Galdurinn við að græta gesti sína

bridgetoterabithiaSteingerður og Eva Halldóra komu í yndislega heimsókn í dag. Þær fóru flóandi í tárum rúmum tveimur tímum síðar. Ástæðan var ekki vont kaffi eða svona leiðinlegt umræðuefni. Við vorum eitthvað að ræða um nýlegar myndir, hverjar væri skemmtilegar og hverjar ekki. Ég sagði þeim frá Next og að ég hefði verið of syfjuð í gærkvöldi til að horfa á Walt Disney-myndina Bridge to Terabithia á eftir. Þær mæðgur sögðust báðar ætla að sjá hana, ég ætlaði að horfa á hana í kvöld svo að við slógum þrjár flugur í einu höggi og skelltum henni í tækið. Ég hefði þurft að hafa þrjú lök eða stór baðhandklæði við höndina. Yndisleg en mjög sorgleg mynd sem endar samt krúttlega, eða þannig. Við föttuðum alveg hvað var að fara að gerast eftir nokkrar mínútur, ræddum það og allt, en létum samt veiða okkur í táraflaumsgildruna. Þarna er sem sagt komin fínasta leið til að græta gesti sína ef áhugi ef fyrir hendi ...

P.s. Jónatan kíkti aðeins í heimsókn á svalirnar til að sýna sig fyrir gestunum, hann ER kominn til að vera og fær annað fiskstykki í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Um að gera að kalla fram TILFINNINGAR hjá samferðamönnum sínum

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Svo skilur hún ekkert í því af hverju maður þorir ekki í heimsókn í Himnaríki. Jenný, farðu bara varlega ef þú ætlar þarna inn. Hún grætir fólk, safnar að sér allskonar dýrum sem geta gefið af sér ofnæmi, fuglaflensu, og guð má vita hvað.

Þröstur Unnar, 26.8.2007 kl. 17:23

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Gleymdi einu. Fuglum er hent út á svalir, og fá bara fiskstykki að borða, á meðan hún hreiðrar um sig í lötustelpu og skrifar ritstjórnargreinar.

Þröstur Unnar, 26.8.2007 kl. 17:26

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi ég fékk munnræpu og held áfram. Skildi Unnar Kjötvörur vera í uppáhaldi hjá Jónatan L Mávur? (skelfingarkall)

Þröstur Unnar, 26.8.2007 kl. 17:29

5 identicon

Jenný og Þröstur ! Þið eruð STÓRKOSTLEG !!! í myndrænum lýsingum ykkar.

Það er fólk, eins og þið; og títtnefnd Himnaríkisfrú, sem gleðja okkur samferðamennina, og lyfta okkur upp frá gráma hversdagsleikans.

Þröstur ! Þið Skagamenn, ættuð að bjóða mávinn, nýjasta fjölskyldumeðlim Guðríðar;  velkominn, í samfélag ykkar. Skemmtilegir og tignarlegir fuglar, með fullri virðingu fyrir öllum öðrum fuglategundum; að sjálfsögðu.   

Mbk./ Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 17:36

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tek undir með þér, Óskar Helgi, þau eru frábær!

Þröstur Unnar, held að Unnar matvörur séu í miklu uppáhaldi hjá mörgum! Og Jennslan mín, ætla að fara að stunda svona tilfinningasukk!

Guðríður Haraldsdóttir, 26.8.2007 kl. 17:45

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég vil helst vera ein að horfa á svona myndir. annars get ég ekki sleppt fram af mér beislinu og er með kökkinn í hálsinum þar til ég kemst afsíðis til að hleypa móðursýkinni út.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 19:11

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gestgjafinn stillti sig fyrir gestina sem reyndu að stilla sig fyrir gestgjafann, algjör pynting. Verð með hljóðeinangrað einkaherbergi fyrir hvern og einn næst! Og fullt af baðhandklæðum, lökum og tissjúi!

Guðríður Haraldsdóttir, 26.8.2007 kl. 19:15

9 Smámynd: krossgata

Senda karlinn og erfðaprinsinn í bólið og horfa svo t.d. á Steel Magnolias með nýupptekna eldhúsrúllu.  Alger hreinsun.

krossgata, 26.8.2007 kl. 19:17

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Aha, best að kíkja á hana ... ef þú lofar að hún sé ekki sannsöguleg, hata slíkar myndir. Sendi svo kettina í bólið! 

Guðríður Haraldsdóttir, 26.8.2007 kl. 19:25

11 Smámynd: krossgata

Veit ekki til að hún sé sannsöguleg, gæti örugglega verið það hvað varðar atburði, en fólk er ekki svona hnyttið í alvörunni út í eitt. 

"Tagline" fyrir myndina er:  The funniest movie ever to make you cry.  Ég get tekið undir það.

krossgata, 26.8.2007 kl. 19:30

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég horfði á þessa mynd mjög sorgleg.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2007 kl. 19:53

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er nú að jafna mig en get með sanni sagt að ég gráti þegar mér er gert að yfirgefa Himnaríki og lái mér hver sem vill.

Steingerður Steinarsdóttir, 26.8.2007 kl. 20:08

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég held að ég sé (sem sápu- og annars almenn sjónvarpsfæla) algerlega að missa af Bóldfærslunum hjá þér, Gurrí mín :D

Annars er spurning um að fara að kíkja í Himnaríkisheimsókn, er það ekki upplagt um helgi þegar er rok?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.8.2007 kl. 00:09

15 Smámynd: Svava S. Steinars

Hahaha, ég hefði viljað vera þarna fluga á vegg.  Ég er hinsvegar svo harðbrjósta að ég er viss um að ég hefði hlegið glaðlega, meðan þú, systir mín og frænka brotnuðu niður.

Svava S. Steinars, 27.8.2007 kl. 00:51

16 Smámynd: www.zordis.com

Yndisleg mynd, skemmtileg og sorgleg!  Þrjú þúsund tárum síðar ....

www.zordis.com, 27.8.2007 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 185
  • Sl. sólarhring: 276
  • Sl. viku: 1727
  • Frá upphafi: 1460660

Annað

  • Innlit í dag: 171
  • Innlit sl. viku: 1395
  • Gestir í dag: 167
  • IP-tölur í dag: 167

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband