12.9.2007 | 08:22
Drossíuför og lúmskur fótboltaþjálfari
Ring, ring, heyrðist í töskunni minni þar sem ég stóð úti á stoppistöð og beið eftir Tomma. Þetta var Ásta sem ætlaði á bíl í bæinn, henni leist ekki á veðurútlitið. Þrátt fyrir skammir Tomma í gær og fjarskammirnir sem hann skilaði frá Sigþóru um sviksemi okkar Ástu við strætó hoppaði ég heim í himnaríki eftir símtalið og bjó í rólegheitunum til tvo guðdómlega latte. Korteri seinna kom elskan hún Ásta á drossíunni. Ansi hvasst var á Kjalarnesi og rigningin var einstaklega blaut. Ekki skánar það þegar líður á daginn og morgundagurinn verður klikkaður! I love it!!!
Nýja kápan/úlpan mín, sem Laufey gaf mér í afmælisgjöf, lítur út eins og sú gamla en er bæði hlýrri og vatnsheldari. Jómfrúrferðin hennar var út á stoppistöð og heim aftur í morgun. Algjör snilldarkápa. Ekkert gat á hægri vasanum sem ég gleymi alltaf að gera við vegna gleði minnar yfir því að komast heim ... eða í vinnuna! Svo er hettan líka góð, sem er fínt því að ég nota ekki húfu! Verð eins og vélsagarmorðingi í framan ef ég skelli einni á mig.
Sigþór, mágur minn, bauð mér í mat til þeirra hjóna í kvöld og að horfa á landsleikinn, held að hann líti orðið á mig sem lukkudýr í fótbolta. Ég byrjaði að halda með West Ham og sjáið bara hvernig gengið lagaðist í kjölfarið. Í vetur fer ég örugglega með Sigþóri og erfðaprinsinum í fótboltaferð til London. Hviss bang, búið, ferð, ekkert búðaráp og bull, bara hreinn og tær fótbolti. Vér Íslendingar sigruðum líka Spánverja á laugardaginn með jafntefli og ég var að horfa ... og verðum eflaust í stuði í kvöld!
Annars grátbið ég landsliðið okkar í fótbolta, sem les örugglega þessa bloggfærslu, að hlusta ekki á þjálfara N-Íranna. Hann þykist vera skjálfandi af hræðslu við okkur og sérstaklega Eið Smára. Sko, þetta er sálfræðihernaður, hann er með þessu að gera okkur öruggari með okkur svo að liðið hans geti rústað okkur. Ekki falla fyrir þessu. Hann er ekkert hræddur við okkur. Þetta er bæði kurteisi í honum OG LYMSKA!!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Enski boltinn, Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:24 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 32
- Sl. sólarhring: 227
- Sl. viku: 724
- Frá upphafi: 1505731
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 585
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Til hamingju með skutlið og hvað fótbolta varðar; no comment
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 09:12
Þetta blogg kitlaði virkilega hláturtaugarnar....hehe
Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.9.2007 kl. 09:27
Þú ferð ekkert út á stoppistöð á morgun góða mín, það verða 40+ á nesinu.
Sko Írarnir eru drulluhræddir við okkur, og meiga alveg vera það, við bökuðum þá í síðasta leik, manstu?
Þessir rauðhærðu pilsaþeytarar eru sko ekki kurteisir.
Þröstur Unnar, 12.9.2007 kl. 09:38
ég og gurry erum markmenn
Gunna-Polly, 12.9.2007 kl. 11:01
Sniðug taska að hringja svona og láta þig vita tækifærum sem ekki er hægt að sleppa.
krossgata, 12.9.2007 kl. 11:15
Haghahahahah, frábær taska, Krossgata.
Held að veðurspáin sé ansi slæm fyrir morgundaginn. Þarf að vera hræðilega, ofboðslega, svakalega dugleg að vinna í dag ef svo færi að ég kæmist ekki í vinnið í fyrramálið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.9.2007 kl. 11:30
1. Þær VORU með hatta!
2. Sú sem segist eiga afmæli - afmælisgjöf - verður hún ekki líka að segja hversu stórt afmælið var?
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 14:03
Hatta hvað ...
Stórafmælið var ansi stórt, ég varð 49 ára!!! Maður verður nú ekki 49 ára á hverjum degi. Þú getur kíkt á myndir úr afmælinu (12. ágúst) í myndaalbúminu hjá mér! Þar sjást sko dýrmætar gjafir!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.9.2007 kl. 14:18
Írar eru svo fallegir....... Ætla samt að halda með Íslandi - eða ætti ég að halda með Írum? Það tapar altaf liðið sem ég held með...........
Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 16:12
ég vil sjá mynd af vélsagarmorðingjanum. STRAX
Jóna Á. Gísladóttir, 12.9.2007 kl. 17:08
Sko, Jóna. Það hefur aldrei verið tekin mynd af mér með húfu, það flýja allir svo hratt í burtu, meira að segja stæðilegir ljósmyndarar! Ég hélt að ég gæti ekki orðið ófríð en þegar ég skellti húfuskömm á mig einu sinni ... ja, ansi margir þurftu nú á aðstoð faglærðs fólks að halda á eftir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.9.2007 kl. 17:18
Innlitskvitt af löngu tímabærum bloggrúnti Hvur veit nema maður skreppi til Himnaríkis í næstu borgarferð
Saumakonan, 12.9.2007 kl. 18:03
Hurru var ekki örugglega íbúðin við hliðina á þér til leigu?? Mig langar sooooo í svona Himnaríki útsýni rok og öldur!!!!
Blessuð vertu auðvitað geturðu alveg verið með húfu..dregur hana bara niður að höku..hafðu hana lausprjónaða svo þú sjáir smá út. Perfect my Belladonna angel!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 19:45
Þú ert lukkudýr, strákarnir unnu veiiiii. Farðu varlega í rokinu á morgun, er ekki stundum of hvasst til að fara í vinnuna??
Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 20:58
Segi eins og Ásdís, þú ert algjört lukkudýr En BTW - Færðu ekki áhættuþóknun fyrir að taka sénsinn á leiðinni um Kjalarnesið til að geta mætt í vinnuna eins og veðurspáin er þessa dagana???
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:02
Við unnum hehe
Kristín Katla Árnadóttir, 12.9.2007 kl. 21:15
Ansi hló ég dátt að lýsingunni á úlpunni.
Jens Guð, 12.9.2007 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.