Drossíuför og lúmskur fótboltaþjálfari

Hver gengur með húfu ...Ring, ring, heyrðist í töskunni minni þar sem ég stóð úti á stoppistöð og beið eftir Tomma. Þetta var Ásta sem ætlaði á bíl í bæinn, henni leist ekki á veðurútlitið. Þrátt fyrir skammir Tomma í gær og fjarskammirnir sem hann skilaði frá Sigþóru um sviksemi okkar Ástu við strætó hoppaði ég heim í himnaríki eftir símtalið og bjó í rólegheitunum til tvo guðdómlega latte. Korteri seinna kom elskan hún Ásta á drossíunni. Ansi hvasst var á Kjalarnesi og rigningin var einstaklega blaut. Ekki skánar það þegar líður á daginn og morgundagurinn verður klikkaður! I love it!!!

Úti á stoppistöðNýja kápan/úlpan mín, sem Laufey gaf mér í afmælisgjöf, lítur út eins og sú gamla en er bæði hlýrri og vatnsheldari. Jómfrúrferðin hennar var út á stoppistöð og heim aftur í morgun. Algjör snilldarkápa. Ekkert gat á hægri vasanum sem ég gleymi alltaf að gera við vegna gleði minnar yfir því að komast heim ... eða í vinnuna! Svo er hettan líka góð, sem er fínt því að ég nota ekki húfu! Verð eins og vélsagarmorðingi í framan ef ég skelli einni á mig.

Sigþór, mágur minn, bauð mér í mat til þeirra hjóna í kvöld og að horfa á landsleikinn, held að hann líti orðið á mig sem lukkudýr í fótbolta. Ég byrjaði að halda með West Ham og sjáið bara hvernig gengið lagaðist í kjölfarið. Í vetur fer ég örugglega með Sigþóri og erfðaprinsinum í fótboltaferð til London. Hviss bang, búið, ferð, ekkert búðaráp og bull, bara hreinn og tær fótbolti. Vér Íslendingar sigruðum líka Spánverja á laugardaginn með jafntefli og ég var að horfa ... og verðum eflaust í stuði í kvöld!

Annars grátbið ég landsliðið okkar í fótbolta, sem les örugglega þessa bloggfærslu, að hlusta ekki á þjálfara N-Íranna. Hann þykist vera skjálfandi af hræðslu við okkur og sérstaklega Eið Smára. Sko, þetta er sálfræðihernaður, hann er með þessu að gera okkur öruggari með okkur svo að liðið hans geti rústað okkur. Ekki falla fyrir þessu. Hann er ekkert hræddur við okkur. Þetta er bæði kurteisi í honum OG LYMSKA!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með skutlið og hvað fótbolta varðar; no comment

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta blogg kitlaði virkilega hláturtaugarnar....hehe

Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.9.2007 kl. 09:27

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Þú ferð ekkert út á stoppistöð á morgun góða mín, það verða 40+ á nesinu.

Sko Írarnir eru drulluhræddir við okkur, og meiga alveg vera það, við bökuðum þá í síðasta leik, manstu?

Þessir rauðhærðu pilsaþeytarar eru sko ekki kurteisir.

Þröstur Unnar, 12.9.2007 kl. 09:38

4 Smámynd: Gunna-Polly

ég og gurry erum markmenn

Gunna-Polly, 12.9.2007 kl. 11:01

5 Smámynd: krossgata

Sniðug taska að hringja svona og láta þig vita tækifærum sem ekki er hægt að sleppa.

krossgata, 12.9.2007 kl. 11:15

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Haghahahahah, frábær taska, Krossgata.

Held að veðurspáin sé ansi slæm fyrir morgundaginn. Þarf að vera hræðilega, ofboðslega, svakalega dugleg að vinna í dag ef svo færi að ég kæmist ekki í vinnið í fyrramálið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.9.2007 kl. 11:30

7 identicon

1. Þær VORU með hatta!

2. Sú sem segist eiga afmæli - afmælisgjöf - verður hún ekki líka að segja hversu stórt afmælið var? 

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 14:03

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hatta hvað ...

Stórafmælið var ansi stórt, ég varð 49 ára!!! Maður verður nú ekki 49 ára á hverjum degi. Þú getur kíkt á myndir úr afmælinu (12. ágúst) í myndaalbúminu hjá mér! Þar sjást sko dýrmætar gjafir!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.9.2007 kl. 14:18

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Írar eru svo fallegir.......  Ætla samt að halda með Íslandi - eða ætti ég að halda með Írum? Það tapar altaf liðið sem ég held með...........

Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 16:12

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég vil sjá mynd af vélsagarmorðingjanum. STRAX

Jóna Á. Gísladóttir, 12.9.2007 kl. 17:08

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sko, Jóna. Það hefur aldrei verið tekin mynd af mér með húfu, það flýja allir svo hratt í burtu, meira að segja stæðilegir ljósmyndarar! Ég hélt að ég gæti ekki orðið ófríð en þegar ég skellti húfuskömm á mig einu sinni ... ja, ansi margir þurftu nú á aðstoð faglærðs fólks að halda á eftir. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.9.2007 kl. 17:18

12 Smámynd: Saumakonan

Innlitskvitt af löngu tímabærum bloggrúnti    Hvur veit nema maður skreppi til Himnaríkis í næstu borgarferð

Saumakonan, 12.9.2007 kl. 18:03

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hurru var ekki örugglega íbúðin við hliðina á þér til leigu??  Mig langar sooooo í svona Himnaríki útsýni rok og öldur!!!!

Blessuð vertu auðvitað geturðu alveg verið með húfu..dregur hana bara niður að höku..hafðu hana lausprjónaða svo þú sjáir smá út. Perfect  my Belladonna angel!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 19:45

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert lukkudýr, strákarnir unnu  veiiiii.  Farðu varlega í rokinu á morgun, er ekki stundum of hvasst til að fara í vinnuna??

Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 20:58

15 identicon

Segi eins og Ásdís, þú ert algjört lukkudýr  En BTW - Færðu ekki áhættuþóknun fyrir að taka sénsinn á leiðinni um Kjalarnesið til að geta mætt í vinnuna eins og veðurspáin er þessa dagana???

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:02

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Við unnum hehe

Kristín Katla Árnadóttir, 12.9.2007 kl. 21:15

17 Smámynd: Jens Guð

  Ansi hló ég dátt að lýsingunni á úlpunni.

Jens Guð, 12.9.2007 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 32
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 724
  • Frá upphafi: 1505731

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 585
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband