Klökknað á Kjalarnesinu

Grátið í morgunsáriðHeimir bílstjóri táraðist næstum úr gleði þegar ég lét loksins sjá mig með strætó í morgun. Ekki dró úr táraflaumi hans þegar ég gaf honum Séðogheyrtið mitt síðan í gær. Undanfarna morgna voru það nefnilega drossíur sem fluttu fegurðardísina til höfuðborgarinnar. Ég táraðist líka en það var aðallega vegna þess að ég rak veika hnéð í fargjaldsbaukinn sem er staðsettur beint fyrir framan fæturna á mér þegar ég vel þetta sæti. Þurfti að auki sitja í mjög dónalegri stellingu á leiðinni og var orðin svo skökk og stirð í Mosó að ég ákvað að treysta á að Prentmets-gæinn hefði ekki sofið yfir sig. Hann reyndist vera í aukabílnum, vel vakandi, og lenti í Mosó einni mínútu á eftir okkur Heimi snillingi Schumacher. Auðsótt mál var að fá að sitja í upp í Hálsaskóg (Lyngháls og nágrenni) og gat ég horft hæðnisaugum niður á lágu einkabílana eins og fólk í hærri sætum gerir vanalega. Sá í "fokkings" Mannlífi lesendabréf þar sem einhver karlmaður kvartar yfir því að gamalt fólk og konur hangi á vinstri akrein á of litlum hraða þannig að duglegir og klárir karlmenn sem keyra á 90 komast ekkert áfram. Vá, ein sem ekur Vesturlandsveginn daglega veit að þetta er bull. Ég sé karla þarna, gamalt fólk (þrjátíu ára og eldra) og konur hægja á morgunumferðinni með þessum hætti. Mjög margir karlanna, sérstaklega seinni part dags, hanga í símanum að auki, líklega að fjarstýra konunni um það hvað hún eigi að kaupa í matinn. Konur nútímans kunna hvorki að versla né elda. Stelpur, við megum ekki gleyma þessum gamla hæfileika þótt strákarnir séu góðir í þessu!!!

LæknirinnFallið á ógæfumölinni sem orsakaði hnémeiðslin verður senn ársgamalt. Verð að láta mér detta eitthvað í hug til að halda upp tímamótin. Vil ekki reyna að detta aftur af tilefninu, hef nefnilega stært mig af því að fá "gat" sem þarf að sauma á 40 ára fresti og vil helst halda þeirri hefð. Ungi, sæti en skilningslausi læknirinn á heilsugæslunni á Akranesi harðneitaði að kyssa á bágtið, heldur saumaði níu spor í fagurlega skapað hægra hnéð á mér. Hitt hnéð var snúið og krambúlerað og fékk teygjubindi. Þetta kvöld sá ég Flórens í annað skiptið á ævinni, nágrannakonu mína sem var að ljúka hjúkrunarnámi. Þótt blóðið flæddi í stríðum straumum um himnaríki vildi ég í lengstu lög sleppa læknisför (ég er sko töffari) og hringdi í verðandi hjúkkuna og bað um álit. Flórens (Sigrún sveitamær) öskraði tryllt þegar hún sá allt blóðið, tók mig í fangið, hljóp með mig út í bíl og skutlaði mér til læknis sem veinaði enn hærra en Flórens, enda hafði hann örugglega aldrei séð önnur eins meiðsli. Man þetta kannski ekki alveg nákvæmlega, enda komið heilt ár síðan.

Megi dagurinn verða frábær hjá ykkur, bloggvinir góðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég klökknaði við lesturinn, af brjálæðislegum og krampakenndum hlátri.  Takk fyrir að bjarga deginum (sem er annars ágætur, ekki misskilja mig).  Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: SigrúnSveitó

I´m a pussy!!!

SigrúnSveitó, 7.9.2007 kl. 09:38

3 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Mér finnst að fólk sem býr í himnaríki eigi að hafa hirð-lækni.  Ég myndi auglýsa eftir einum svoleiðis.  Það er gjörsamlega óhæft að geta átt það á hættu að blæða út - þó það sé á ársfresti........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 7.9.2007 kl. 10:26

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Best að næla sér í lækni ... eða skraddara, þótt ég slasi mig ekki árlega, heldur á 40 ára fresti! Ein sem vinnur með mér reyndi að telja mér trú um að ég væri hrakfallabálkur ... hahahhaha, ég hélt nú ekki. En ég vil hafa reglu á hlutunum og næst mun ég að öllum líkindum slasast í september 2046.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.9.2007 kl. 10:35

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi  Gurrí mín slæmt með fótinn. Það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt

Kristín Katla Árnadóttir, 7.9.2007 kl. 10:52

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Anna, þótt árin mín verði kannski orðin sæmilega mörg árið 2046, vil ég minna þig á að ég er jafngömul Madonnu sem verður enn að eftir 40 ár, ef ég þekki hana rétt, þótt hún verði kannski í því að hlaða niður barnabörnum þá en ekki börnum. Og þó. Jú, ég er alveg til í Júlíus, hann virkar alla vega voða sætur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.9.2007 kl. 11:08

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Alveg til í dýralækni, langtíma einsemd kennir manni að slaka á kröfum, eins og ég hef alltaf sagt ... held bara að enginn dýralæknir sé á Skaganum. Svo áttu ekki að bjóða mér sætan lækni, Anna, og segja svo löngu seinna að hann sé vel kvæntur. Svona gerir maður ekki vinkonum sínum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.9.2007 kl. 12:03

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

GUrrý þarf að fá skemmtilegan mann þegar að því kemur, annars eru svo margir menn í hennar lífi að ég heldu hún vilji ekki fleiri í bili, en ef þú rekst á einhvern drop dead æðislegan, láttu þig þá detta með stæl og allaveg 2 spor í eitthvað, t.d. vangann þá er hann svo nærri þér á meðan hann skoðar bágtið.   þú ert alveg óborganlegur pistlahöfundur.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 15:49

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Gurrí, þú ert bara DÁSAMLEG

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.9.2007 kl. 16:25

10 identicon

Helló. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Kv að norðan.

Helgi Schiöth (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 18:23

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Leitt að lesa að þú sért slæm í hnjánum, vona bara að þú sért góð á milli.

Það er til skammar að læknar neiti um koss á bágtið, ætti að vera skyldukúrs í eina önn til viðbótar eftir kandídatsárið að kenna það grundvallaratriði í huggulegum hjúmanisma.

S.

Steingrímur Helgason, 7.9.2007 kl. 20:51

12 Smámynd: krossgata

Er hnéð ekki að jafna sig ári síðar?    En ef það er ekki allt að rifna upp og blóðið streymir ekki í beljandi fossi.... þá væri sæti læknirinn kannski fáanlegur til að kyssa á bágtið. 

krossgata, 7.9.2007 kl. 21:14

13 Smámynd: Ragnheiður

æj skemmtilegur pistill þetta hjá þér Gurrí...ég hef augun opin fyrir góðum læknum, það hlýtur að mega flytja þá hreppaflutningum ef ég finn einn hér fyrir sunnan. Set hann bara bundinn og keflaðan í strætóinn...

Ragnheiður , 7.9.2007 kl. 21:29

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk elskurnar. Þigg alveg sætan lækni frá þér, Ragga mín. Ég spurði lækninn í alvörunni hvort hann væri ekki til í frekar að kyssa á bágtið þegar hann bjó sig undir að sauma ... hann flissaði bara. Var alveg dásamlegur ... og engin bið! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.9.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 46
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 684
  • Frá upphafi: 1505975

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 551
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband