallega sunnudegi!

Sigga (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 32
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 666
  • Frá upphafi: 1506019

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 539
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband