Veður og vandamenn

StormurNú stendur yfir landsleikur á hlaðinu við himnaríki. Sjórinn á þó vinninginn, enda er hann skrambi flottur núna. Núna klukkan 19 er háflæði, 3.91 m, skv. sjávarfalla- og áhlaðandaupplýsingum uppáhaldssíðunnar minar: http://vs.sigling.is/pages/84
(Áhugamál: Lestur góðra bóka, áhlaðandaupplýsingar og heimsfriður.)

Sjálfstjórn mín er aðdáunarverð. Hringt var frá Spron áðan, þótt ég sé með rautt X í símaskránni, og mér boðið kreditkort með alls kyns fríðindum og hárri heimild. Ég hefði ekki hikað við að stökkva á þetta fyrir tíu árum en núna hugsaði ég hratt. Á meðan ungi maðurinn í símanum lét dæluna ganga komst ég að þeirri niðurstöðu að ég hefði nákvæmlega ekkert við það að gera og gæti ómögulega réttlætt það fyrir sjálfri mér. Viska ellinnar að laumast að mér eða hrein og klár skynsemi með dassi af yndisþokka? 

Það eru komin sex ár upp á dag síðan ég nagaði mig harkalega í handarbökin yfir því að hafa sagt upp Fjölvarpinu. Heimurinn getur andað léttar þar sem ég er orðin áskrifandi aftur.

Vont veðurÞað verður brjáluð rigning á morgun og klikkað rok á fimmtudaginn. Haustið heilsar með látum. Er ég rosalega klikkuð að hafa gaman af þessu?

Sól og blíða er eitthvað svo leiðigjarnt veður, ég held að ég gæti ekki blómstrað í slíku veðri þótt reynt hafi verið að telja mér trú um alla ævi að það sé besta veðrið.


Hreinskilni dagsins var í boði Veðuráhugakonustofu himnaríkis ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert ekki klikkuð vegna veðurbleði.  Take it from the one who knows eins og veðurfræðingurinn sagði.  Ég er að fíla þetta í tætlur.  Að segja nei við kreditkorti bendir nærri því til of mikins þroska, ef það er mögulegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tvær leiðréttingar:  "Veðurgleði" ekki bleði og of "mikils" þroska.  Ég er fífl og ég veit það.  Hahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 19:38

3 Smámynd: krossgata

Það er fátt notalegra en sitja inni í hlýjunni með góða bók eða krossgátu og hlusta á veðrið berja á húsinu.  Annars finnst mér jarðskjálftar líka sérlega skemmtilegir.... í hæfilegri fjarlægð.

krossgata, 11.9.2007 kl. 19:45

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Að horfa á geggjaðann sjógang er bara flott, væri alveg til í að horfa út um gluggann með þér næsta sólarhringinn, hann spáir nefnilega vitlaust áfram, þú verður að vera dugleg að mynda og setja inn á síðuna.  Knús á kisur

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 19:54

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Þú ættir að rölta þér út í gamla vita á fimmtudaginn og smella nokkrum bloggmyndum.

Það er geggjað að vera þar í kolvitlausu veðri.

Vertu bara með gemsann.

Þröstur Unnar, 11.9.2007 kl. 20:02

6 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

“klár skynsemi með dassi af yndisþokka„ ekki nokkur spurning.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 11.9.2007 kl. 20:34

7 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Af hverju ætli bankarnir séu í þessari endalausu sölumennsku?  Græða þeir ekki nógu mikið nú þegar?

Rannveig Lena Gísladóttir, 11.9.2007 kl. 23:16

8 Smámynd: Jens Guð

  Við eigum að fagna rigningu og roki.  Rigningin hreinsar og rokið blæs allskonar drasli burt. 

Jens Guð, 12.9.2007 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 380
  • Sl. viku: 1915
  • Frá upphafi: 1454789

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1559
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband