Ekki tekin í bólinu ...

Innihaldsríkar svalirNú hafa nýju svalirnar mínar loksins sannað gildi sitt. Þær eru fullar af karlmönnum í þessum skrifuðum orðum! Þegar Glerhöllin frétti af raunum mínum með leka svalaumbúnaðinn var ákveðið að bjarga parketti himnaríkis og sálarheill frúarinnar í leiðinni. Nú veit ég hvers vegna viðgerðaenglarnir mínir vöktu mig svona snemma í morgun, það var til að ég yrði ekki gripin í bólinu af glæsilegum viðgerðamönnum ... sem hefði þó eflaust getað orðið athyglisvert.

Glerhallarmenn hafa víst beðið vikum saman með sérsniðið efnið mitt og héldu að smiðurinn minn ætlaði að sækja það til þeirra. Ég held að smiðurinn minn hafi beðið eftir því að þetta yrði gert áður en hann kæmi að verkinu. Símar hafa sannað gildi sitt, en ég hringdi í Glerhöllina á þriðjudaginn. Eigandinn mætti undir hádegi með tvo pólska smiði sem munu stytta mér stundir í dag og eflaust smíða eitthvað líka. Kaffi, nje? Best að æfa sig í pólskunni. Þetta verður góður dagur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Þú misskilur þetta greinilega. Viðgerðarenglarnir eru þér alls ekki hliðhollir, annars sætirðu núna á náttsloppnum með huggulega Pólverja að snúast í kringum þig.

Nanna Rögnvaldardóttir, 15.9.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ja, ég hafði nú hugsað mér að hleypa þeim ekkert út héðan og fyrsta lymskan fólst í því að setja pólsku sjónvarpsstöðina á fullt og við dillum okkur nú öll í takt við flotta pólska tónlist, ég reyndar við tölvuna, þeir við vinnu sína en nú á tvöföldum hraða. Sjáum til hvað gerist, Nanna.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 13:23

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Þessir Pólverjar eru ótrúlegir. Þeir vinna helst ekki nema það sé rok og rigning, hef séð það, alveg satt. Ekki gefa þeim kaffi þá verður þú strax, kona ekki einsömul.

Það er spáð stormi, þannig að sniðugt væri fyrir þig að setja dýnu á blettinn fyrir neðan svalirnar, ef þeir skildu nú fjúka.

Þröstur Unnar, 15.9.2007 kl. 13:27

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, mun neita þeim um kaffi, Þröstur, takk fyrir viðvörunina.

Maðurinn í Glerhöllinni bauð mér krafta þeirra við fleiri verk, m.a. að skera skemmdina úr parkettinu við svaladyrnar og setja flísar í staðinn. Væri það ekki sniðugt bara? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 13:37

5 identicon

Eigðu góðan dag með þeim pólsku. Daaaa...

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:52

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí..þetta er mjög áríðandi...Í hverju ertu akkúrat núna??? Því færri flíkur því meiri líkur..skil jú??? Það þýðir ekkert að rayna að heilla pólverja með greindinni einni sman þegar þú talar ekki pólskuna. Það er bara eitt tungumál sem allir skilja...svo vertu fáklædd. Getur haldið á þér hita með sjóðandi heitum kaffisopa. Sko svona vænt þykir mér nú um þig!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 14:00

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Katrín!!! Ég ætti ekki annað eftir en að klúðra svalaviðgerðunum loksins þegar ég er komin með viðgerðamennina. Nú man ég ekki lengur hvernig karlmenn hugsa en er ekki einhver séns á því að þeir hlaupi öskrandi út ef ég spranga um himnaríki á g-streng og með votar varir? Daaaa, nje?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 14:07

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á g-streng með votar varir! Þetta þarf ég að gera þegar mig vantar rafvirkja.  Vantar alltaf rafvirkja þar sem ég og húsband kunnum ekki að skipta um peru.

Ekki hilla Pólverjana upp úr skónum!

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 14:18

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehehehe á g-streng með votar varir. Alveg ertu einstök!!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.9.2007 kl. 14:50

10 identicon

Á g-streng og votar varir

viðgerðarmaður starir;

heldurðu honum líki

Himnaríki!? 

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 15:27

11 identicon

Ekki rugla þá í ríminu - láttu þá klára vinnuna. Gefðu þeim frekar matarbita og bjór á eftir - Þá koma þeir örugglega aftur

Jóhanna Hafliðadóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 15:38

12 identicon

Kaffið hennar er betra en nokkur bjór getur nokkurn tíma orðið.Og smá matatbiti með

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 16:29

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Átti nokkuð að vera svekkelsiskall á eftir þessari fyrirsögn...Ekki tekin í rúminu???

Gurrí mín maður verður að velja hvort er betra kynlíf eða leklausar svalir!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 19:42

14 identicon

Gurrí, þú verður að muna að fara ekki svona snemma á fætur næst þegar þeir koma!!!

Díta (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband