Sjónvarpsósk og ömmuástir

Mikið vildi ég að þáttur Conan O´Briens verði sýndur í íslensku sjónvarpi! Á youtube.com er reyndar hægt að finna heilmörg myndbrot úr þáttum hans, m.a. þetta:

http://www.youtube.com/watch?v=bfoEM2Fm6LM&mode=related&search=

Smábold:
Bold-fólkiðDante er brjálaður úr reiði og beiskju. Bridget hans ætlar að láta reyna á hjónabandið með Nick en Dante veit að Nick elskar hana ekki nógu mikið, Dante elskar hana meira, auk þess vita allir að Nick elskar mömmu hennar Bridget. Legháls Bridget er eitthvað slappur (orðalag læknisins) og möguleg hætta á fósturmissi. Væntanlegt barn er stúlka. Nick fór á fund Brooke og tilkynnti henni að hann ætlaði að vera dóttur hennar góður eiginmaður og hún virtist hálfspæld. Stefanía æðir inn á ljótu, nýju skrifstofuna hans Erics og kemur að honum að kyssa Jackie, mömmu Nicks. Alltaf sama fjörið hjá öldruðum. Jackie fer og fyrrverandi hjónin rífast eins og gömul núverandi hjón sem kemur illa saman. „Þú býrð til vonda Martini-drykki!“ „Þú syngur falskt!“ ... osfrv.
„Við eigum von á kvenkyns stúlku,“ sagði Nick gáfulega við Brooke. „Jibbí, ég verð amma!“ sagði Brooke og horfði tælandi og jafnframt sorgmæddu augnaráði á tengdason sinn. Þau haldast í augu ... og svo hendur. Þau elska hvort annað. Nick fer, Brooke grætur og Nick horfir saknaðaraugum á hana úr fjarlægð. Tjaldið fellur. Ætli íslenskar ömmur séu jafneftirsóknarverðar og þær ammmrísku?

Myndatexti: Fremsta röð f.v.: Taylor, Ridge, Brooke, Bridget, Nick og Jackie. Miðröð f.v. óþekktur, Tómas, Dante, Stefanía, Eric, Sally, hönnuður Sallyar. Í öftustu röð þekki ég bara Massimo (með skeggið), Dörlu og Thorne. Veit ekkert um manninn lengst til vinstri eða svarthærðu konuna við hlið hans, þau sem standa fyrir aftan Tómas. Held að sú svarthærða sé Felicia, dóttir Stefaníu og Erics, sem sagt systir Ridge og Thorne. Hún kemur bráðum við sögu. Mun skrifa langa færslu um líf þessa dásamlega fólks ... fram í tímann. Miðilshæfileikar eða Netið? Þegar stórt er spurt ...  Margt afar spennandi fram undan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ah, takk fyrir bóldið, ég er eiginlega hálf fegin að vera ekki á íslandi þegar ég les þetta. Mikið svakalega geta þessir menn togað lopann langt!

The never ending story, Birgitta eignast kærasta og Brókin fer á eftir honum :Þ

En takk fyrir updeitið, ég held áfram.

Hrefna S. Reynisdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 19:57

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hrefna, hva? Ég er á Íslandi en slepp samt bara alveg við að horfa á þetta. Offtakkinn, veistu... :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.9.2007 kl. 21:00

3 identicon

Það er andskotinn hafi það ekki hægt! Maður festist gersamlega yfir þessum hroðbjóði.

Enda sérðu það að ég er farin að krefja fólk á alnetinu frétta af bóldinu bara til að geta haldið áfram að vera hissa.

Hrefna S. Reynisdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 22:30

4 identicon

Eftir að hafa horft á sköllótta og fagra lýsti dóttir mín því yfir að ef ég svo mikið sem liti í áttina til væntanlegs tengdasonar með glampa í augum, hvað þá tárum, myndi hún aldrei yrða á mig orði aftur.  Þessi væntanlegi tengdasonur er að vísu ekki enn kominn inn í líf hennar, þetta var bara svona fyrirbyggjandi tilkynning. Það er ekki öll vitleysan eins en sum með meira skemmtanagildi en önnur.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 23:20

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahahahaha ... ja, ef svo ótrúlega vildi til að ég eignaðist tengdason þá myndi ég ekki reyna að stela honum af stráknum mínum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 23:45

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ertu að meina það? Mér finnst Conan svo ömurlegur að ég fæ alltaf æluna upp í hálsinn þegar ég sé honum bregða fyrir. Þegar ég fór til New York skoðaði ég stúdíó NBC og þar á meðal salinn hans Conans og það lá við að ég yrði að hlaupa út. Ojbjakk.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.9.2007 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband