12.9.2007 | 22:41
Ofverndun Jónasar, landsliðslukkudýr og nýr bókmenntaþáttur ...
Fór í matinn hjá Míu og Sigþóri og það var eins gott því að Ísland vann Norður Írland, alveg eins og mágur minn hélt. Get samt ekki annað en vorkennt Írum, nú er von þeirra um að komast áfram úr sögunni. Sáum svo seinni hálfleik Englendinga og Rússa þar sem þeim síðarnefndu var slátrað ... við Sigþór rifjuðum upp leikinn Manchester United og Manchester City þegar landsliðsmarkvörðurinn okkar varði fyrir síðarnefnda liðið ... ég slökkti á leiknum þegar staðan var 3-0 í hálfleik. Nagaði mig í handarbökin þegar ég heyrði fréttir næsta morgun. Þeir sem ekki muna ... Manchester City gerði allt vitlaust og skoraði fjögur mörk, vann leikinn. Okkar maður í markinu þeirra átti góðan leik. Mjög spælandi. Sigþór horfði einu sinni á svo spennandi fótboltaleik að hann hélst hreinlega ekki við og fór að taka til í garðinum. Það varð til þess að hans menn sigruðu, án efa West Ham, ættarliðið okkar í enska boltanum.
Mía sagði okkur frá hressum körlum sem hún fékk í tónfræðitíma til sín í dag, þeir sögðust vera vel inni í þessum málum og voru með g-strenginn á hreinu.
Nú er að hefjast bókmenntaþátturinn hans Egils Helgasonar, Kiljan. Mikið hlakka ég til. Kolbrún og Páll Baldvin verða vonandi í essinu sínu. Kolla hóf einmitt feril sinn sem gagnrífandi í bókmenntaþætti hjá mér á Aðalstöðinni sálugu. Síðan stal Pressan henni frá mér, þá RÚV ... og svo man ég ekki meira.
Keypti soldið sniðugt í dag, eða áskrift að vef hjá Eddu. Hef nú aðgang að orðabókum, Matarást Nönnu minnar, Kortabók, Nöfnum Íslendinga og fleira í gegnum svokallaðan vefvísi sem er neðst í hægra horninu á tölvunni minni. Meira að segja mér, tölvuónördinum, tókst að koma þessu áfallalaust í tölvuna mína. Þarf reyndar að tékka á því hvort ég megi líka skella þessu í vinnutölvuna mína ... efast samt um það. Ég borga nokkra hundraðkalla á mánuði fyrir þessa snilld. Nú þarf ég ALDREI að standa upp og fletta í bókum!
Hitti ryksuguR-óbótamanninn í morgun þegar hann afhenti okkur tækið sem verður í næstu krossgátuverðlaun. Eftir hádegi á morgun, fimmtudag, verður dregið úr réttum lausnum og ég ítreka þá von mína að einhver bakveikur sem þolir ekki að ryksuga fái hana. Mjög margar lausnir hafa borist nú þegar. Það þarf t.d.15 beljaka til að bera þær inn ... tvisvar á dag! Jamm. Pósturinn á alla vega eftir að koma tvisvar með lausnir áður en dregið verður. Mér heyrðist á góða róbótamanninum að hann ætlaði að gefa annan Jónas í verðlaun fyrir jólin!
Hann sagði mér að ég hefði ekki þurft að raða hlutum á gólfið hjá kósíhorninu (sjá mynd) til að Jónas lenti ekki í sjálfheldu, Jónas myndi sjálfur læra á þetta og bjarga sér. Nákvæmlega þarna fattaði ég elementið í mér sem hefur fengið mig til að bjarga erfðaprinsinum algjörlega að óþarfa í gegnum tíðina ... Ég hef líka verið svo stressuð vegna loftnetssnúra á gólfum og skellt hlutum fyrir, maðurinn átti ekki orð yfir mig, tækið væri einmitt snillingur í að hreinsa snúrur á gólfinu. Mikið er ég fegin að ég spurði hann út úr.
P.s. Er nokkurt fyrirtæki eftir í Kaupmannahöfn sem við Íslendingar eigum ekki? Nú er það sérstaklega tekið fram ef hús þar eru ekki í eigu Íslendinga ... við rúlum!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Enski boltinn, Sjónvarp | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 78
- Sl. sólarhring: 265
- Sl. viku: 770
- Frá upphafi: 1505777
Annað
- Innlit í dag: 58
- Innlit sl. viku: 624
- Gestir í dag: 58
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Já við eigum ekki Tívolí og Hið konunglega leikhús en þá er það svei mér þá upp talið.
Nó comment á ryksugudjöfulinn. Er hrædd við svona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 23:01
Ég er líka að verða svolítið hrædd við Jónas, ég hef haldið honum niðri og hvað gerir hann nú þegar ég sleppi honum lausum á allt? Argggg
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.9.2007 kl. 23:28
Oh, þú ert að verða svo tæknivædd, Gurrí mín góða. Ég ætla að herma eftir þér með Edduvefinn, algerlega er þetta brilliant.
Ég skal segja ykkur, að ég á danska fjölskyldu og þau eru farin að hafa verulegar áhyggjur af innrás Íslendinga í Danmörku, sem var að þeirra mati afskaplega kjút og næs til að byrja með, en svo rammt er farið að kveða að þessu, að þau verða fyrir hálfgerðu aðkasti yfir að vera með íslenskt gen innanborðs...! Ég hef hins vegar verið að hvetja þau til að kaupa Hviid´s vinstue.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.9.2007 kl. 23:34
Það eru tvö notendaleyfi innifalin í heimilisáskrift þannig að ég held að þú ættir að geta notað þetta í vinnutölvunni líka.
Nanna Rögnvaldardóttir, 12.9.2007 kl. 23:37
Er þetta með vilja gert að titla Kolbrúnu sem gagnrífanda? Skemmtilegt orð annars.
krossgata, 12.9.2007 kl. 23:49
Ég væri tilbúin að myrða fyrir svona tæki. Btw, hvenær á ég nú að skella mér í heimsókn til þín...
Svava S. Steinars, 13.9.2007 kl. 00:52
djö akkuru fór ég ekki að ráða krossgátur??? Dauðlangar í svona tæki og eins bakveik og ég er þá hefði það sko farið á góðan stað! Fæ mér kanski svona þegar ég flyt í nýja húsið mitt... hmm... ætli Jónas kunni á stiga?
Saumakonan, 13.9.2007 kl. 08:32
Guðríður (já, ríður!)
Bara smá leiðrétting fyrir þig og mág þinn, það var ÞVÍ MIÐUR ekki gegn Man Utd. sem þessi söguulegi viðsnúningur átti sér stað, heldur gegn Tottenham í bikarleik! Skömmu seinna lék Árni Gautur fv. Skagamarkvörður hins vegar jú í "Derbyleik" gegn Man Utd. þar sem hann stóð sig mjög vel og varði úr opnum færum, en Man Utd. vann þó leikin, en man ekki hvernig!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2007 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.