30.8.2007 | 22:11
Ný frænka, kátir kettir og dularfull dúndurgræja
Fyrir nokkrum dögum bættist gullfalleg frænka í hóp fallegustu kvenna landsins þegar Margrét, frænka mín, og Pétur, maðurinn hennar, eignuðust flotta dóttur. Það var alveg furðulegt hvað systir hennar, Gurrí, en alltaf kölluð Freyja Ísold, fullorðnaðist fljótt við að verða stóra systir. Freyja fær flotta gjöf frá Skagafrænku, þetta eru svo stór tímamót, litla barnið á heldur ekki bara að fá gjöf ... eða það finnst mér ekki.
Heimsótti Laufeyju vinkonu eftir vinnu og það var sko ferð til fjár. Ég held að hún haldi að ég hafi orðið fimmtug fyrr í mánuðnum, ja, eða fertug. Hún dró mig með sér í búð og keypti handa mér kápu, skó og boli og gaf mér í afmælisgjöf. Síðan var eldað og spjallað, skutlað í Mosó og skriðið inn úr dyrunum hálftíu. Svona djamm er skemmtilegt. Tína, tíkin á heimilinu, verður alltaf svo æst þegar ég kem í heimsókn að hún pissar á gólfið. Barbara, au pair stelpan, sagði: "She must love you!" og það er alveg gagnkvæmt! Barbara er pólsk svo að ég sló um með mig orðinu nje, aftur og aftur, því eina sem ég kann í pólsku. Þegar ég hitti Finna á förnum vegi reyni ég að koma orðinu hissi inn en það þýðir lyfta og er líka eina orðið sem ég kann á finnsku. Samræðurnar verða alltaf athyglisverðar, þetta er bara spurning um tjáninguna.
Kettirnir voru kátir þegar ég kom heim en þeir verða enn kátari þegar þeir sjá hvaða þroskaleikfang ég keypti handa þeim í dag. Meira um það síðar, það er alla vega dúndurgræja, ekki samt eins og tryllitækið sem konan óskaði sér í afmælisgjöf, svona tryllitæki sem kæmist upp í 100 á einni sekúndu. Maðurinn hennar keypti glæsilega baðvigt handa henni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 18
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 713
- Frá upphafi: 1524911
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 610
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Sætar systur. Til hamingju með nýju frænkuna og allar þær gömlu líka
Hrönn Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 22:18
Heyrðu mig vantar svona gjafmilda frænku. Rosalega eru þetta falleg börn. Gurrí alveg einstaklega þroskuð í framan eins og nafnan. Hún er auðvitað kölluð Freyja Ísold til að aðskilja ykkur. Hahahahha
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 22:23
Mér er ekkert mjög illa við minn ekta, en ef hann gæfi mér baðvigt með þessari athugasemd hugsa ég að ég myndir berja hann í hausinn með vigtinni.
Mér finnst annars hentugt að kunna að skála á sem flestum tungumálum. Það er alltaf auðvelt að koma því inn í umræður, það má skála í öllum drykkjum áfengum sem óáfengum. 
krossgata, 30.8.2007 kl. 22:25
Dúllurnar.....
Hvað með það að gefa elskunni sinni baðvigt og sýna henni með því að manni sé sko ekki sama hvernig hún líti út, á meðan hún sýnir tilþrif sín við heimilisstörfin, meðan maður nýtur boltans í sjónvarpinu.
Þröstur Unnar, 30.8.2007 kl. 22:34
Alltaf jafn skemmtilegar færslurnar þínar. Þú hlýtur að vera í einhverju mega uppáhaldi hjá þessari frænku þinni, ekkert smá flottar gjafir. Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst doldið fyndið að hundurinn piss á gólfið af gleði þegar þú kemur. Frænkurnar þínar eru algjörir molar. Eg hendi vigtinni minni í fyrra og þarf enga lengur, reyni bara að passa í fötin, en sum hlaupa í þvotti. Spennandi að vita hvað kisurnar fá, mín fékk innan úr wc rúllu í kvöld og hamaðist þvílíkt á henni, alsæl og steinsefur núna hjá mömmu sinni þessi elska.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 22:38
Svona eiginmenn kenna manni að segja hlutina beint: "Mig langar í Ferrari ..."
Laufey er reyndar ekki frænka, heldur góð vinkona sem ég kynntist fyrir rúmum 20 árum. Hún er ættmóðirin í samhentri fjölskyldu sem mér finnst ég tilheyra.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.8.2007 kl. 22:52
Til lukku með nýju frænkuna :)
Bóndinn minn hefði fengið stóra kúlu á hausinn hefði hann gefið mér svona... hann hefði nefnilega fengið eintakið í hausinn aftur!
Rannveig Lena Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 23:04
Þið eruð ótrúlegar.....
Þröstur Unnar, 30.8.2007 kl. 23:06
Við viljum bara Ferrari ...Þröstur, enga baðvigt þótt hún komist upp í 100 á engum tíma.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.8.2007 kl. 23:11
Til hamingju með nýju frænkuna, Gurrí II býst ég við
Hvaða þroskaleikföng keyptir þú handa kisunum ?
Svava S. Steinars, 30.8.2007 kl. 23:18
Það er leyndarmál í bili, þangað til ég hef lært á það og séð hvort það virkar eins og það á að gera og hvort það er jafnframt það dásamlega þroskaleikfang fyrir Tomma og Kubb sem ég vona. Frekari fréttir á laugardaginn ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.8.2007 kl. 23:22
Til lukku með nýju frænkuna .. hún er algjör moli
Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 23:36
Ólöf Anna , 30.8.2007 kl. 23:42
Gratjú með frænkið, myndar afsprengi.
Tíkarlegt af tíkinni að vera svona tíkarleg við þig.
Hvað er baðvigt ?
S.
Steingrímur Helgason, 31.8.2007 kl. 00:54
Baðvigt gengur undir ýmsum nöfnum, eins og baðvog, tæki andskotans, pyntarinn, ógeðið o.s.frv. Svona ógeðstæki hefur ekki verið til á heimili mínu fjölmörg ár. Tíkin var ekki tíkarleg, heldur svo uppfull af ást og gleði að hún ... pissaði, er eitthvað athugavert við það herra Steingrímur? Hahhh, huuuhhhhh!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.8.2007 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.