26.8.2007 | 17:00
Galdurinn við að græta gesti sína
Steingerður og Eva Halldóra komu í yndislega heimsókn í dag. Þær fóru flóandi í tárum rúmum tveimur tímum síðar. Ástæðan var ekki vont kaffi eða svona leiðinlegt umræðuefni. Við vorum eitthvað að ræða um nýlegar myndir, hverjar væri skemmtilegar og hverjar ekki. Ég sagði þeim frá Next og að ég hefði verið of syfjuð í gærkvöldi til að horfa á Walt Disney-myndina Bridge to Terabithia á eftir. Þær mæðgur sögðust báðar ætla að sjá hana, ég ætlaði að horfa á hana í kvöld svo að við slógum þrjár flugur í einu höggi og skelltum henni í tækið. Ég hefði þurft að hafa þrjú lök eða stór baðhandklæði við höndina. Yndisleg en mjög sorgleg mynd sem endar samt krúttlega, eða þannig. Við föttuðum alveg hvað var að fara að gerast eftir nokkrar mínútur, ræddum það og allt, en létum samt veiða okkur í táraflaumsgildruna. Þarna er sem sagt komin fínasta leið til að græta gesti sína ef áhugi ef fyrir hendi ...
P.s. Jónatan kíkti aðeins í heimsókn á svalirnar til að sýna sig fyrir gestunum, hann ER kominn til að vera og fær annað fiskstykki í kvöld.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:18 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Um að gera að kalla fram TILFINNINGAR hjá samferðamönnum sínum
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 17:09
Svo skilur hún ekkert í því af hverju maður þorir ekki í heimsókn í Himnaríki. Jenný, farðu bara varlega ef þú ætlar þarna inn. Hún grætir fólk, safnar að sér allskonar dýrum sem geta gefið af sér ofnæmi, fuglaflensu, og guð má vita hvað.
Þröstur Unnar, 26.8.2007 kl. 17:23
Gleymdi einu. Fuglum er hent út á svalir, og fá bara fiskstykki að borða, á meðan hún hreiðrar um sig í lötustelpu og skrifar ritstjórnargreinar.
Þröstur Unnar, 26.8.2007 kl. 17:26
Æi ég fékk munnræpu og held áfram. Skildi Unnar Kjötvörur vera í uppáhaldi hjá Jónatan L Mávur? (skelfingarkall)
Þröstur Unnar, 26.8.2007 kl. 17:29
Jenný og Þröstur ! Þið eruð STÓRKOSTLEG !!! í myndrænum lýsingum ykkar.
Það er fólk, eins og þið; og títtnefnd Himnaríkisfrú, sem gleðja okkur samferðamennina, og lyfta okkur upp frá gráma hversdagsleikans.
Þröstur ! Þið Skagamenn, ættuð að bjóða mávinn, nýjasta fjölskyldumeðlim Guðríðar; velkominn, í samfélag ykkar. Skemmtilegir og tignarlegir fuglar, með fullri virðingu fyrir öllum öðrum fuglategundum; að sjálfsögðu.
Mbk./ Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 17:36
Tek undir með þér, Óskar Helgi, þau eru frábær!
Þröstur Unnar, held að Unnar matvörur séu í miklu uppáhaldi hjá mörgum! Og Jennslan mín, ætla að fara að stunda svona tilfinningasukk!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.8.2007 kl. 17:45
Ég vil helst vera ein að horfa á svona myndir. annars get ég ekki sleppt fram af mér beislinu og er með kökkinn í hálsinum þar til ég kemst afsíðis til að hleypa móðursýkinni út.
Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 19:11
Gestgjafinn stillti sig fyrir gestina sem reyndu að stilla sig fyrir gestgjafann, algjör pynting. Verð með hljóðeinangrað einkaherbergi fyrir hvern og einn næst! Og fullt af baðhandklæðum, lökum og tissjúi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.8.2007 kl. 19:15
Senda karlinn og erfðaprinsinn í bólið og horfa svo t.d. á Steel Magnolias með nýupptekna eldhúsrúllu. Alger hreinsun.
krossgata, 26.8.2007 kl. 19:17
Aha, best að kíkja á hana ... ef þú lofar að hún sé ekki sannsöguleg, hata slíkar myndir. Sendi svo kettina í bólið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.8.2007 kl. 19:25
Veit ekki til að hún sé sannsöguleg, gæti örugglega verið það hvað varðar atburði, en fólk er ekki svona hnyttið í alvörunni út í eitt.
"Tagline" fyrir myndina er: The funniest movie ever to make you cry. Ég get tekið undir það.
krossgata, 26.8.2007 kl. 19:30
Ég horfði á þessa mynd mjög sorgleg.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2007 kl. 19:53
Ég er nú að jafna mig en get með sanni sagt að ég gráti þegar mér er gert að yfirgefa Himnaríki og lái mér hver sem vill.
Steingerður Steinarsdóttir, 26.8.2007 kl. 20:08
ég held að ég sé (sem sápu- og annars almenn sjónvarpsfæla) algerlega að missa af Bóldfærslunum hjá þér, Gurrí mín :D
Annars er spurning um að fara að kíkja í Himnaríkisheimsókn, er það ekki upplagt um helgi þegar er rok?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.8.2007 kl. 00:09
Hahaha, ég hefði viljað vera þarna fluga á vegg. Ég er hinsvegar svo harðbrjósta að ég er viss um að ég hefði hlegið glaðlega, meðan þú, systir mín og frænka brotnuðu niður.
Svava S. Steinars, 27.8.2007 kl. 00:51
Yndisleg mynd, skemmtileg og sorgleg! Þrjú þúsund tárum síðar ....
www.zordis.com, 27.8.2007 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.