Samsæri strætóbílstjóranna ...

Þingeysku montgenin eru víðsfjarri núna, ég sver það. Það er bara hreinn og klár sannleikur að dugnaðurinn var gríðarlega mikill í undirritaðri sem púlaði í vinnunni til kl. 18 í dag. Það tókst að koma ákveðnu verkefni á fullt skrið þannig er hægt að fara til elsku Betu í fyrramálið með góðri samvisku og láta hana sjúkraþjálfa sig. Sjálfur nýi ritstjórinn á DV skutlaði mér án nokkurrar miskunnar upp í Mosó. Þetta var samt ekki alveg í leiðinni fyrir hann en kommon, aldrei of vel farið með góðar samstarfskonur.

ÁstarstrætóarHringtorgið á SkaganumEkki var verra að elskan hann Tommi sat undir stýri í 18.45 strætó. Vagnstýran á leið 15 bað hann um að hinkra í eina mínútu eftir sér og hann svaraði eins og hreinræktaður daðurbósi: „Ég geri allt fyrir þig!“ Þetta sannar enn og aftur að strætóbílstjórar eiga ekki bara kærustur á hverri stoppistöð, heldur er greinilega eitthvað í gangi á milli þeirra ... allra. Hafið þið ekki séð þá veifa hver öðrum krúttlega þegar þeir mætast? Ótrúleg uppgötvun í boði Guðríðar.
Eftir að við komum upp og yfir Lopabrekkuna mátti sjá hvað risastóra hringtorgið er að verða flott. Held samt að spæleggið, stóra hringtorgið á Akranesi, sé glæsilegra en það munar ekki miklu!

Í framtíðinni ...Hógværðin bar mig ofurliði í morgun, eins og svo oft áður. Þar sem Prentmetsstrákurinn var ekki í sama strætó og ég í morgun kunni ég ekki við að hoppa út og sníkja far þótt vagnarnir væru þarna á sama tíma. Þegar ég skoppaði síðan út við Vesturlandsveginn hrópuðu samstoppistöðvarmenn mínir á Skaganum, alla vega einn, að ég hefði átt að láta vaða ... Svo þaut ég léttilega undir brúna og upp brekkuna en komst ekki langt því að þessi dásamlegi trukkari stoppaði og bauð mér far. Til að leiðrétta misskilning í fæðingu ... ég gæti verið móðir hans og er mjög lítið fyrir unga menn, eiginlega bara ekki neitt. Sorrí strákar!

Ég gleymi alltaf að hringja í Huldu til að fá rabarbarabökuuppskriftina. Hún leiðrétti kryddið sem ég skrökvaði upp á hana í þorskuppskriftinni, held að ég hafi sagt hana hafa notað Aromat en það var Season All ... eða öfugt! Eða kannski eitthvað allt annað ... en algengt. Sumir rugla alltaf saman apóteki og bakaríi, þetta kryddrugl er ekki mikið skárra!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi drífðu þig í uppskriftarreddinguna ritstjóri góður.  Ok?

Alvöru ritstjóri hefði skutlað þér alla leið upp að dyrum.  Muhaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þingeyingar eru duglegt fólk,  erum við nokkuð skildar?? verð að kanna það, eða var ég búin að því man það ekki.  Góða skemmtun í strætó á morgun.   hógværð á ekki að bera sanna Þingeyinga ofurliði, bara láta vaða á það sem mann langar í.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 23:17

3 Smámynd: krossgata

Hringtorg eru ekki í uppáhaldi hjá mér.  Lengi vel voru það einu staðirnir sem fólk fór eftir umferðarreglum..... svo hætti það því þar líka. *dæs*

krossgata, 28.8.2007 kl. 00:23

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Þú verður nú að fara að drífa þig í að taka upp símann kona og hringja í hana Huldu. Ef þig langar til að sjá flott hringtorg þá skaltu koma og sjá sápuhverinnn á Hafnargötunni. Ótrúlega flott.

Er ungi dásamlegi trukkarinn kannski fyrir sér eldri konur?

Fjóla Æ., 28.8.2007 kl. 08:52

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hringi í Huldu í dag og fæ uppskriftina. 

Ungi trukkarinn er harðkvæntur ... svona dásamlegir menn (góðir við eldri konur) ganga nú ekki lengi lausir!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.8.2007 kl. 09:13

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha. min eldaði þorskinn (reyndar í líki steinbíts) og kryddaði af öllum lífs og sálar kröftum með Aromat. híhí. Bakarí/apótek - season all/ Aromat - ferming/skírn -

Jóna Á. Gísladóttir, 28.8.2007 kl. 12:45

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Aromat, er það ekki ennþá eiginlega hreint MSG, bara með smá salti saman við? :o

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.8.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband