29.8.2007 | 10:33
Kúlurass af völdum Strætó
Að ferðast með strætó er góð skemmtun. Að ferðast með mörgum strætisvögnum sama morguninn er bara stórkostlegt. Það rigndi mikið á Akranesi en steypta skýlið við stoppistöðina á Garðabraut er ónothæft því að skemmtanaglaðir utanbæjarmenn nota það til að kasta af sér vatni um helgar og hafa víst gert í fjöldamörg ár. Því var hárið blautt, krullað og krúsílegt þegar stigið var upp í 7.41 vagninn í morgun. Ég bauð bílstjóranum gott kvöld, þar sem ég var klukkutíma seinna á ferð en vanalega en það var viljandi. Það tók þennan klukkutíma að hrekja óvænt hausverkjarkvikindi á brott. Held svo að Jónatan Bíbí hafi elt mig út á stoppistöð, alla vega heyrðust undurþýð hljóð frá mávi sem settist á ljósastaurinn við stoppistöðina.
Við farþegar í leið 15 lentum í umferðarsultu á leið inn í höfuðborgina og það var voða spennandi, allt gengur vanalega svo snurðulaust fyrir sig og það verður leiðigjarnt. Blá lögguljós í göngunum "voru alveg að gera sig" líka og virkilega æsandi að velta fyrir sér hvernig fólk löggan greip þar og fyrir hvaða glæpi. Ákvað að fara út hjá Ártúni og rifja upp kynnin af milljóntröppunum, undir brúnni og lúmsku brekkunni og taka 18 í vinnuna. Ekki séns að ég nennti labba frá Vesturlandsveginum núna, ég var nógu blaut fyrir. Leið 18 er hætt að ganga Stórhöfðann, við heilmikla sorg mína og annarra, heldur gengur upp í Árbæinn áður en hann fer hjá Lynghálsinum. Fullt af vögnum fer í Árbæinn, alla vega leið 5, og því óskiljanlegt að láta okkur afplána þennan rúnt, samt næs fyrir Árbæinga að fá loksins góða þjónustu. Ég velti því fyrir mér í morgun hvort það gæti verið að erfiðleikar mínir við að fá strætófar alla leið í vinnuna tengdust því að Strætó bs vildi að ég hefði flottan kúlurass af brekkugöngu á morgnana? Neeee, hugsaði ég, þeir vita af Nóa Síríus á leiðinni og hættunum þar, nema þeir séu að stjórna því að ég fái kúlurass og reyni á sjálfsstjórnina í leiðinni. Allir velkomnir með mér á þetta frábæra námskeið hjá strætó. Gangan upp Súkkulaðibrekkuna hefst stundvíslega kl. 7.25 á morgnana.
Michael Jackson, if you are reading this, Happy Birthday, karlinn.
Já, MJ er 49 ára í dag, einhverjum dögum yngri en við Madonna!
Svo á Borghildur Anna myndlistarmaður afmæli í dag og líka hún Herdís Hallvarðsdóttir sem var í Grýlunum.
Til hamingju líka, stelpur mínar!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Íþróttir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 21
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 645
- Frá upphafi: 1506044
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 530
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég er viss um að kúlurassar hafi verið einn af liðum stjórnarfundar Strætó þegar ákveðið var að breyta leið 18. Las það örugglega á mbl eða The Sun eða einhvers staðar
Fjóla Æ., 29.8.2007 kl. 11:20
Við Sigþóra og hellingur af Pólverjum verðum sem sagt rosaflott!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.8.2007 kl. 11:46
Vóó þú verður að passa þig að verða ekki of mikið babe, með krullað og krúsílegt og kúlurass. The three kkk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 12:27
Já ekki spurning um að þið Sigþóra og hellingurinn af Pólverjunum verðið miklu mun flottari en áður.
Er þetta ekki annars fullkomin leið fyrir konur til að komast í kjólinn fyrir jólin og fyrir karla að sjá tólin fyrir jólin?
Fjóla Æ., 29.8.2007 kl. 12:33
Kúlurass, ekki slæmt, kannski þú farir þá að fá fleiri tilboð um einka akstur, en vertu þá í leggings, þá sést hann betur úr fjarlægð. Það verður greinilega margt merkilegt fólk 50 ára á næsta ári. Blautar strætókveðjur til þín og segðu hæ við Jónatan frá mér
Ásdís Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 14:10
Fallegt af Jónatan að fylgja þér á leið. Ætli hann hafi ekki veifað hægri vængnum virðulega þegar strætó lagði í hann með þig innanborðs.
krossgata, 29.8.2007 kl. 15:11
Vil nú ekki vera gagnrýnin og leiðinleg eftir svona gefandi dag, en hvar í andsk.. er updeitið frá Sköllóttum og fallegum? Ég treysti alveg á þig!
Hrefna S. Reynisdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 16:36
Blautar kúlurassa- og mávakveðjur
Bragi Einarsson, 29.8.2007 kl. 16:55
Þú særir blygðunarkennd mína með þessu bossatali fröken Guðríður, auk þess sem þú hefur gullfallegar kúlur á öðrum stöðum...
...hnjánum auðvitað!
En svo gleymdurðu alveg aðalafmælisbarninu, langflottustu gellunni að auki,
AKUREYRi!
145 ára í dag!
Magnús Geir Guðmundsson, 29.8.2007 kl. 18:04
Veit ekki alveg með Jónatan.... er þetta kannski bara stalker? Passaðu þig á honum Gurrí. Oft leynist flagð undir fögru skinni
Jóna Á. Gísladóttir, 29.8.2007 kl. 18:18
Ég verð mjög varkár, Jóna!
Guðmundur, spælandi ... ég sat heima og vann í gær og hefði alveg þegið að standa upp og gefa ykkur kaffi. Vinn yfirleitt heima á þriðjudögum.
Skal reyna, Magnús minn, að særa blygðunarkennd þína ekki oftar. Þetta er allt Ellýju að kenna. Maður smitast af fyrirsögnunum hennar ... og Jennýjar! Djisús!
Uppdeitið af boldinu ER AÐ KOMA ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.8.2007 kl. 18:51
Jónatan elskar þig ...
Ég óska mömmu til hamingju með ammlið líka
www.zordis.com, 29.8.2007 kl. 19:30
flegni bolurinn frá múttu og leggins utan yfir kúlurassinn og mennirnir í singlesklúbbnum á Skaganum missa sig af spennu
Rebbý, 29.8.2007 kl. 20:03
Ég var svo græn að ég vissi ekki hvernig kona ber sig að við að fá kúlurass ... má ekki vera að því að kommenta meira, er að fara að búa til æfingabrekku ...
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:04
Já Anna K. Þarna komstu með það. Er hægt að fá ykkur Gurrí til að ræða við Gísla bæjó um þetta mál, þetta yrði samþykkt á stundinni.
Þröstur Unnar, 29.8.2007 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.