Mávasöngur að morgni

Í KollafirðinumTvær rútur, svo til kúffullar af skapgóðum og skemmtilegum Skagamönnum, fóru í bæinn í morgun undir nafninu strætó. Önnur rútan, aukabíllinn,  hirðir upp fjórar síðustu stoppistöðvarnar á Skaganum, m.a. sætukarlastoppistöðina (pirr pirr) og sundlaugar-stoppistöðina þar sem m.a. María frá Króatíu, indverska vísindakonan, Sigþóra, sú innfædda en samt ágæta, og fleiri Skagamenn koma vanalega upp í, einnig krúttin á Kjalarnesinu og Karítas í Mosó-brekkunni. Ferðin gekk ljómandi vel þrátt fyrir að Laxá í Kollafirði hafi flætt yfir bakka sína (sjá mynd, þið trúgjörnu bloggvinir) og svo var frekar skrýtið að hlusta á fréttirnar kl. 7 af rútuslysinu um helgina ...  Vona að fólk læri af þessu og noti nú belti ALLTAF! Annars er ég manneskjan sem les flugslysaspennubækur í flugvélinni án þess að tengja, skil ekki af hverju ég fattaði þetta með fréttirnar, kannski af því að karlmennirnir tóku andköf og héldust í hendur á meðan kéddlingarnar geispuðu af kúlheitum.

Í himnaríki í veturGaman var að fylgjast með Jónatan á svölunum á sjöunda tímanum í morgun. Ég henti vínarbrauði (svona eldgamaldags með rabarbarasultu) út á svalirnar og þegar ég VARÐ að hlaupa í strætó var Jónatan kominn og bjó sig undir að fá sér í gogginn. Kettirnir iðuðu af spenningi og líta á þetta sem skemmtiatriði fyrir sig en svo er nú ekki. Kannski er Jónatan frekjudolla sem verður kominn inn í eldhús fyrr en varir og fer að kúra undir sæng hjá mér ... það kemur þá bara í ljós! Vona bara að hann láti ekki vini sína og félaga í kórnum vita af þessu, nenni ekki að hafa The Birds á svölunum alla daga, held að nágrannarnir yrðu heldur ekki mjög hressir með það. Söngurinn í einum mávi er kannski krúttlegur en þegar þeir eru orðnir 247 talsins þá .... jamm! Jæja, nóg verður um að vera í dag. Seinna blaðið sem ég held utan um í fjarveru ritstjórans fer í vinnslu í þessari viku og það þarf að púsla á mörgum vígstöðvum. Hafið það ógó gott í dag!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, að geispa úr kúlheitum gefur orðinu kúl alveg nýja og dásamlega merkingu. 

Njóttu dagsins dúllan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 08:38

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sommeleðes, elskan mín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.8.2007 kl. 08:48

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú ert alveg milljón

Heiða B. Heiðars, 27.8.2007 kl. 08:58

4 Smámynd: www.zordis.com

247 hljómar hroðalega .... Spurning um að kyssa Jónatan, hann er kanski prins í álögum .... Gamall hafpeyji sem elskar þig frá annari tilveru. 

www.zordis.com, 27.8.2007 kl. 09:34

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fer beint í kossana ... æfi mig ... verð með gamlan fisk á milli tannanna ... sem ég læt hann ræna og í leiðinni kyssi ég hann. Ef hann breytist ekki í sætan prins ... arrrrgggg! Heheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.8.2007 kl. 09:43

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mávahlátur frá mér    alltaf stuð í strætó, spurning um að leigja sér herbergi í viku á skaganum og taka rútuna í bæinn bara til að prófa fílinginn.  Eigðu ljúfa vinnuviku skottið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 09:46

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þessa mávamyndir þínar, Gurrí, eru algjör sulta! Ég vildi að ég hefði tekið myndina af mávinum og hvæsandi kettinum sem þú varst með um daginn!

Hvaða brekka er það annars sem heitir Mosóbrekka? Ég man bara eftir tveimur brekkum á þinni leið í gengum Mosó, Ullarnessbrekkunni og Brúarlandsbrekkunni. -- Er önnur hvor þeirra Mosóbrekkan?

Svo verð ég endilega að fá dag í Laxá í Kollafirði!

Sigurður Hreiðar, 27.8.2007 kl. 10:22

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er Ullarnesbrekkan, Siggi minn, man aldrei hvað hún heitir fyrr en einhver nefnir hana. Þetta með Laxá í Kollafirði, ekkert vera að leita að henni, það er víst voða erfitt að finna hana, þetta var víst spes flóð í morgun og gerist bara á 3000 ára fresti, þess á milli er áin uppþornuð og virkar vel sem göngustígur á Esjunni.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.8.2007 kl. 10:40

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

hehe  Gurrí þú er alveg frábær þú færð mig til að hlæja.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.8.2007 kl. 11:35

10 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

þetta minnir mig á jólalagið með skrámi

Guðrún Vala Elísdóttir, 27.8.2007 kl. 12:05

11 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Eins og alltaf, ert þú betri en kaffið í morgunsárið, þú ert frábær. Er búin að vera í pásu frá bloggheiminum í nokkrar vikur, en er núna komin aftur, nýbúin að lesa flestar færslur þínar, sem ég missti af á meðan ég var í veikindaheiminum. All is good that ends well, ég hef sagt og segi enn, I´ll be back, eða I´m baaaaack....

Bertha Sigmundsdóttir, 27.8.2007 kl. 17:34

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

assskoti hefur ringt á KollafjarðarLaxársvæðinu ;)

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.8.2007 kl. 17:39

13 Smámynd: Rebbý

fjúkk hvað það er orðið langt síðan ég komst blogghringinn síðast.   en endilega haltu kúlinu áfram í rútuferðinni og ég bið að heilsa öllu samferðafólkinu - finnst ég eiga eitthvað að þekkja það svo vel orðið

Rebbý, 27.8.2007 kl. 18:02

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jiii hvað ég hð þú með fisk á milli tannanna kyssandi mávager eigi eftir að gera sig vel. Svo þú í strætó með 246 eðalprinsum og obbosslega hamingjusöm og fullnægð kona. Ég held þú bara verðir að byrja að kyssa Gurrí...og helst að láta kettina taka listrænar myndir af svalagjörningunum.

Knús smútsí!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 20:03

15 Smámynd: krossgata

Jónatan fer að verða feitur og pattaralegur.

krossgata, 27.8.2007 kl. 20:12

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 20:51

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær ferðasaga

Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband