1.9.2007 | 00:31
Ástir ... en afbrot á sjúkrahúsi
Hringdi í eitt afmælisbarn dagsins í fyrradag, ekki þó Michael Jackson, og átti skemmtilegt spjall við það, vinkonu til 20 ára. Man ekki af hverju við fórum að tala um sjúkrahúslegur en hún minnti mig á stórfurðulega framkomu mína fyrir þremur árum þegar hún kom í sjúkraheimsókn til mín þar sem ég lá í morfínvímu eftir uppskurð. Þessir spítaladagar eru í mikilli móðu en vinkonan varð frekar sjokkeruð vegna gífurlegs fjandskapar míns út í heimsóknina sem þó var framin af algjörri góðmennsku. Ég hafði víst allt á hornum mér, talaði illa um stofufélagana sem ég hafði aldrei talað við vegna slappleika og einnig níddi ég niður starfsfólkið sem var samt bara gott. Þetta er eiginlega sprenghlægilegt! Ætli morfín sé innri maður eins og ölið?
Sem betur fer hefur vinkona mín húmor og gat flissað yfir þessu fljótlega. Ég man eftir að hafa hugsað þegar önnur vinkona kom: Hvað er hún eiginlega að gera hér? Enn ein vinkonan mætti og var svo full samúðar að ég fór að háskæla ... og var sprautuð niður þar sem hjúkka kom inn í sama mund til að taka blóðþrýstinginn! Hahahhaha, ég man eftir að hafa reynt að mótmæla því, það væri allt í lagi með mig, mér liði frábærlega ... en ég fékk engu um þetta ráðið.
Ég hafði ekki einu sinni rænu á því að móðgast þegar sjúkraliði lét mig fá heitt latte frá Kaffitári og sagði að líklega hefði það verið dóttir mín sem kom með kaffið. Dóttirin var reyndar vinkona, tveimur mánuðum yngri en ég, og átti von á öðru barnabarninu. Þar sem mátti lesa allt um aldur minn á sjúrnölum segir þetta kannski meira um útlit vinkonu minnar ... held ég.
Mikið var gott að vakna heima á laugardagsmorgninum og vera orðin að sjálfri sér! Ofnæmi fyrir hnetum, möndlum, döðlum, rúsínum og morfíni. Ég er ekki hæf í almennileg matarboð ...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 52
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 690
- Frá upphafi: 1505981
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 555
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Æj erða nú sjúklingur mín kæra..heldurðu að það sé mynd af þér í vaktherberginu ásamt viðvörun : ekki gefa þessari morfín !!
Ragnheiður , 1.9.2007 kl. 00:42
Hahahah, held að ég hafi þótt ósköp eðlileg, þannig ... sýndi starfsfólkinu engan fjandskap, minnir mig, enda svaf ég bara. Rosalega fór morfínið illa í mig, ef ég þarf á slíkum verkjalyfjum að halda einhvern tíma þá vona ég að til sé eitthvað annað en það.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 00:49
Ég var bundin niður á spítala úti á Mallorca vegna morfínæðis sem á mig rann. Fólk átti fótum fjör að launa og húsbandið þorði tæpast í heimsókn. Svo sat ég arfarugluð við hliðina á súrefniskút og REYKTI inni á sjúkstofu og horfði á sjónvarpið og þetta er skárri hluti sögunnar
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 01:01
Skrifa hjá mér: "Enga morfínrétti í matarboðum sem Gurrí gæti mætt í".
krossgata, 1.9.2007 kl. 01:08
heheh...bráðskondið...hef sem betur fer aldrei þurft morfín..en mamma fékk svoleiðis sprautu um daginn og sagðist ekki fá þann andskota aftur nema þá helst dauð...
Brynja Hjaltadóttir, 1.9.2007 kl. 01:09
hehe. Það er náttúrlega boðið upp á morfín í öllum almennilegum matarboðum
Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 01:24
Heheheh, þú svona kærulaus og ég svona viðskotaill ... virkaði fínt sem verkjalyf en kræst, þvílíkar aukaverkanir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 01:41
Sonur minn, þá 12 ára, upplifði mikla morfínvímu þegar það féll saman í honum lungað. Hann sá liti og alles en var annars hinn spakasti. Víman rann nú ekki á hann fyrr en hann heyrði hjúkrunarkonuna segja mér að hann hefði fengið morfínsprautu
Gúrúinn, 1.9.2007 kl. 08:22
Ég hef einu sinni verið svæfð og þaðvar þegar ég var 12 ára. þegar ég fékk kæruleysislyfið rauk ég fram í símaklefa til að hringja heim og láta mömmu vita að ég væri að fara í kirtlatökuna...man voða lítið eftir samtalinu nema því að ég hélt því fram að ég væri hundur og var að reyna að gelta á mömmu..hehe. Hjúkka kom svo og bjargaði mér áður en ég fór að flaðra upp um alla....Ég þori ekki að ímyna mér mig á morfíni. Samt örugglega skemtilegt að fara í morfínsmatarboð . Sé fyrir mér Gurrí hella sér yfir hina skítlsöku Jenný og mig geltandi. Smart!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 09:33
Ég fékk einu sinni morfín sprautur, margar, eftir heiftalegt nýrnakast og hef aldrei liðið betur. Hjúkkurnar urðu skyndilega að fegurstu englum himins og harður sjúkrabeddinn að dúnmjúku rúmi.
Þröstur Unnar, 1.9.2007 kl. 10:28
Ég hef fengið kæruleysissprautu nokkrum sinnum,ég man eftir einu tilviki þar sem ég var á leiðinni á skurðstofuna og hafði þvílíkar áhyggjur af læknunum og starfsfólkinu að það inni of mikið,það lá við að ég vildi hætta við aðgerðina vegna vinnuálags starfsfólksins,ég var í algjöru rugli.
María Anna P Kristjánsdóttir, 1.9.2007 kl. 11:15
Bróðir minn lenti í svona dæmi...eftir sprautuna hóf hann að syngja OLE OLE OLE OLE SKAGAMENN, SKAGAMENN!! Á sjúkrahúsi í Keflavík....nei Reykjanesbæ!
Marella (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 11:25
KEFLAVÍK!!!!!!
Þröstur Unnar, 1.9.2007 kl. 12:01
Vá, dýrlegar sögur!!! Hætta við aðgerð vegna vinnuálags starfsfólks, áfram Akranes ... hahahah, hundur ...! Mikið er nú gott að heyra að fleiri fá rugluna ... aumingja starfsfólk sjúkrahúsa ... nema það skemmti sér bara konunglega yfir þessu klikkaða fólki (á lyfjum).
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 12:09
Je ræt, Anna.
Þröstur Unnar, 1.9.2007 kl. 14:41
Hahaha! Þið eruð öll snarbiluð . Kæruleysissprautur virka ekki á mig en þegar ég átti Mayu mína var mér gefið Pethodin (eða hvað það heitir) eftir að hafa verið með áranguslausar hríðir með innan við mínútu millibili í rúma 20 tíma. Ég veit ekki hvort það var þreyta og svefnleysi eða efnið sem gerði mig mjög pirraða og órökrétta en ég bað ljósmóðurina vinsamlegast að sauma mig bara á morgun Eftir að hafa nær tapað mér yfir að þurfa að hanga eftir fylgjulosuninni fannst mér nú nóg búið að bögga mig í bili!
Laufey Ólafsdóttir, 1.9.2007 kl. 14:49
Laufey ég held það heiti peditin, virkar vel á mig. Morfín er aftur annar handleggur, ég fékk hér fyrir nokkrum árum morfin vegna gríðarlegra hvala í baki, var flutt með sjúkrabíl upp á spítala, ég varð þvílíkt steikt og bullaði út í eitt, en verkurinn hvarf ekki. Húsbandið skildi gemsann sinn eftir hjá mér ef ég þyrfti að ná í hann og í ruglinu tókst mér að setja inn alla afmælisdaga sem ég mundi eftir, og ég man sko alla sem skipta máli, allt næsta ár á eftir gargaði síminn á hann kl. 10 á morgnana ef það var afmælisdagur einhvers og nafn viðkomandi birtist, kallinn lánaði mér ekki símann aftur. Kæruleysissprautur eru hinsvegar ósköð þægilegar en deyfing hjá tannlækni, sleppi henni alltaf.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2007 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.