8.9.2007 | 16:21
Uppdeit af boldi og tvær samviskuspurningar
Þeir sem þykjast ekki hafa áhuga á boldinu ættu ekki að lesa lengra því að hér kemur upp-stefnumót af nýjustu atburðum hjá Forresterunum og fylgifiskum þeirra.
Eric spilar lymskulega á Stefaníu, fyrrverandi eiginkonu sína, og þykist vera hættur að þola Brooke, mjög nýlega fyrrverandi eiginkonu sína. Sú aðferð mun skila honum fyrirtækinu aftur, vill hann meina. Hann trúir Brooke fyrir þessu og segist gabba Taylor og Ridge á sama hátt til að Stefanía láti örugglega sannfærast, hún sé alltaf svo veik fyrir honum.
Brooke dreymir kynæsandi dagdrauma um Nick, sem hún elskar, en ætlar að fórna hamingju sinni fyrir hamingju dóttur sinnar sem á von á kvenkyns stúlkubarni með Nick, eins og allir vita. Margt hefur gerst síðustu dagana, eiginlega er allt að verða vitlaust í boldinu.
Felicia, dóttir Erics og Stefaníu, hefur stungið upp kollinum og heldur til í strandhúsinu en þangað hleypir hún engum. Þar felur hún nefnilega ungbarn sem hún á með engum öðrum en NICK!!! Eins og allir vita er skortur á leikurum í Hollywood þannig að Nick var látinn deita Feliciu einhvers staðar á milli sambanda hans við Bridget og móður hennar. Þetta fór alveg fram hjá mér.
Felicia og Bridget eru sko hálfsystur ... sumir fara ekkert út fyrir fjölskylduna í leit að einhverju til að sofa hjá ... eða réttara sagt; snjallt að samnýta gaurinn ef hann er svona æðislegur.
Fatahönnun er í genunum á Forresterunum og er Felicia víst algjört séní á því sviði, móðir hennar biður hana um að koma og vinna hjá sér. Felicia er með krabbamein en fjölskylda hennar heldur ranglega að hún hafi læknast. Stefanía komst að þessu með barnið fyrir algjöra tilviljun, enda er konan sú yfirleitt með nefið niðri í öllu, blessunin. Tjaldið féll þegar hún hvatti Feliciu til að segja Bridget leyndarmálið! Hvað gerist í næstu viku? Úúúúúúú ...
Ég veit hvað er framundan. Gúgglaði mynd um daginn og lenti á síðu þar sem ég sá hvernig næstu vikurnar þróast hjá þessum hjartkæru heimilisvinum himnaríkis. Hefur einhver áhuga á því að fara svolítið fram í tímann og ég skelli næstu atburðum hér inn? Þá er engin hætta á að nokkur verði að hanga yfir sjónvarpinu í stað þess að undirbúa jólin. Það tekur sinn tíma að þrífa, baka, skreyta og lesa jólabækurnar. Er ekki bara gott að sleppa við boldið til áramóta?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 229
- Sl. sólarhring: 236
- Sl. viku: 921
- Frá upphafi: 1505928
Annað
- Innlit í dag: 186
- Innlit sl. viku: 752
- Gestir í dag: 178
- IP-tölur í dag: 172
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Það er tvennt athugavert við að setja mjólkina fyrst (með fullri virðingu fyrir mömmu þinni): Kaffið verður verra, og þeir sem nota mjólk út í kaffið til að kæla það þurfa að nota miklu meira af mjólk ef hún er sett í á undan. Sem sagt, ekki gott.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.9.2007 kl. 16:31
Enn og aftur sé ég að við Anna hljótum að vera tvíburar safði einmitt mínar hugsanir......
Magga (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 16:48
Jú endilega skelltu þessu hér inn! Ég bíð spennt.
Hrefna S. Reynisdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 16:49
Veit ekki (kaffið), skil ekki (boldið sko) en hlakka til jólanna
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 17:44
Drekk ekki kaffi,en á þessa fínu vél sem býr til gott kaffi er mér sagt,en hvort kaffið eigi að fara fyrst í bollann,þá held ég að svo sé.Þegar ég hellti á venjulega könnu þá þurfti´ég hjálp frá sérfróðum,því ég bjó til svo vont kaffi þegar ég stýrði kaffimagninu,að það var ódrekkandi,næstum eins og kaffið hjá Bretum.
María Anna P Kristjánsdóttir, 8.9.2007 kl. 17:59
Það er náttúrulega algjör skandall, að setja mjólkina fyrst í bollann. Kaffið fyrst svo mjólk þangað til það kemur réttur litur á kaffið, sem á að sjálfsögðu að vera drukkið úr eins litlum og þunnum bolla og kostur er.
Boldið hmmm................
Þröstur Unnar, 8.9.2007 kl. 18:15
Geri þetta stundum, þ.e. að setja mjólkina á undan,og er ekki frá því að það sé betra bragð af kaffinu. Þekki fólk sem gerir þetta án undantekninga og ef þetta er ekki rétt gert þá er því hellt og fengið sér aftur. Það er bragðmunur, vissulega, en þetta skiptir mig þó ekki mjög miklu, get drukkið það hvort heldur. Boldið, who care? Kveðja frá Sarajevo, þar sér maður ekki BB og ekki viss um að ég sjái mikinn mun eftir árs fjarveru, þegar að því kemur.
Guðm. Fylkis (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 19:30
Meiraboldmeirabold...plísplís...sparar mér mikinn tíma og helling af peningum að lesa þetta hjá þér..
Brynja Hjaltadóttir, 8.9.2007 kl. 20:11
Drekk svart... en ég notaði einu sinni mjólk og að sjálfsögðu fór hún síðust í bollann! Ég hef áhyggjur af mömmu þinni Gurrí.... svona gerir maður ekki :)
Heiða B. Heiðars, 8.9.2007 kl. 20:12
Kaffið fyrst svo mjólkina, mér hefur bara aldrei dottið í hug að gera það öðruvísi. Boldið, sko ég horfi stundum en svindla svo og kíki fram í tímann, er hrútur og þoli ekki svona langdregin augnaráð. Þetta að samnýta flotta gaura, skondið hjá þér, en það má nú alveg fá nýtt blóð í hópinn, þetta fer að verða skildleikaræktun og þá fer nú fólk að ljókka og heimskast. Góða helgi í himnaríki og kveðjur á kisurnar.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 20:13
tjah..... Ég set alltaf mjólkina síðast. Hef aldrei prófað hitt. Geri það kannski, bara svona til að kanna hvort það sé virkilega annað bragð.
Hrönn Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 20:37
Nú er ég alveg hætt að skilja, boldið sko. Ef Felicia er dóttir Erics og Stefaníu er hún þá ekki systir Nicks? Var hann ekki sonur annars hvors þeirra? Eru Brooke og Eric skilin?!
Varðandi mjólk á undan eða eftir kaffinu.... Það er auðvitð hneyksli að menga kaffið með mjólk yfir höfuð. Mjólk á ekki að koma nálægt kaffi, helst ekki í sama herbergi einu sinni.
krossgata, 8.9.2007 kl. 20:44
Sleppi mjólkinni í kaffið, en vil minn daglega skammt af boldinu takk.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:29
Fyrst kaffi svo wiskí og síðan rjómi. Draumórar. Fyrst kaffi og síðan mjólkin.
Komdu með meira Bold. Get varla beðið eftir að vita hvað gerist næst. Það er ekkert smá í gangi og mér finnst þessi fjölskylduflækja mjög auðskilin.
Fjóla Æ., 8.9.2007 kl. 22:03
Sko, Krossgata, Eric er sonur Jackie og Massimo (sem er blóðfaðir Ridge þótt Eric hafi haldið í 50 ár að hann ætti hann). Já, ég kem bara með stóran boldþátt fljótlega og skelli svo inn einhverju jafnóðum fyrir Ingu, ekki málið!
Helga Vala, ég myndi þá fyrst fara að horfa á boldið með ánægju, ekki skyldurækni ef þú færir að skrifa það!
Vissi að mamma væri ekki í lagi í sambandi við kaffimál ... henni finnst kaffið og mjólkin blandast betur og hraðar með því að gera þetta öfugt. Held að hjúkkunæturvaktir hafi mögulega skemmt bragðskyn hennar í gamla daga ... en þá drukku hjúkkur og sjómenn sams konar kaffi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2007 kl. 22:24
Ég drekk bara mjög sterkt nýuppáhellt svart kaffi. Sjokkur af köldu vatni gerir það algjört æði - ca. 20 ml. ískalt vatn útí og það er hægt að þamba það án þess að brenna sig.
Krissilía (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 23:27
Þetta er algjört smekksatriði en skiptir raunar ekki máli nema kaffið sé sjóðheitt.
Ef þú ert með bolla af sjóðheitu kaffi og hellir smávegis af kaldri mjólk út í það snögghitnar hún; ef hitinn er yfir 82°C flóast mjólkin í kaffinu (ensímin fara að brotna niður) og þá kemur þetta bragð sem sumir vilja og aðrir ekki. Ef kaffið er ekki þeim mun heitara eða ef mikil mjólk er notuð hitnar mjólkin ekki nægilega til að flóast.
Ef heitu kaffi er hellt út í kalda mjólk verður blöndunin öðruvísi, mjólkin snögghitnar ekki eins, hitastigið fer aldrei jafnhátt og ólíklegt að mjólkin byrji að flóast.
Persónulega er ég ekki mikið fyrir þennan flóaða karamellukeim svo að ef kaffið er mjög heitt set ég yfirleitt mjólkina fyrst – og í almennilegu tei er það eiginlega nauðsynlegt (ef maður notar mjólk á annað borð).
Nanna Rögnvaldardóttir, 9.9.2007 kl. 00:35
Mjög athyglisvert og takk fyrir þetta. Það kemur reyndar ekki sjóð-, sjóðheitt kaffi úr vélinni minni ... en ég fann mun á kaffinu þarna hjá Hildu, fannst koma aukabragð af því en mögulega hefur mamma ekki alveg hitt á rétta litinn þótt mér sýndist það í fljótu bragði. Heit mjólk í kaffi er fín, eins og í latte, en ég bið alltaf um að hún fari ekki yfir 150°F, þá verður kaffið of heitt ... heyrði líka einhvers staðar að það verði efnabreyting á henni ef hún er hituð meira.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 12:30
Mjólk er sætust á bragðið í kringum 65°C (eða 150°F ef þú vilt endilega nota Fahrenheit, ekki veit ég af hverju) og þá byrja líka ensímbreytingarnar í henni en þær hafa þó ekki veruleg áhrif fyrr en við töluvert hærri hita (82°C).
Nanna Rögnvaldardóttir, 9.9.2007 kl. 15:33
Aha, sæki sem sagt í sæta bragðið! Ástæðan fyrir Fareinheitinu er sú að flestir hitamælar á kaffihúsum er ekki með Celsíus-hitastigið, ég lærði því á þetta með F-inu. 65 gráður, ókei, þá man ég það því að kaffihúsið á Skaganum er með Celsíus-mæli!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 18:19
sæl´skan
Ég tek við Bolding, sama í hvaða formi þú sendir það út. Frásagnir þínar eru mun skemmtilegri en nokkur þáttur sem ég hef séð af þessari sápu.
Hætti að nota sykur og mjólk í kaffi í verkfallinu ´84 (Var það ekki ´84 annars ?) og er því ekki dómbær á fyrirbærið en verð þó að segja að það að setja mjólk út í kaffið hljómar eins og að setja Pepsí út á seríósið
kv kikka
kikka (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.