Viku fyrir dauða Díönu

DíanaKvöldinu fyrir nákvæmlega tíu árum varði ég á Kaffibarnum og kom heim um tvöleytið. Á símsvaranum (tæki sem var til í gamla daga) var frændi minn sem skammaði mig fyrir ábyrgðarleysið að vera úti á djamminu á meðan Díana væri stórslösuð á sjúkrahúsi og Dodi dáinn. Frændi minn er ákaflega fyndinn maður, Skessa veit allt um það, en þarna fannst mér hann skjóta yfir markið. Ég kveikti þó á sjónvarpinu og horfði stjörf á Sky-fréttir næstu klukkutímana, eða þar til yfir lauk.

KamillaViku áður en Díana dó, fyrir hádegi á laugardeginum, fékk ég konu, búsetta í Bretlandi, í viðtal til mín á Aðalstöðina. Við töluðum um Díönu næstum allan þáttinn og hvað þessi vanmetna ljóska væri nú greind og klár og hefði ekki látið konungdæmið kúga sig. Konan tók ýmis dæmi um Díönu og hvernig hún t.d. spilaði snilldarlega á fjölmiðlana. Hún stal meira að segja senunni sama kvöldið og Karl Bretaprins fór í frægt sjónvarpsviðtal. Daginn eftir voru blöðin full af myndum af henni í svörtum, flottum kjól sem hún klæddist á góðgerðaskemmtun, minnir mig. Inn á milli spilaði ég lög með tónlistarmönnum í uppáhaldi hjá henni, m.a. Elton John. Þetta var eins og fyrirfram minningarþáttur. Næsta laugardag fór jarðarförin fram og ég fylgdist með henni í sjónvarpinu í stúdíóinu. Maður nokkur hringdi inn í þáttinn og hafði greinilega verið að hlusta viku áður því hann bað mig lengstra orða um að tala aldrei um sig eða fjölskyldu sína í þessum þætti!

BlómahafLöngu seinna frétti ég frá íslenskri fréttakonu að í öllu fárinu á jarðarfarardaginn hefði verið haldin sérstök bænastund  ... fyrir fréttamenn ... til að hughreysta þá áður en þeir gátu fjallað um útförina.

Þetta þótti henni heldur langt gengið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Manstu hvar þú varst þegar Kennedy bræður létust, eða Elvis.?? maður á fullt af svona minningum. Mér fannst alveg sérlega sorglegt þegar Díana dó og horfði á allt í TV sem kom í fréttum.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 19:39

2 Smámynd: krossgata

Er þetta ekki þannig að það muna allir hvar þeir voru þegar JFK var skotinn og þegar Díana lenti í bílslysinu?  Þegar JFK var skotinn var ég ekki til, en þegar fréttir bárust af slysi sem Díana prinsessa lenti í sat ég við tölvuna að nördast eitthvað og heyrði þegar einhver tónlistarþáttur (helgardjammið eða eitthvað) var rofinn til að koma fréttinni að.  Þá gerði ég eins og þú, kveikti á sjónvarpinu og flakkaði milli fréttastöðva þar til yfir lauk.  Minn ekta hefur enn ekki fyrirgefið mér að hafa ekki vakið sig um nóttina, en ég færði honum fréttirnar í rúmið um morguninn og fór að sofa.

krossgata, 31.8.2007 kl. 19:43

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sorglegt að hún skyldi deyja svona ung. Hver veit hverju hún hefði komið til leiðar hefði hún lifað lengur.....

Hrönn Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 20:22

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég bjó í Bretlandi þegar þetta gerðist og var frekar slegin. Hún var frábær kona og var hreinlega lögð í einelti af fjölmiðlum en fáir vita að hún gerði mun meira á bak við tjöldin þegar þess gafst kostur. Ég varð hinsvegar frekar fúl þegar ég þurfti að fresta afmælinu mínu um viku því vinkona mín sem ætlaði að halda sitt með mínu sagði ósmekklegt að hafa það á sama degi og útför prinsessunnar. Kommon!

Laufey Ólafsdóttir, 31.8.2007 kl. 20:27

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér fannst Díana yndisleg manneskja. Ég vorkenndi drengjunum hræðilega. ég man að ég fékk tár í augun.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2007 kl. 20:30

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hú lét margt gott af sér leiða á stuttri ævi.

Marta B Helgadóttir, 31.8.2007 kl. 20:35

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

No comment

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 20:38

8 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég man hvar ég var þegar ég frétti að Robert Kennedy, John Lennon og Diana prinsessa væru látin.

Ég grét nú yfir jarðarförinni í sjónvarpinu......

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 31.8.2007 kl. 20:42

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég man líka eftir andláti John Lennon og svo þegar pabbi kom í heimsókn á laugardegi fyrir 10 árum og sagði í óspurðum fréttum að það væri nú meira fárið yfir því að Díana væri dauð. Ég hváði og spurði hvaða Díana og hann sagði þá fréttirnar. Ég man að ég fékk sjokk og skammaði svo karlinn fyrir að segja dauð...En pabbi gamli er nú frekar spes. Svo var ég límd fyrir framan sjónvarpið þegar útförin fór fram. Sorgarsaga. En dálítið ýkt allt í kringum þetta.

Brynja Hjaltadóttir, 31.8.2007 kl. 21:32

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég var agalega sorgmædd þegar hún dó. Gurrí ég er svo treg stundum. Næ ekki þessu með manninn sem bað þig um að fjalla ekki um hann í þættinum. Útskýring óskast

Jóna Á. Gísladóttir, 31.8.2007 kl. 21:53

11 Smámynd: www.zordis.com

Díana var yndislegust og mér verður ávallt hugsað til hennar þegar ég keyri í undirgöng .... Gurrí þú ættir nú að hugsa til hennar daglega ef strætó færi í hvalfjarðargöngin .... Fer strætó ekki göngin eller vad ?

www.zordis.com, 31.8.2007 kl. 22:11

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jóna mín. VIð London-konan töluðum út í eitt um Díönu í útvarpinu. Viku seinna dó hún. Maðurinn vildi ekki að við töluðum um hann og fjölskyldu hans, áleit það lífshættulegt!

Æ, mammadreki, samhryggist þér!  Og Zordís mín, ég hef stundum hugsað til slyssins þegar við förum göngin, bílstjórarnir mínir keyra sem betur fer svo varlega. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.8.2007 kl. 22:24

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég er einn af þeim furðufuglum, sem man atburði alltaf út frá stemmningu, lykt og eigin líðan þá stundina. Talandi um sjálfhverfu. Anyways, ég man Ajaxlyktina sem brenndi slímhúðina í fögru Jensensnefi mínu, þegar ég skrúbbaði baðið heima hjá mér, daginn sem ég heyrð að Lady Di væri öll. Man hvað mér fannst það óraunverulegt. En við þekktumst nú líka lítið. Man einnig að ég var að keyra á Rav4 eftir Sæbrautinni á leið á Klepp (en ekki hvað),  þegar Maggi Einars kallaði til Óla Palla um eitthvert flugslys í NewYork. Var þá mikið að hugsa einmitt til vinkonu minnar sem þá var búsett í New York. Lífið er lúmskt kvikindi.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.9.2007 kl. 00:13

14 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Mikil sorgarsaga um ástfangið "venjulegt" fólk í álögum samtímanns. Ef ég réði því sem ég vildi þá væru engin slúðurblöð til og engir papparassa ljósmyndara.
Ég myndi bara kósa mig með kaffi og Vikuna samt, he he ... 

Hólmgeir Karlsson, 1.9.2007 kl. 00:14

15 Smámynd: Halla Rut

Ég var í London þegar hún lést. Það var mjög undarlegt andrúmsloft sem myndaðist. Það voru bara allir í hryllilegri sorg og fólk grét og faðmaðist.  Engin vogaði sér að brosa, allir voru sorgmætir. Ég held að við Íslendingar þekkjum ekki þá persónudýrkun sem verður á mörgum stöðum erlendis. Við bara skiljum þetta ekki.

Halla Rut , 1.9.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband