Stuð í strætó í Kollafirðinum ... í biðröðinni

SkriðuföllGaman var að lenda í fréttunum í morgun (reyndar sem biðröð). Skriðan sem féll í Kollafirði tafði okkur um c.a hálftíma. Við biðum í langri röð eftir að stóra rútan yrði fjarlægð, einhver krani kom á staðinn og færði hana til. Það var rosalegt að sjá skemmdirnar á henni ... og stærð skriðunnar. Hræddust var ég við að óveðrið skylli á akkúrat þarna og við fykjum út í sjó. Sem minnir mig á ... Hvar er fokkings óveðrið? Því má ekki seinka, það má ekki koma seinnipartinn þá kemst ég ekki heim! Það var mikið stuð í strætó hjá Ragga bílstjóra, hann hækkaði alltaf útvarpið í botn ... þegar komu fréttir af skriðuföllum og rútubjörgun. Stjórnstöð Strætó fylgdist vel með málum og leið 15 þurfti því ekki að bíða eftir Skagamönnum í Mosó. Ég hvatti Ragga reyndar til að plata leið 15 til að bíða, við værum alveg að koma (not), svo að fleiri kveldust en við en hann er allt of góður í sér!

Ungur maður sem sat við hliðina á mér sagði að hann hefði ekki grunað hvað það væri gaman í strætó. Ég benti honum á þetta væri alltaf svona, fjölbreytileikinn einkenndi þessar örvandi og skemmtilegu ferðir á milli ...  Hugsa að hann hendi bílnum sínum í dag og fari að nota þann samgöngumáta sem er mest inni þessa dagana. Inga vinkona sagði mér að stuðið á fólkinu í rútunni sem ók á skriðuna hefði verið svo mikið í morgun að það hefði alvarlega verið að hugsa um, þegar það var komið í hina rútuna, að kippa með þessum tveimur sem voru sendir á slysó, og taka með í útlandaferðina. Vér Íslendingar kippum oss ekki mikið upp við eina Esjuskriðu ...

Sjórinn fyrir utan himnaríki var óhemjuflottur í morgun og stórar öldurnar kvöddu með tárum þegar ég sleit mig frá glugganum til að hlaupa í strætó klukkutíma seinna en vanalega ... Hlakka til að sjá þessar elskur í kvöld.


mbl.is Verið að opna Vesturlandsveg við Mógilsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hey, farðu sko varlega í kvöld. Esjan á kannski fleiri spýjur á lausu.  Fáum við myndir af hafinu í kvöld?? have a nice day.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 11:16

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var eins gott að bóndinn var ekki að keyra. En þetta er slys sem eingin getur gert að.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.9.2007 kl. 12:26

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Óveðrið er núna, gekt mikið norðvestan rok.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.9.2007 kl. 13:17

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, ég finn ekki fyrir neinu hérna í Hálsaskógi! Kíkti á hviðurinar á Kjalarnesi og mér sýnist vera ófært! Alla vega fyrir strætó!

Guðríður Haraldsdóttir, 13.9.2007 kl. 13:28

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vaá þetta var svakalegt, kolniðamyrkur, dumbungur og rútan ók beint á skriðuna. Mikið verið talað um þetta á mínum vinnustað enda á bílstjórinn maka í skólanum. Ég held samt að þeir tveir sem slösuðust hafi komist með til úttlanda!Rútan var s.s. á leið til keflavíkur Airport.

Edda Agnarsdóttir, 13.9.2007 kl. 13:32

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert í hringiðunni það verður að segjast.  Ég öfunda þig af spennandi lífinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 13:46

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, aukast líkur á gistinótt í borginni!

Hér nyrða er´ann líka að sækja í sig veðrið bölvaður, spáin um storm víða um land bara að rætast!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2007 kl. 15:12

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er aldeilis ævintýralegt, hrein og klár Austfjarðastemmning.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.9.2007 kl. 16:12

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Góðan dag frú Guðríður. Kíkti við hjá þér um kl 3 í dag en kom að auðu skrifborðinu. Bað fyrir kveðju til þín. Þú rukkar um hana

Brynja Hjaltadóttir, 13.9.2007 kl. 16:52

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Æ, en spælandi, Brynja! Ég rétt slapp heim með Ástu, strætó gekk örugglega ekki, hviðurnar fóru úr 34 m/sek í 40 m/sek á leiðinni. Vona að ég sjái þig fljótlega. Alltaf gaman að hitta bloggvinina.

Já, þetta var hrein og klár Austfjarðastemmning en engin gistinótt, sjúkk. 

Guðríður Haraldsdóttir, 13.9.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 292
  • Sl. sólarhring: 384
  • Sl. viku: 2254
  • Frá upphafi: 1455957

Annað

  • Innlit í dag: 260
  • Innlit sl. viku: 1861
  • Gestir í dag: 250
  • IP-tölur í dag: 243

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ástarsaga
  • Sofandi köttur
  • 1. maí fyrir nokkrum árum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband