Ástir ... en afbrot á sjúkrahúsi

SpítaladvölinHringdi í eitt afmælisbarn dagsins í fyrradag, ekki þó Michael Jackson, og átti skemmtilegt spjall við það, vinkonu til 20 ára. Man ekki af hverju við fórum að tala um sjúkrahúslegur en hún minnti mig á stórfurðulega framkomu mína fyrir þremur árum þegar hún kom í sjúkraheimsókn til mín þar sem ég lá í morfínvímu eftir uppskurð. Þessir spítaladagar eru í mikilli móðu en vinkonan varð frekar sjokkeruð vegna gífurlegs fjandskapar míns út í heimsóknina sem þó var framin af algjörri góðmennsku. Ég hafði víst allt á hornum mér, talaði illa um stofufélagana sem ég hafði aldrei talað við vegna slappleika og einnig níddi ég niður starfsfólkið sem var samt bara gott. Þetta er eiginlega sprenghlægilegt! Ætli morfín sé innri maður eins og ölið?

Dásamlegt starfsfólkSem betur fer hefur vinkona mín húmor og gat flissað yfir þessu fljótlega. Ég man eftir að hafa hugsað þegar önnur vinkona kom: Hvað er hún eiginlega að gera hér? Enn ein vinkonan mætti og var svo full samúðar að ég fór að háskæla ... og var sprautuð niður þar sem hjúkka kom inn í sama mund til að taka blóðþrýstinginn! Hahahhaha, ég man eftir að hafa reynt að mótmæla því, það væri allt í lagi með mig, mér liði frábærlega ... en ég fékk engu um þetta ráðið.

Frábærar hjúkkurÉg hafði ekki einu sinni rænu á því að móðgast þegar sjúkraliði lét mig fá heitt latte frá Kaffitári og sagði að líklega hefði það verið dóttir mín sem kom með kaffið. „Dóttirin“ var reyndar vinkona, tveimur mánuðum yngri en ég, og átti von á öðru barnabarninu. Þar sem mátti lesa allt um aldur minn á sjúrnölum segir þetta kannski meira um útlit vinkonu minnar ... held ég.

Mikið var gott að vakna heima á laugardagsmorgninum og vera orðin að sjálfri sér! Ofnæmi fyrir hnetum, möndlum, döðlum, rúsínum og morfíni. Ég er ekki hæf í almennileg matarboð ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj erða nú sjúklingur mín kæra..heldurðu að það sé mynd af þér í vaktherberginu ásamt viðvörun : ekki gefa þessari morfín !!

Ragnheiður , 1.9.2007 kl. 00:42

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahah, held að ég hafi þótt ósköp eðlileg, þannig ... sýndi starfsfólkinu engan fjandskap, minnir mig, enda svaf ég bara. Rosalega fór morfínið illa í mig, ef ég þarf á slíkum verkjalyfjum að halda einhvern tíma þá vona ég að til sé eitthvað annað en það. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 00:49

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var bundin niður á spítala úti á Mallorca vegna morfínæðis sem á mig rann.  Fólk átti fótum fjör að launa og húsbandið þorði tæpast í heimsókn.  Svo sat ég arfarugluð við hliðina á súrefniskút og REYKTI inni á sjúkstofu og horfði á sjónvarpið og þetta er skárri hluti sögunnar

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 01:01

4 Smámynd: krossgata

Skrifa hjá mér:  "Enga morfínrétti í matarboðum sem Gurrí gæti mætt í".

krossgata, 1.9.2007 kl. 01:08

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

heheh...bráðskondið...hef sem betur fer aldrei þurft morfín..en mamma fékk svoleiðis sprautu um daginn og sagðist ekki fá þann andskota aftur nema þá helst dauð...

Brynja Hjaltadóttir, 1.9.2007 kl. 01:09

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe. Það er náttúrlega boðið upp á morfín í öllum almennilegum matarboðum

Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 01:24

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, þú svona kærulaus og ég svona viðskotaill ... virkaði fínt sem verkjalyf en kræst, þvílíkar aukaverkanir. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 01:41

8 Smámynd: Gúrúinn

Sonur minn, þá 12 ára, upplifði mikla morfínvímu þegar það féll saman í honum lungað. Hann sá liti og alles en var annars hinn spakasti. Víman rann nú ekki á hann fyrr en hann heyrði hjúkrunarkonuna segja mér að hann hefði fengið morfínsprautu

Gúrúinn, 1.9.2007 kl. 08:22

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég hef einu sinni verið svæfð og þaðvar þegar ég var 12 ára. þegar ég fékk kæruleysislyfið rauk ég fram í símaklefa til að hringja heim og láta mömmu vita að ég væri að fara í kirtlatökuna...man voða lítið eftir samtalinu nema því að ég hélt því fram að ég væri hundur og var að reyna að gelta á mömmu..hehe. Hjúkka kom svo og bjargaði mér áður en ég fór að flaðra upp um alla....Ég þori ekki að ímyna mér mig á morfíni. Samt örugglega skemtilegt að fara í morfínsmatarboð . Sé fyrir mér Gurrí hella sér yfir hina skítlsöku Jenný og mig geltandi. Smart!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 09:33

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég fékk einu sinni morfín sprautur, margar, eftir heiftalegt nýrnakast og hef aldrei liðið betur. Hjúkkurnar urðu skyndilega að fegurstu englum himins og harður sjúkrabeddinn að dúnmjúku rúmi.

Þröstur Unnar, 1.9.2007 kl. 10:28

11 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég hef fengið kæruleysissprautu nokkrum sinnum,ég man eftir einu tilviki þar sem ég var á leiðinni á skurðstofuna og hafði þvílíkar áhyggjur af læknunum og starfsfólkinu að það inni of mikið,það lá við að ég vildi hætta við aðgerðina vegna vinnuálags starfsfólksins,ég var í algjöru rugli.

María Anna P Kristjánsdóttir, 1.9.2007 kl. 11:15

12 identicon

Bróðir minn lenti í svona dæmi...eftir sprautuna hóf hann að syngja OLE OLE OLE OLE SKAGAMENN, SKAGAMENN!! Á sjúkrahúsi í Keflavík....nei Reykjanesbæ!

Marella (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 11:25

13 Smámynd: Þröstur Unnar

KEFLAVÍK!!!!!!

Þröstur Unnar, 1.9.2007 kl. 12:01

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, dýrlegar sögur!!! Hætta við aðgerð vegna vinnuálags starfsfólks, áfram Akranes ... hahahah, hundur ...! Mikið er nú gott að heyra að fleiri fá rugluna ... aumingja starfsfólk sjúkrahúsa ... nema það skemmti sér bara konunglega yfir þessu klikkaða fólki (á lyfjum). 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 12:09

15 Smámynd: Þröstur Unnar

Je ræt, Anna.

Þröstur Unnar, 1.9.2007 kl. 14:41

16 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hahaha! Þið eruð öll snarbiluð . Kæruleysissprautur virka ekki á mig en þegar ég átti Mayu mína var mér gefið Pethodin (eða hvað það heitir) eftir að hafa verið með áranguslausar hríðir með innan við mínútu millibili í rúma 20 tíma. Ég veit ekki hvort það var þreyta og svefnleysi eða efnið sem gerði mig mjög pirraða og órökrétta en ég bað ljósmóðurina vinsamlegast að sauma mig bara á morgun Eftir að hafa nær tapað mér yfir að þurfa að hanga eftir fylgjulosuninni fannst mér nú nóg búið að bögga mig í bili!

Laufey Ólafsdóttir, 1.9.2007 kl. 14:49

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Laufey ég held það heiti peditin, virkar vel á mig. Morfín er aftur annar handleggur, ég fékk hér fyrir nokkrum árum morfin vegna gríðarlegra hvala í baki, var flutt með sjúkrabíl upp á spítala, ég varð þvílíkt steikt og bullaði út í eitt, en verkurinn hvarf ekki. Húsbandið skildi gemsann sinn eftir hjá mér ef ég þyrfti að ná í hann og í ruglinu tókst mér að setja inn alla afmælisdaga sem ég mundi eftir, og ég man sko alla sem skipta máli, allt næsta ár á eftir gargaði síminn á hann kl. 10 á morgnana ef það var afmælisdagur einhvers og nafn viðkomandi birtist, kallinn lánaði mér ekki símann aftur. Kæruleysissprautur eru hinsvegar ósköð þægilegar en deyfing hjá tannlækni, sleppi henni alltaf.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 52
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 690
  • Frá upphafi: 1505981

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 555
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband