Rapptónlist og fórnarlömb hennar ...

RappHvað gera sætar stelpur á laugardagskvöldi ef þeim hefur ekki verið boðið út? Jú, þær sem hunskast ekki til að ljúka við Harry Potter-bókina fyrir strætóbílstjórann sinn setjast við tölvuna og láta heillast af góðri tónlist á youtube.com.

Einu sinni var ég stödd úti á götu í New York og dásamlegir tónar bárust frá lítilli plötuverslun. Þeir löðuðu mig inn þar sem afar fríkaður afgreiðslumaður stóð fyrir aftan búðarborðið.
„I´m looking for good rap music,“ sagði ég kurteislega. „Sorry, we do not sell rock music,“ sagði hann hrokafullur. „No, I mean RAP music, Wu Tang Clan, Cyprus Hill ...“ Ég komst ekki lengra, ég hélt að ungi maður ætlaði að fara að faðma mig, slík var gleði hans yfir „gamalmenninu“ með góða tónlistarsmekkinn. Ég fór út með plötuna sem innihélt lagið og tvær aðrar að auki, erfðaprinsinum til mikillar gleði. Hér er lagið, njótið:
http://www.youtube.com/watch?v=_TlKEQ2nIyo

Prófaði að gamni að leita enn einu sinni að gömlu uppáhaldslagi á youtube ... og fann það, ég hafði alltaf skrifað hljómsveitarnafnið vitlaust og ekki nema von að lagið fyndist ekki. Heyrði það á X-inu í gamla daga og kolféll fyrir því strax. Strákunum á X-inu fannst bráðfyndið að næstum fertug kerlingin á Aðalstöðinni hringdi stundum í þá til að biðja þá um að spila það. Æ, þetta voru svo frábærir strákar. Sakn, sakn!
Upptakan er ekki nógu góð þannig að viðlagið heyrist illa en lagið er samt flott:
http://www.youtube.com/watch?v=oW6ht5QtOYk&mode=related&search=

Læt eitt gott með Eminem fljóta með, að mínu mati besta lagið hans ...
http://www.youtube.com/watch?v=DFPShUSgFyI

Fyrir þá sem fíla ekki rapp er hér gamalt og harla gott lag, mæli með því sem vangalagi í kvöld: http://www.youtube.com/watch?v=hkbdP7sq0w8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

heyrðu kona. Ég ætlað þvílíkt að fara að njóta Eminem og klikka á linkinn og fæ yfir mig hótanir um njósnir og dauða og djöful yfir familíuna

Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 21:32

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, svona er að hlusta aldrei á texta, heldur taka bara tónana inn! Eflaust er allt fullt af fokk- og bitsísorðum, hmmm, ætti kannski að banna þessa síðu börnum. Sorrí, Jóna mín. 

Guðríður Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 21:39

3 Smámynd: halkatla

eminem er svo glataður, en að öðru leiti ertu ábyggilega með góðan tónlistarsmekk, ég elska Cypress Hill en hef ekki hugsað til þeirra mjög mjög lengi, jæja, best að halda áfram að horfa á myndina sem ég var að finna á netinu, ég elska netið  

halkatla, 1.9.2007 kl. 21:44

4 Smámynd: Þröstur Unnar

"For Heaven's Sake"  women.......

Þetta er nú bara oft miklu betra heldur en að vera út um hvappinn og kvittinn (skrítin orð) og láta lemja sig eða nauðga.... nee segi svona. Takk fyrir fína músík. Gaman að horfa á kallana með blúndurnar upp úr hálsmálinu. Mundi ekki vilja vinna við það sem ég geri í dag, ef þetta kæmist aftur í tísku.

Þröstur Unnar, 1.9.2007 kl. 21:47

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einhverntímann hét það að það ætti að klára Harry Potter fyrir undirritaða.  En svona er lífið, vinir koma og fara

Rapp: No comment

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 21:56

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Æ, sorrí elsku Jenný mín, þú verður fyrst til að fá að vita endinn. Setti svo krúttlegt lag handa antí-rappistum þarna neðst, lagið Dust in the Wind ... finnst ekki rómantískara og sætara lag! Bara fyrir þig!

Guðríður Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 22:06

7 Smámynd: Svava S. Steinars

Vangalagið er sannarlega hugljúft og myndbandið alveg svakalega sætt

Svava S. Steinars, 2.9.2007 kl. 00:05

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Guðríður við verðum að tala saman Ég var einmitt á youtube í gærkvöldi og fékk þvílíka nostalgíu m.a. yfir þessu og þessu og þessu og þessu

Hér eru skilaboð fyrir rapphatendur og hér er lag sem segir sögu

Er ekki sagt að hipp hopp sé misskildasta listformið? Þú getur komið í heimsókn til mín og ég get spilað þetta allt fyrir þig af vínyl  

Skelli einu stelpulagi hér líka. Var ssendandi vinum og vandamönnum þetta hægri og vinstri í gær.  Enjoy! 

Laufey Ólafsdóttir, 2.9.2007 kl. 00:24

9 Smámynd: Karl Tómasson

Gurrý við erum bara að tala saman í tónlistinni. Dust in the wind.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 2.9.2007 kl. 00:27

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Flott lög, Laufey ... ég veit greinilega ekkert um rapp, takk fyrir að senda mér þessi lög, nú verður gramsað á youtube. Sammála líka þeim sem eru hrifnir af Dust in the Wind, það er flott! 

Guðríður Haraldsdóttir, 2.9.2007 kl. 00:42

11 identicon

Undanfarna daga hafa birst afar skeleggar greinar um stöðu velferðarmála á Íslandi - einkum hvað lýtur að sjúkum og öldruðum. Þar skrifa konur sem fá daglega að reyna kerfið á eigin skinni - auk þess að berjast við 4 stigs krabbamein. Ég hvet þig eindregið til að lesa færslu á :

http://www.blogcentral.is/gislina

sem ber yfirskriftina ,,Mótmælum öll´´skoða athugasemdirnar og veita innihaldinu áfram á þinni síðu.

M.kv.

Linda María

Linda María Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 07:56

12 Smámynd: Jens Guð

  Af því að þú vísar á lag með Wu Tang Clan þá er gaman að segja frá því að íslensk kona var lengi umboðsmaður þeirra - og er kannski enn.  Fyrir nokkrum árum var búið að bóka þá á hljómleika hérlendis.  Þeim var aflýst á síðustu stundu er drengirnir uppgötvuðu að þeir gátu ekki keyrt til Íslands frá Bandaríkjunum.   

Jens Guð, 2.9.2007 kl. 15:14

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahhaha, vissi ekki hvers vegna þeir aflýstu, þetta er frábær ástæða og ætti að hvetja stjórnvöld til að láta byggja brú til Bandaríkjanna hið fyrsta! Ekki vissi ég heldur þetta með umboðsmanninn þeirra, algjör snilld! Ég átti plötuna Wu-Tang Forever, tvöfalt albúm, en sonur minn fékk hana lánaða ... og ég sá hana aldrei aftur. Er aðeins farin að skilja nauðsyn þess að hafa kynslóðaskipti í tónlistarsmekk, vona að strákurinn fari að hlusta á Mariah Carey, þá fæ ég að hafa plöturnar mínar í friði. Múahhahah

Guðríður Haraldsdóttir, 2.9.2007 kl. 15:25

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir mússíkkina, darling of mine.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.9.2007 kl. 18:20

15 Smámynd: Rebbý

vá hvað þið hafið góðan tíma aflögu, ég rétt næ að kíkja á blogið orðið milli vinnudaga en hef aldrei tíma til að flakka svona á netinu að leita uppi gömul óskalög.
reyni að muna þetta í næsta sumarfríi

Rebbý, 2.9.2007 kl. 19:04

16 Smámynd: www.zordis.com

Ég man oftast nær aldrei nöfnin þegar ég fæ tækifæri að leika mér á Youtube! 

Þú ert greinilega síung þar sem þú ert með svo unglegan tónlistarsmekk

www.zordis.com, 2.9.2007 kl. 20:23

17 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Gurrý! Ég hreinsaði einmitt aðeins til í plötusafninu hennar mömmu á sínum tíma. Ég skal skrifa fyrir þig Wu Forever, held ég eigi hana á geisla hérna einhversstaðar...

Rebbý... lausnin er að gera margt í einu! Alltaf allt á fullu hér!

Laufey Ólafsdóttir, 3.9.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 2319
  • Frá upphafi: 1461851

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 1962
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Garðyrkja og útivera
  • Veðrið á miðvikudaginn
  • Há og grönn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband