Stuð hjá öldruðum

Besta vörnin er sókn. Það sannaðist í morgun þegar Sigþóra ætlaði upp í aukastrætó í morgun, þrátt fyrir hótanir um annað í gær. Bílstjórinn hafnaði henni áður en hún gat hafnað honum og stakk upp á því að hún biði frekar eftir Tomma á aðalbílnum svo að hann þyrfti ekki að stoppa við Vesturlandsveginn og hleypa henni einni þar út. Snjallt! Tommi fer t.d. ekki á Kjalarnesið,  aukabíllinn sér um það, og með þessum samræmdu aðgerðum hafa þessir bílstjórar flýtt för okkar um alla vega fjórar mínútur. Ég tek aftur það sem ég hef sagt um að bílstjórar séu eingöngu ráðnir eftir útlitinu ... nú veit ég að greindin spilar líka inn í! Sigþóra kom bara yfir á mína stoppistöð og hinkraði þar eftir Tomma. Ósköp sæl með lífið og tilveruna.  

Í hagnýtri fjölmiðlun 1998Helga smiður bauð mér sæti hjá sér fremst en Sigþóra fór aftar og bað mig um að vekja sig við komu í bæinn. Það var gaman að spjalla við Helgu, Ásta má alveg passa sig og drífa sig úr sumarfríi svo að ég gleymi henni ekki alveg ...  

Við Helga  eigum það sameiginlegt að hafa báðar sest aldraðar á skólabekk, eða menntað okkur á "gamalsaldri", ég í blaðamennsku, hún í trésmíði. Fjögurra ára algjörlega frjáls aðgangur hjá henni að gullfallegum karlmönnum! Eins og allir vita eru smiðir langfallegustu iðnaðarmennirnir.  Enda sá ég á dreymnu augnaráðinu að þetta voru skemmtileg ár. Eins árs framhaldsnám hjá mér ... og eintómt kvenfólk allan tímann, nema stöku kennarar! Gluggaröðin í vinnunni minni er f.v. Vikan, Nýtt líf og Gestgjafinn. Allt konur nema Úlli kokkur. Og ef ég sæi ekki bakið á Guðmundi Magnússyni, heyrði óhljóðin í strákunum hjá Séð og heyrt og sæi stundum gæunum í umbrotsdeildinni bregða fyrir væri ég örugglega orðin einkynhneigð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

einkynhneigð

Guðrún Jóhannesdóttir, 31.8.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú værir orðin að frumu eða amöbu elskan.  Nú hefur þú verið kópíeruð inni hjá www.dua-athugasemd.blog.is Hehe.  Smjúts 

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 11:05

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, ég kíkti á það. Alltaf gaman að láta gera illgirnislegt grín að sér.

Guðríður Haraldsdóttir, 31.8.2007 kl. 11:17

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Finnst Dúa reyndar skemmtilegri að bolda ... hefur betri handritshöfund ... hehehehe

Guðríður Haraldsdóttir, 31.8.2007 kl. 11:57

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá vikun í gær og las viðtalið við forsíðumódelið, falleg kona.  Ég er smiðsdóttir og pabbi minn er mjög laglegur maður, það er sagt að sé sérlega lík honum 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 12:35

6 Smámynd: Jens Guð

  Einkynhneigð!  Snilldar orð.

Jens Guð, 31.8.2007 kl. 14:37

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þú veist vonandi hvernig einkynhneygðir fjölga sér Gurrí mín og njóta laugardagskvöldanna margfrægu???

Þeir tala saman og þar sem ég er tvíburakona þarf alveg rosalega mikið röfl til að koma mér til...þó ég sé ekki einkynhneigð. Reyndar hneygist ég bara að einu kyni..hvað gerir það mig,....hmmm. Þarf að hugsa þetta aðeins!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 15:24

8 Smámynd: krossgata

Heppilegt að hafa svona áætlunarferðaskipulagsverkfræðinga við stjórn morgunferðanna.  Æ, þetta náði ekki Vaðlaheiðarvegavinnuverkfæravinnuskúrsgeymslulyklinum.  En það mátti reyna.

krossgata, 31.8.2007 kl. 16:10

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Með því að umgangast svona mikið konur kæmi mér ekki á óvart þótt ég færi að fjölga mér með sjálfri mér, það tel ég vera einkynhneigð. Muna ekki allir hvernig fór fyrir risaeðlunum, alla vega í Jurassic Park? Hmmm

Guðríður Haraldsdóttir, 31.8.2007 kl. 16:39

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gurrí mín þú ert bara þú sjálf.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 256
  • Sl. sólarhring: 314
  • Sl. viku: 2551
  • Frá upphafi: 1462083

Annað

  • Innlit í dag: 227
  • Innlit sl. viku: 2167
  • Gestir í dag: 215
  • IP-tölur í dag: 210

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Garðyrkja og útivera
  • Veðrið á miðvikudaginn
  • Há og grönn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband