13.9.2007 | 17:22
Gone with the Wind ...
Þegar við Ásta ókum fram hjá vindhviðumælinum í Mosó um hálffjögurleytið í dag sýndi hann 34 m/sek. og það virtist vera að hvessa. Við fengum sjóskvettu yfir bílinn í Kollafirðinum en sjórinn var ansi æstur. Það sem fullvissaði okkur um að við kæmumst líklega heilar heim voru trukkarnir sem við mættum. Fyrst þeir fuku ekki myndi varla straumlínulaga drossían taka upp á því.
Við heimkomu sá ég á Netinu að hviðurnar voru nýkomnar upp í 40. Ef ekki væri fyrir Ástu þýddi þetta veðurteppingu með dassi af spælingu. Strætó gengur ekki í svona veðri. Það er svo hvasst núna að öldurnar við himnaríki ná sér ekki upp, alla vega ekki á fjöru. Sjáum til á flóði. Mikið sá ég eftir því að hafa ekki tekið myndavélina með í morgun, þá hefði ég getað tekið mynd af sjónum í Kollafirðinum, skriðunni og fleira. Mikið vona ég að elsku Skagakonurnar sem voru rútunni sem keyrði á skriðuna eigi góða daga í útlöndum eftir þessa slæmu byrjun á skemmtiferð!
Jónas butler var latur í gærkvöldi og ákvað ég að bíða þar til núna með að kíkja á hann. Inni í honum fann ég pínulitla leikfangamús sem hafði varnað því að hann ynni af fullum krafti. Nú er þessi elska að þrífa himnaríki af mikilli einbeitingu.
Ryksuguróbót Vikunnar fer norður á land. Ég dró úr réttum lausnum í krossgátunni í dag. Mikið var gaman að hringja í konuna og segja henni frá þessu. Stórt heimili og báðir foreldrar vinna fulla vinnu. Það verður annar svona róbót í verðlaun aftur eftir nokkrar vikur, kannski skúringarróbót líka fyrir jólin.
Fór í jarðarför í morgun. Elskan hún Nanný, fyrrum samstarfskona til margra ára, var jarðsungin frá Fossvogskirkju. Hún var bara fimmtug. Athöfnin var mjög falleg, óvenjuleg og alveg í hennar stíl, orgel- og saxófóntónlist var leikin og líka fjörug lög, líkast til frá Marokkó, þaðan sem maðurinn hennar er.
Nanný var gullfalleg kona, mjög dökk yfirlitum. Hún sagði mér einu sinni að mágar hennar hefðu án efa hlakkað til að fá hávaxna ljósku í fjölskylduna þegar fréttist að kærastan væri frá Íslandi. Mikil hefðu vonbrigði þeirra verið þegar venjuleg kjeddlíng birtist, í engu frábrugðin þeim þarna í Marokkó. Auðvitað var henni tekið frábærlega vel af öllum, þetta var bara húmorinn hennar Nannýjar. Blessuð sé minning hennar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 194
- Sl. sólarhring: 360
- Sl. viku: 886
- Frá upphafi: 1505893
Annað
- Innlit í dag: 154
- Innlit sl. viku: 720
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 142
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Samhryggist þér, það er alltaf erfitt að sjá á eftir góðu fólki og ekki bar hún aldurinn hátt blessunin.
Gott að vita af þér heilli heima !!!!
www.zordis.com, 13.9.2007 kl. 18:14
Takk kærlega fyrir frábæra umfjöllun um Soundspell í Vikunni, Gurrí mín! Þú ert sætust og best!
Steini Briem (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 18:17
Ó, þeir áttu hvert orð skilið. Frábær hljómsveit!
Takk, Zordís mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.9.2007 kl. 18:31
Ég samhryggist þér. Það er þó alltaf notalegt að eiga góðar minningar um látna (ást)vini.
Oddný Sigurbergsdóttir, 13.9.2007 kl. 18:41
FAll er væntanlega fararheill já fyrir konurnar af Skaga!
En þið komust heim, gott, hér er allt að færast í aukana held ég líka!
Hmmm, "æstur sjór" sagðir þú, sem þýðir þá víst að hann hefur viljað "komast yfir ykkur"!?
Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2007 kl. 18:43
Ég komst ekki í jarðarförina hennar Nanný vegna anna. Mér þykir það óskaplega leitt. Gott að þú varst þar.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.9.2007 kl. 19:18
Steingerður, það hefði verið notalegt að hitta þig, elskan. Margir gamlir vinnufélagar, alveg síðan á DV á níunda áratugnum, voru þarna. Þetta var mjög falleg athöfn.
Oddný, það segir þú sko satt. Og Magnús minn, þú kemst að réttri niðurstöðu að vanda. Vona að þú fjúkir ekki um Akureyri, karlinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.9.2007 kl. 19:34
Samúðarkveðjur vegna Nannýjar. Annars hlýtur þetta að vera rosalegt havarí að lenda í þarna á milli Skaga og höfuðborgar þegar veður fara að versna (batna að okkar mati audda).
Hvenær fæ ég endirinn á Potter?
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 19:48
1. Þakka fyrir að upplýsa aldurinn í ath.semd nýlega.
Fyrst þið fukuð ekki hefði legið beint við að spyrja næst um þyngdina t.d. beggja, samanlagða, en er kurteistari en svo.
2. "Athöfnin var mjög...óvenjuleg" Ekki ert þú með því að segja að fólk hafi átt kost á að syngja í íslenskri útför?!
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 20:40
Útförin var aðallega falleg en óvenjuleg þar sem saman blönduðust íslenskir og múslimskir siðir. Það var aftur á móti sungið í jarðarförinni hans pabba 2001 og sáu kirkjugestir um það. Enginn kór eða einsöngur, alveg frábært! Þyngd okkar Ástu telst innan eðlilegra marka. Hún er tággrönn og ég gæti talist horuð miðað við svo marga.
Endirinn á Potter kemur um helgina, Jenný.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.9.2007 kl. 22:07
Samúðarkveðjur Gurrí mín vegna vinkonu þinnar.
Ég er að velta því fyrir mér hvort við eigum fleiri fyrrum vinnustaði sameiginlega. Ég tel Aðalstöðina og DV núna.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2007 kl. 22:15
Voru kettirnir alveg sáttir við Jónas eftir að hann hafði étið bráðina þeirra?
krossgata, 13.9.2007 kl. 22:17
Jóna, við hljótum að finna fleiri vinnustaði en þetta. Bara tveir? Heheheheh
Krossgata, þetta er góður punktur! Tékka á þessu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.9.2007 kl. 23:05
"Það var aftur á móti sungið í jarðarförinni hans pabba 2001 og sáu kirkjugestir um það."
Þetta er stórfrétt! Verðskuldar jafnvel umfjöllun í VIKUNNI. Þetta er "Tónlistarstefna Kirkjunnar" holdi klædd, en sem kemst ekki í framkvæmd vegna tregðulögmálsins. Sá sem græðir líklega meira en "einsöngvarafélagið" á því að Íslendingar þegja þegar þeir þyrftu og langar til að syngja er Ríkið (ÁTVR).
Er sungið í Akranes- strætó? Í "gamla daga" var rútusöngur í styttri ferðum en þetta.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 23:22
Í Akranes-Strætó eru leikskólabörn og eldri konur, þau syngja öll.
Svo er bannað að tala við vagnstjórannn.
Þröstur Unnar, 13.9.2007 kl. 23:30
Það munaði minnstu að það brysti á með söng þar sem við biðum við skriðuna í morgun en við létum tækifærið okkur úr greipum ganga ... af því að við spjölluðum svo mikið við bílstjórann á meðan strætó var kyrrstæður ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.9.2007 kl. 23:40
Er ekki gróf móðgun í garð bloggarans ,sem nýlega upplýsti aldur sinn, fólgin í athugasemd nr. 15
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 23:45
Ef þú kæri Glúmur átt við Gurrí, þá notar hún ekki Akrnes-strætó, heldur Reykjavíkur-strætó.
Svo þarf meira til að grófmóðga hana Gurrí.
Þröstur Unnar, 13.9.2007 kl. 23:49
Ég flissaði samt yfir kommenti númer 15 því að ég tek oftast innanbæjarstrætó í sjúkraþjálfun á þriðjudögum. Ég væri miklu duglegri að þvælast um Skagann ef vagninn gengi um helgar. Allir vinirnir fengju heimsókn frá mér oftar en nú ... sem er aldrei. Nema ég sé sótt og keyrð og hér eru Mía systir og Sigþór mágur duglegust við slíkt, enda er ég oft hjá þeim.
Ég er líklega hálfeinmana eftir að Jónatan mávur hvarf úr lífi mínu eftir svona stutt kynni.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2007 kl. 00:00
Kommon, þetta var nú bara smá rúmleg gola eiginlega. Það er öngvin undr í því að eitthvað falli úr Esjunni eftir allt trampið á henni undanfarinn misseri frá sumum ónefndum bloggurum.
Á langferðabifreiðum eiga að vera virkandi bremzur til að koma í veg fyrir bremzuför í nærfatnaði farþega.
Þar sem að mín kona vann ekki einn sinn einka Jónas þá þarf ég að horfa á hennar rass með meðfylgjandi ryksugu vera fyrir enska boltanum í sjónvarpinu enn eitt árið. Uppsögnin á tímaritinu tekur gildi um næstkomandi mánaðarmót.
Leitt að heyra með andlát venu þinnar, góðar kveðjur til hennar frá mér yfir móðuna.
S.
Steingrímur Helgason, 14.9.2007 kl. 00:04
Ég fattaði ekki að skammast í Önnu vegna skriðunnar ... mikið ertu klár!!! Bendi svo á að senn verður annar Jónas í krossgátuverðlaun ... og síðar jafnvel skúringavél ... íhugaðu vel þetta með uppsögnina, það er djúsí stöff fram undan. Hvernig væri að þú ryksugaðir á föstudögum og horfðir á boltann á laugardögum og kenndir frúnni að meta fótbolta? Það er sko ekki erfitt, máttu skila til hennar frá mér. Þú getur reynt að tæla hana til þess með því að benda á krúttleg lærin á fótboltamönnunum en fljótlega hættir hún að horfa á þau og einblínir á leikinn! Trúðu mér!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2007 kl. 00:30
Ég er farinn að fá á tilfinninguna að það sé gegnum gangandi vonsku veður á Akranesi. En það er svo sem ekki að marka. Ég ólst upp á Hólum í Hjaltadal sem mældist veðursælasti staður landsins á síðustu öld.
Jens Guð, 14.9.2007 kl. 00:51
Samúðarkveðjur Gurrí. Alltaf gaman að lesa færslurnar þínar.
Marta B Helgadóttir, 14.9.2007 kl. 07:56
JENS, JENS MINN, veðrið sem ég tala mest um er í 116 Reykjavík ... það er aldrei vont veður á Akranesi þannig séð. Litlar líkur á að flytji þangað í bráð, frk ljónynja ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2007 kl. 08:05
Hvað segirðu? Enginn kór/sóló í jarðarför. Shocking ;)
En klárt, það er frábært ef fólk syngur sjálft. Ótrúleg sáluhjálp í því. Hann séra Örn Bárður gerir alltaf í því að láta kirkjugesti syngja með kórnum, allavega lokasálminn og iðulega fleiri; þá syngur kórinn einradda, leiðir bara kirkjusönginn. Mjög góð venja.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.9.2007 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.