Stolin snilld

Gat ekki stillt mig um að ræna þessu af síðunni hennar Mögnu sem vinnur með mér, þetta er þrælfyndið og enginn má missa af þessu. 

Þetta byrjar þannig að kona á barnalandi biður um hjálp við að skrifa orðið virðingarfyllst á ensku en hún er sem sagt að skrifa bréf. Hún er hjálparþurfi og skrifar: „Hvernig segir maður „kær kveðja“ á ensku, sorrý er ekki klár í henni, er að senda út til UK vegna gallaða dótsins“
Hún fær svör, þakkar fyrir sig og skrifar:

„Ókei, takk æðislega, ég er geggjað slöpp í ensku, sérstaklega að skrifa hana, getiði sagt mér án þess að drulla yfir mig hvort að það sé hægt að skilja eitthvað af þessu bréfi hehe“

Hún lætur bréfið fylgja með:

Hello
Dóra landkönnuðurI am from Iceland and I don not speak very good English but I am gun a tray
I by a toy in Iceland from fisher price ,, little people.. and dora explorer and this toy ar maid in China 2002-2007.
One Dora explorer vas bay in Spain and made 2002 (the small one) and the big one I think in Iceland but i am not sure made 2003.
Are something wrong this toy or?????
What can I do??
Can I talk to some body in Iceland so I can anther stand this better????
I hope you can anther stand what I am writing
And thank you

Respectfully
XXXXX

Einum notenda á barnalandi.is finnst þetta greinilega jafnfyndið og okkur öllum og ákvað að þýða bréfið hennar beint yfir á íslensku!

Halló.
Ég er frá Íslandi og ég er mafíuforingi sem talar ekki mjög góða ensku, en ég er byssa á bakka. Ég er hjá leikfangi á Íslandi frá Fisher Price, litla fólk og Dóra landkönnuður og þetta leikfang er þjónustustúlka í Kína á árunum 2002-2007.
Ein Dóra landkönnuður var strönd á Spáni og náði 2002 (sú litla) og um þá stóru hugsa ég á Íslandi en er ekki viss um að hafi náð 2003.
Eru eitthvað að þessu leikfangi eða?????
Get ég talað við eitthvað lík á Íslandi svo að ég geti anther staðið þetta betur????

Ég vona að þú getir anther staðið það sem ég skrifa. Virðingarfyllst 

http://magna1.blog.is  Takk Magna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Hefur komið í ljós hvað konunni lá á hjarta? 

Ekki hægt að segja annað en að blessuð leggi sig alla fram! 

www.zordis.com, 1.9.2007 kl. 16:30

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

hahahahaha ég frussaði kaffinu mínu yfir tölvuna þegar ég las þetta!!!

Huld S. Ringsted, 1.9.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: krossgata

Það er ekki laust við að ég hafi tíst og brosað út í annað  en ég er algerlega grunlaus um hvað það er sem manneskjan vill fá lausn á og er að deyja úr forvitni!

krossgata, 1.9.2007 kl. 17:10

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá þetta á einhverri síðu í gær, drepfyndið.  Mávahlátur

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2007 kl. 17:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Illgirnislegur hlátur og "afhverjumenntaðirþúþigekkimagnaaddanoglærðirendskuaulinnþinnkall"

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 17:36

6 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Ég verð að játa að ég sé ekki alveg fyndnina í þessu. Þarna er kona í vandræðum sem viðurkennir vankunnáttu sína, biður um hjálp og biður um leið um að ekki verði gert grín að sér. Og önnur sem dettur ekki í hug að hjálpa henni, heldur notar tækifærið til að draga hana sundur og saman í háði.

Mér finnst það ekkert voðalega fyndið. Annað mál kannski ef sú sem skrifaði bréfið hefði staðið í þeirri meiningu að það væri á þokkalegri ensku en hún veit greinilega vel að það er ekki.

Nanna Rögnvaldardóttir, 1.9.2007 kl. 17:37

7 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Hryllilega kvikindslegt í raun en dásamlega fyndið. Ég vona bara að umrædd hugrökk kona hafi húmor fyrir þessu og óska henni alls hins besta.

