1.9.2007 | 15:11
Getum sjálfum okkur um kennt ...
Systir mín fór að tala um skemmtilegan pistil sem hún las í blaði nýlega. Hann var um þá kröfu á konur að þær fæddu börn sín á sem náttúrulegastan hátt og helst án nokkurrar deyfingar. Sjálf fór systir mín á námskeið á Fæðingarheimilinu á sínum tíma og var sagt þar að það væri henni sjálfri að kenna ef hún fyndi til við fæðinguna, ef hún slakaði nógu vel á myndi barnið koma sársaukalaust í heiminn ... Konur sem kunna að slaka á finna ekki til. Þetta fullyrti konan sem hélt námskeiðið þótt hún hefði reyndar aldrei fætt barn sjálf. Ekki reyndist þetta rétt hjá konunni og systur minni fannst hún hálfmisheppnuð fyrst hún fæddi barnið ekki skellihlæjandi og án sársauka.
Vinkona mín ætlaði að fæða barn sitt á sem náttúrulegastan hátt og í mesta lagi að drekka piparmyntute við verstu verkjunum. Þegar fæðingin var komin vel af stað bað hún ekki blíðlega um te, heldur gargaði: Ef þið deyfið mig ekki þá drep ég ykkur! Við hlógum mikið að þessu. Erfðaprinsinn fæddist á Skaganum á líklega einni bestu fæðingardeild landsins. Þaðan hef ég bara góðar minningar, fyrir utan þegar starfsstúlka réðst á mig og sagði: Hvernig ætlar þú nú að fara að með tvo hunda? Þú verður að láta lóga þeim fyrst þú ert komin með barn! Jú, og líka þegar ljósmóðirin sagði að þetta gæti ekki verið sárt ... ég kveinkaði mér þegar hún var að sauma mig og deyfingin var farin úr. Aðgát skal höfð ... segi ekki meira.
Sársaukaþröskuldur fólks er misjafn. Ég er reyndar algjör aumingi og hef alltaf látið deyfa mig í tætlur hjá tannlækninum. Ekki vildi ég vera karlmaður og þurfa sí og æ að bíta á jaxlinn á allan hátt, enda eru oft á tíðum gerðar ofurmannlegar kröfur til þeirra. Ég hélt í alvöru hérna einu sinni að karlmenn gætu t.d. ekki farið í ástarsorg, þeir væru svo miklir töffarar og mölvuðu hjörtu okkar stelpnanna án nokkurrar miskunnar. Við grétum en þeir færu bara á fyllerí ef þeim væri sagt upp eða hristu þetta af sér kæruleysislega og fyndu sér svo nýja kærustu. Svona geta nú staðalímyndirnar ruglað okkur líka. Þótt mér finnist Nicholas Cage hundleiðinlegur í grenjumyndunum sínum er það kannski vegna þess að ég hef meira gaman af spennumyndum en grenjumyndum ... en kannski er ég sjálf blýföst í þessum hugmyndum öllum og er hér með að kasta stórgrýti úr gróðurhúsi. Úps.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:31 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 43
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 681
- Frá upphafi: 1505972
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 548
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Skemtileg hugsun þarna að baki.
En þú veist vel að karlmenn hvorki gráta né dansa.
Þröstur Unnar, 1.9.2007 kl. 15:20
Já, og sannir karlmenn borða ekki kleinur, það heyrði ég einu sinni en líklega var það bara í gríni.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 15:31
Þoli ekki fólk sem aldrei hefur átt börn (þarmeðtaldir karlmenn) sem er að gefa leiðbeiningar um fæðingar og segja hvernig okkur eigi að líða. Tala nú ekki um ef verið er að meta utanaðfrá hvað við getum og hvað ekki Það er viðbjóðslega vont að fæða börn. Ég hef gert það þrisvar og það er ekkert skárra í annað eða þriðja skiptið. Það er bara vont og ég áskil mér allan rétt til að öskra af mér hausinn í hvert skipti og bíta frá mér í leiðinni. Síðast bað ég fólk um að lóga mér bara . ...svo er þetta voða fínt eftirá auðvitað og þú gleymir þessu brátt... jeræt!!!
Laufey Ólafsdóttir, 1.9.2007 kl. 15:33
Bókin Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð var alveg frábær. Samansafn af fæðingarsögum, jafn misjöfnum og sögukonurnar voru margar. Svo er reynt að skella okkur öllum í sama mótið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 15:46
LOL. frábær titill á bók. Ég hreyfðist ekki feti ofar en 3 í útvíkkun í fyrstu fæðingu og læknirinn hafði svo mikla samúð með mér að hann lét keyra mig upp á skurðstofu. Þeir geta verið ansi manneskjulegir þessar elskur þegar þeir vilja.
Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 16:02
Já, það er ekki unaður að fæða barn. En það er alveg dásamlegt að vera viðstaddur fæðingu barnabarns og láta einhvern annan um sársaukann. Ég var heldur ekkert að hvetja dótturina til að fæða alveg náttúrulega og lyfjalaust. Mér fannst ég ekki viðstödd fæðingu minna barna, ég var í hörkupúli.
krossgata, 1.9.2007 kl. 17:17
Don´t get me started. Arg og þúsundsinnumþað. Það stendur í biblíunni að við skulum fæða með verkjum. Enn við líði meðan hægt er að deyfa nasavængina við óþægindum vegna of mikillar snýtu.
Muhahaha eitthvað svo pírí núna. Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 17:39
Sjá grein og umræður hér hjá henni Eyju Margréti.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.9.2007 kl. 18:11
Ahhh, takk, Hildigunnur, fín grein og góðar pælingar hjá Eyju og kommenturum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 18:24
Ég hef ekki fætt sársaukalaust en allveg þolanlegan sársauka, reyndar var andlitsfæðingin verst af 3 fæðingum , en ég missti af 3ju fæðingunni og bað ljósmóðurina að endurtaka hana.
Ásta (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.