15.9.2007 | 12:53
Ekki tekin í bólinu ...
Nú hafa nýju svalirnar mínar loksins sannað gildi sitt. Þær eru fullar af karlmönnum í þessum skrifuðum orðum! Þegar Glerhöllin frétti af raunum mínum með leka svalaumbúnaðinn var ákveðið að bjarga parketti himnaríkis og sálarheill frúarinnar í leiðinni. Nú veit ég hvers vegna viðgerðaenglarnir mínir vöktu mig svona snemma í morgun, það var til að ég yrði ekki gripin í bólinu af glæsilegum viðgerðamönnum ... sem hefði þó eflaust getað orðið athyglisvert.
Glerhallarmenn hafa víst beðið vikum saman með sérsniðið efnið mitt og héldu að smiðurinn minn ætlaði að sækja það til þeirra. Ég held að smiðurinn minn hafi beðið eftir því að þetta yrði gert áður en hann kæmi að verkinu. Símar hafa sannað gildi sitt, en ég hringdi í Glerhöllina á þriðjudaginn. Eigandinn mætti undir hádegi með tvo pólska smiði sem munu stytta mér stundir í dag og eflaust smíða eitthvað líka. Kaffi, nje? Best að æfa sig í pólskunni. Þetta verður góður dagur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 211
- Sl. viku: 646
- Frá upphafi: 1505937
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 520
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Þú misskilur þetta greinilega. Viðgerðarenglarnir eru þér alls ekki hliðhollir, annars sætirðu núna á náttsloppnum með huggulega Pólverja að snúast í kringum þig.
Nanna Rögnvaldardóttir, 15.9.2007 kl. 13:19
Ja, ég hafði nú hugsað mér að hleypa þeim ekkert út héðan og fyrsta lymskan fólst í því að setja pólsku sjónvarpsstöðina á fullt og við dillum okkur nú öll í takt við flotta pólska tónlist, ég reyndar við tölvuna, þeir við vinnu sína en nú á tvöföldum hraða. Sjáum til hvað gerist, Nanna.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 13:23
Þessir Pólverjar eru ótrúlegir. Þeir vinna helst ekki nema það sé rok og rigning, hef séð það, alveg satt. Ekki gefa þeim kaffi þá verður þú strax, kona ekki einsömul.
Það er spáð stormi, þannig að sniðugt væri fyrir þig að setja dýnu á blettinn fyrir neðan svalirnar, ef þeir skildu nú fjúka.
Þröstur Unnar, 15.9.2007 kl. 13:27
Úps, mun neita þeim um kaffi, Þröstur, takk fyrir viðvörunina.
Maðurinn í Glerhöllinni bauð mér krafta þeirra við fleiri verk, m.a. að skera skemmdina úr parkettinu við svaladyrnar og setja flísar í staðinn. Væri það ekki sniðugt bara?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 13:37
Eigðu góðan dag með þeim pólsku. Daaaa...
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:52
Gurrí..þetta er mjög áríðandi...Í hverju ertu akkúrat núna??? Því færri flíkur því meiri líkur..skil jú??? Það þýðir ekkert að rayna að heilla pólverja með greindinni einni sman þegar þú talar ekki pólskuna. Það er bara eitt tungumál sem allir skilja...svo vertu fáklædd. Getur haldið á þér hita með sjóðandi heitum kaffisopa. Sko svona vænt þykir mér nú um þig!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 14:00
Katrín!!! Ég ætti ekki annað eftir en að klúðra svalaviðgerðunum loksins þegar ég er komin með viðgerðamennina. Nú man ég ekki lengur hvernig karlmenn hugsa en er ekki einhver séns á því að þeir hlaupi öskrandi út ef ég spranga um himnaríki á g-streng og með votar varir? Daaaa, nje?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 14:07
Á g-streng með votar varir! Þetta þarf ég að gera þegar mig vantar rafvirkja. Vantar alltaf rafvirkja þar sem ég og húsband kunnum ekki að skipta um peru.
Ekki hilla Pólverjana upp úr skónum!
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 14:18
hehehehehehe á g-streng með votar varir. Alveg ertu einstök!!
Hrönn Sigurðardóttir, 15.9.2007 kl. 14:50
Á g-streng og votar varir
viðgerðarmaður starir;
heldurðu honum líki
Himnaríki!?
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 15:27
Ekki rugla þá í ríminu - láttu þá klára vinnuna. Gefðu þeim frekar matarbita og bjór á eftir - Þá koma þeir örugglega aftur
Jóhanna Hafliðadóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 15:38
Kaffið hennar er betra en nokkur bjór getur nokkurn tíma orðið.Og smá matatbiti með
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 16:29
Átti nokkuð að vera svekkelsiskall á eftir þessari fyrirsögn...Ekki tekin í rúminu???
Gurrí mín maður verður að velja hvort er betra kynlíf eða leklausar svalir!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 19:42
Gurrí, þú verður að muna að fara ekki svona snemma á fætur næst þegar þeir koma!!!
Díta (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.