Inga Dagný Eydal, 1.9.2007 kl. 17:49

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Æi greyið.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.9.2007 kl. 17:56

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér fannst þetta bæði sætt og fyndið, hef sjálf lent í hálfgerðu svona, man eftir sjálfri mér í verslun í London þegar ég var 18 ára að leita að kínverskum matarprjónum og spurði um meatballs! „We do not sell meatballs here,“ sagði aumingja afgreiðslustúlkan í húsbúnaðarbúðinni. Ég hélt áfram: „You know, meatballs to eat chinise food with?“ hélt ég áfram ... þar til hún fattaði. „Oh, you mean chopsticks? No, sorry!“ og hló ekki. Ég hef gert sjálfa mig margoft að fífli í gegnum tíðina og dáist að þessari konu fyrir að afreka að skrifa bréf á ensku, þrátt fyrir að vera ekki góð í því.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 18:12

10 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

OMG ertu svona "steliþjófur" ... var búinn að lesa þetta hjá Mögnu.. Bara snilld :)

Hólmgeir Karlsson, 1.9.2007 kl. 18:50

11 identicon

Er sammála Nönnu Rögnvaldar.

Fyrir utan það að sú sem hlær að hinni fyrir vankunnáttu í ensku er ekki betri en svo í ensku sjálf að hún heldur að bay þýði strönd en bay þýðir fjörður eða flói.

Guðmundur (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 18:55

12 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Frábært Gurrí. Það er alltaf hlegið að mér þegar ég geri mig að fífli.  Mér finnst því bara sjálfsagt að nota tækifærið og hlæja aðeins á kostnað annara...

Ólafur Jóhannsson, 1.9.2007 kl. 18:56

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Óskar minn, það er hellingur af körlum á barnalandi og þeir eru sko ekkert að skafa utan af hlutunum, þar má oft finna setningar sem segja manni að karlar séu konum verstir ... ef maður myndi bara nenna að pæla í slíku rugli. Ef ég er vond við einhvern þá eru það sko ekki bara konur ... múahahhaa ... Ég er viss um að margar konur á barnalandi hafa hjálpað henni að skrifa bréfið. Það sést í bréfinu hvað konan er betri í að tala enskuna en skrifa hana og hún gerir sér alveg grein fyrir því. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 19:07

14 Smámynd: Svava S. Steinars

Það er alltaf gaman að lesa svona enskuþýðingarstórslys.  Amk eru engin nöfn með þegar þetta var tekið og sent út um allt, óvenjuleg tillitssemi af barnalandsgenginu sem annars kallar ekki allt ömmu sína í niðurlægingum og baktali.  Kann nokkrar skemmtilegar þýðingasögur, t.d. um vinkonu mína sem var unglingur og hitti svartann mann á skemmtistað.  Henni langaði mikið að fá að snerta krullað hár hans og sagði því: "Can I come with your hair ?"  Svo var það ein samstarfskona sem var að tala við útlending í símann um það hvort hann væri að halda kanínur í garðinum sínum.  "Are you having a rabbit in the garden ?"  spurði hún og ég sem var í næsta bás dó úr hlátri

Svava S. Steinars, 2.9.2007 kl. 00:03

15 Smámynd: Íris Fríða

Ætlaði einmitt að benda á að bay væri ekki strönd, allaveganna ekki síðast þegar ég vissi. Vissulega er þetta kvikyndislegt en fólk verður nú að hafa smá húmor fyrir sjálfum sér annað gengur ekki ;)

En þetta er by far versta enska sem ég hef séð (allaveganna í dag) hehe

Íris Fríða , 2.9.2007 kl. 11:07

16 identicon

Gurrí! Takk fyrir að koma mér í hressilegt hláturskast! Þetta er með því fyndnara sem ég hef lesið og ég sé akkúrat ekkert nastí í þessu. Lenti sjálf í því einu sinni í Bandaríkjunum að þurfa að skila vídeóspólu og spurði konuna í móttökunni hvort það væri einhver af hótelinu hún gæti hringt á leigubíl og beðið hann að skjótast með þetta lítilræði. Hún horfði á mig stórum augum og sagði að sér fyndist ég nú gera of mikið mál út af einni spólu. Við áttum samræður í dágóða stund, ég stóð föst á mínu og sagðist ekki hafa neinn annan til að keyra. Þá hafði ég borið orðið leigubíll "cab" fram sem lögregluþjónn "cop". Konunni fannst þetta mjög hysterískur Íslendingur sem treysti engum nema löggunni fyrir spólu. Takk fyrir mig! kær kveðja, Anna

Anna (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 667
  • Frá upphafi: 1505958

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 537
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband