Kúlurass af völdum Strætó

Að ferðast með strætó er góð skemmtun. Að ferðast með mörgum strætisvögnum sama morguninn er bara stórkostlegt. Það rigndi mikið á Akranesi en steypta skýlið við stoppistöðina á Garðabraut er ónothæft því að skemmtanaglaðir utanbæjarmenn nota það til að kasta af sér vatni um helgar og hafa víst gert í fjöldamörg ár. Því var hárið blautt, krullað og krúsílegt þegar stigið var upp í 7.41 vagninn í morgun. Ég bauð bílstjóranum gott kvöld, þar sem ég var klukkutíma seinna á ferð en vanalega en það var viljandi. Það tók þennan klukkutíma að hrekja óvænt hausverkjarkvikindi á brott. Held svo að Jónatan Bíbí hafi elt mig út á stoppistöð, alla vega heyrðust undurþýð hljóð frá mávi sem settist á ljósastaurinn við stoppistöðina.

Neðst í SúkkulaðibrekkunniVið farþegar í leið 15 lentum í umferðarsultu á leið inn í höfuðborgina og það var voða spennandi, allt gengur vanalega svo snurðulaust fyrir sig og það verður leiðigjarnt. Blá lögguljós í göngunum "voru alveg að gera sig" líka og virkilega æsandi að velta fyrir sér hvernig fólk löggan greip þar og fyrir hvaða glæpi. Ákvað að fara út hjá Ártúni og rifja upp kynnin af milljóntröppunum, undir brúnni og lúmsku brekkunni og taka 18 í vinnuna. Ekki séns að ég nennti labba frá Vesturlandsveginum núna, ég var nógu blaut fyrir. Leið 18 er hætt að ganga Stórhöfðann, við heilmikla sorg mína og annarra, heldur gengur upp í Árbæinn áður en hann fer hjá Lynghálsinum. Hitað uppFullt af vögnum fer í Árbæinn, alla vega leið 5, og því óskiljanlegt að láta okkur afplána þennan rúnt, samt næs fyrir Árbæinga að fá loksins góða þjónustu. Ég velti því fyrir mér í morgun hvort það gæti verið að erfiðleikar mínir við að fá strætófar alla leið í vinnuna tengdust því að Strætó bs vildi að ég hefði flottan kúlurass af brekkugöngu á morgnana? Neeee, hugsaði ég, þeir vita af Nóa Síríus á leiðinni og hættunum þar, nema þeir séu að stjórna því að ég fái kúlurass og reyni á sjálfsstjórnina í leiðinni. Allir velkomnir með mér á þetta frábæra námskeið hjá strætó. Gangan upp Súkkulaðibrekkuna hefst stundvíslega kl. 7.25 á morgnana.  

Michael Jackson

 

Michael Jackson, if you are reading this, Happy Birthday, karlinn.

Já, MJ er 49 ára í dag, einhverjum dögum yngri en við Madonna!

Svo á Borghildur Anna myndlistarmaður afmæli í dag og líka hún Herdís Hallvarðsdóttir sem var í Grýlunum.

Til hamingju líka, stelpur mínar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég er viss um að kúlurassar hafi verið einn af liðum stjórnarfundar Strætó þegar ákveðið var að breyta leið 18. Las það örugglega  á mbl eða The Sun eða einhvers staðar

Fjóla Æ., 29.8.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Við Sigþóra og hellingur af Pólverjum verðum sem sagt rosaflott!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.8.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vóó þú verður að passa þig að verða ekki of mikið babe, með krullað og krúsílegt og kúlurass.  The three kkk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 12:27

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Já ekki spurning um að þið Sigþóra og hellingurinn af Pólverjunum verðið miklu mun flottari en áður.

Er þetta ekki annars fullkomin leið fyrir konur til að komast í kjólinn fyrir jólin og fyrir karla að sjá tólin fyrir jólin?

Fjóla Æ., 29.8.2007 kl. 12:33

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kúlurass, ekki slæmt, kannski þú farir þá að fá fleiri tilboð um einka akstur, en vertu þá í leggings, þá sést hann betur úr fjarlægð. Það verður greinilega margt merkilegt fólk 50 ára á næsta ári.  Blautar strætókveðjur til þín og segðu hæ við Jónatan frá mér

Ásdís Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 14:10

6 Smámynd: krossgata

Fallegt af Jónatan að fylgja þér á leið.  Ætli hann hafi ekki veifað hægri vængnum virðulega þegar strætó lagði í hann með þig innanborðs.

krossgata, 29.8.2007 kl. 15:11

7 identicon

Vil nú ekki vera gagnrýnin og leiðinleg eftir svona gefandi dag, en hvar í andsk.. er updeitið frá Sköllóttum og fallegum? Ég treysti alveg á þig!

Hrefna S. Reynisdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 16:36

8 Smámynd: Bragi Einarsson

Blautar kúlurassa- og mávakveðjur

Bragi Einarsson, 29.8.2007 kl. 16:55

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú særir blygðunarkennd mína með þessu bossatali fröken Guðríður, auk þess sem þú hefur gullfallegar kúlur á öðrum stöðum...

...hnjánum auðvitað!

En svo gleymdurðu alveg aðalafmælisbarninu, langflottustu gellunni að auki,

AKUREYRi!

145 ára í dag!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.8.2007 kl. 18:04

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Veit ekki alveg með Jónatan.... er þetta kannski bara stalker? Passaðu þig á honum Gurrí. Oft leynist flagð undir fögru skinni

Jóna Á. Gísladóttir, 29.8.2007 kl. 18:18

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég verð mjög varkár, Jóna!

Guðmundur, spælandi ... ég sat heima og vann í gær og hefði alveg þegið að standa upp og gefa ykkur kaffi. Vinn yfirleitt heima á þriðjudögum.

Skal reyna, Magnús minn, að særa blygðunarkennd þína ekki oftar. Þetta er allt Ellýju að kenna. Maður smitast af fyrirsögnunum hennar ... og Jennýjar! Djisús!

Uppdeitið af boldinu ER AÐ KOMA ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.8.2007 kl. 18:51

12 Smámynd: www.zordis.com

Jónatan elskar þig ...

Ég óska mömmu til hamingju með ammlið líka

www.zordis.com, 29.8.2007 kl. 19:30

13 Smámynd: Rebbý

flegni bolurinn frá múttu og leggins utan yfir kúlurassinn og mennirnir í singlesklúbbnum á Skaganum missa sig af spennu 

Rebbý, 29.8.2007 kl. 20:03

14 identicon

Ég var svo græn að ég vissi ekki hvernig kona ber sig að við að fá kúlurass ... má ekki vera að því að kommenta meira, er að fara að búa til æfingabrekku ...

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:04

15 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Anna K. Þarna komstu með það. Er hægt að fá ykkur Gurrí til að ræða við Gísla bæjó um þetta mál, þetta yrði samþykkt á stundinni.

Þröstur Unnar, 29.8.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 645
  • Frá upphafi: 1506044

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 530
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband