Geldum þá ...

Tryggi TommiEkkert hefur sést til Jónatans í dag. Það virðist almennt vera svona með karlpeninginn í mínu lífi, þeir vilja sitt (mat), fá og svo svífa þeir á braut. Ég læri aldrei neitt af þessum sífelldu höfnunum. Tommi er sá eini sem sýnir mér algjöra tryggð, enda lét ég gelda hann fyrir mörgum árum. Kannski gerði vínarbrauðið í gær gæfumuninn, hrái fiskurinn féll greinilega betur í kramið. Mögulega hefur líka útlitskúgunin hjá mannfólkinu skilað sér til mávanna og Jónatan séð fyrir sér að hann hlypi í spik af sætmeti. Svo á maður ekki að þurfa að lokka gæana til sín með mútum, þeir eiga að koma sjálfviljugir. Ég bíð.

Sjúkraþjálfunin var unaðsleg og nú er ég til í allt. Skrapp í elsku Skrúðgarðinn á eftir og hitti þar fyrir hálfsystur Maríu, breska stelpu sem sýndi snilldartakta við kaffivélina. Gerði tilraun til að ljósmynda spæleggið, stóra hringtorgið, á heimleiðinni en það er líklega of stórt og flott. Það hefur verið til síðan ég man eftir mér sem sannar bara að Skagamenn eru alltaf fyrstir með allt. Hitti Hörpu bloggvinkonu http://harpa.blogg.is/ á förnum vegi en hún var á leið í Einarsbúð. Nýjasta færslan hennar er ansi skemmtileg en þar fjallar hún um kvenlega fegurð. Snilld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegt útsýnið og kisurnar bjútífúl.  Jónatan kemur aftur þegar hann fer að svengja.  Honum hefur bara verið boðið í mat einhversstaðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 13:18

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí... Jónatan Livingstone Mávur er langt yfir það hafinn að láta græðgi og æti stjórna lífi sínu. Hann svífur eflaust núna langt langt fyrir ofan hina mávana og ævir sigg magnaða flug og fullkomnun. Ekki halda eitt augnablik að hann komi ekki aftur. Hann er fyrir gæði og góðmennsku og mun brátt sjást aftur á svölunum þínum.

Og eitt enn...spælegghringtorgið í Hafnarfirði hefur verið til lengi lengi. Eruð þið ekki bara hermikrákur þarna á skaganum???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 13:32

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, ég hef líklega fyllst vonleysi of fljótt! Svo meina ég þetta auðvitað ekki með geldingarnar, Jónatan yrði bara hundleiðinlegur! Tek á móti honum með hráum fiski, nema ég eldi "ekki-arómat"þorskréttinn hennar Huldu fyrir hann ... not! Best að hringja í Huldu núna, vona að hún sé ekki á vakt.

Guðríður Haraldsdóttir, 28.8.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hurru mig, frú Katrín. Þetta hringtorg okkar var byggt á 17. öld og þá var varla til Hafnarfjörður. Held að Jón Hreggviðsson hafi byggt það, ásamt Hallgrími vonda sýslumanni, Dúmbó og Steina og fleirum. Habbbðu það!

Guðríður Haraldsdóttir, 28.8.2007 kl. 13:34

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

híhí Gurrí. Það jafnast ekkert á við færslurnar þínar þar sem þú fjallar um samneyti þitt og karlpeningsins

Jóna Á. Gísladóttir, 28.8.2007 kl. 13:59

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég get tekið undir með Gurrý, Skagahringtorgið er á leið á fornminjaskrá.  Gelda karlana svo þeir haldi tryggð við mann?? æ, er ekki til í að gelda minn, enda er hann sauðtryggur sinn erfiðu eiginkonu.  Ég held að þú þurfir að fara inn á síðu Landmælinga til að fá loftmynd af torginu þínu.  Vertu viss Jónatan mætir, ef ekki hann þá bara einhver annar í eins fötum og platar þig upp úr skónum  og fær það sem hann vill  (mat)

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2007 kl. 15:53

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Allir með snert af ofsóknaræði og ofskynjunum sjá í gegnum þig; þú vilt láta gelda alla karla!

Benedikt Halldórsson, 28.8.2007 kl. 17:14

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehehehehehehe, Benedikt ... komst upp um mig (NOT, myndi ekki tíma því ...)

Guðríður Haraldsdóttir, 28.8.2007 kl. 17:50

9 Smámynd: www.zordis.com

Það yrði líka brjáluð vinna ... að fara í allsherjar geldingar!

Jónatan jafnar sig og birtist á ný þegar hann hungrar í þig!

www.zordis.com, 28.8.2007 kl. 19:42

10 Smámynd: krossgata

Spurning hvort Jónatan hafi ekki bankað upp á í hádeginu og enginn heima.    Svona lávarðar eins og Jónatan geta nú ekki bara spókað sig á svölum kvenna og úðað í sig sætmeti, þeir verða líka að svífa um og fara í landamæraeftirlit og svona.  Ríkið trúlega stórt og tekur langan tíma að fara yfir það allt.

krossgata, 28.8.2007 kl. 20:04

11 identicon

Ég er nú svo framorðin að ég man vel eftir Miklatorgi! Hagkaupsslopparnir fengust í Hagkaup við Miklatorg!!! Er torgið upp á Skaga eldra?

Jóhanna Hafliðadóttir (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:14

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Torgið er við Þjóðbraut þar sem áður var komið inn á Skagann og mun verða í framtíðinni ef ég hef frétt rétt. Sjoppan sem áður hét Skaganesti er þarna við og Skagabrautin endar þarna. Gamla mjólkurstöðin er rétt við torgið líka.

Krossgata, held að þetta sé hárrétt hjá þér! 

Guðríður Haraldsdóttir, 28.8.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 397
  • Sl. sólarhring: 478
  • Sl. viku: 2347
  • Frá upphafi: 1457100

Annað

  • Innlit í dag: 362
  • Innlit sl. viku: 2017
  • Gestir í dag: 339
  • IP-tölur í dag: 332

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband